blaðið - 31.01.2006, Qupperneq 2

blaðið - 31.01.2006, Qupperneq 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 2006 biaðið Kópavogur: Lóðaúthlutanir gagnrýndar Lóðaúthlutun á Kópavogstúni f desember var umdeild blaðið________________ Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur Sími: 510 3700 • www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Viðskipti: Björgólfur kaupir í Bretlandi „Lóðaúthlutunarkerfið eins ogþað er í Kópavoginum í dag er handónýtt. Það er ekki hægt að hafa nein önnur orð um það,“ segir Guðríður Arnar- dóttir, sem býður sig fram í í. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Kópa- vogi. Guðríður skrifaði harðorða pistil á heimasíðu sinni þar sem hún gagnrýnir lóðaúthlutanir í bæjarfé- laginu og telur þær einkennast af óréttlæti og ógagnsæi. Fjöldi kvartana Á heimasíðu sinni segir Guðríður bæjarfélagið vera með óréttlátum og ógagnsæjum reglum vera að af- henda litlum hópi fólks gríðarleg verðmæti. Þá segir hún það vera forgangsatriði að settar verði skýrar reglurvið úthlutunlóðatil að tryggja jafnræði. Bendir hún á að á liðnu ári hafi fjöldi kvartana og kæra borist bænum sem sýni glögglega kraum- andi óánægju bæjarbúa. Margir reiðir Að sögn Guðríðar hefur núverandi lóðaúthlutunar- kerfi valdið reiði meðal margra Kópavogsbúa. „Fólki finnst þettamjögósann- gjarnt að geta t.d. ekki fengið sann- gjörn rök fyrir því hvers vegna því er ekki úthlutað lóð frekar en einhverjum öðrum. Á meðan þessar reglur eru svona verður óánægja með úthlutanirnar.“ Guðríður segist ekki með gagnrýni sinni vera að saka menn um klíku- skap heldur sé hún fyrst og fremst að kalla eftir umræðu um málefnið og skýrari reglum. Þrátt fyrir að flokksfélagar hennar í bæjarstjórn hafi á tíðum verið ásakaðir um að misnota lóðaúthlutunarkerfið, segist hún ekki vera að gagnrýna þá sérstaklega heldur sé kerfið einfaldlega handónýtt. „Það er rétt- lætismál að bærinn sé með gegnsæja stjórnsýslu og það er víða pottur brotinn. Þarna þarf að hreinsa til.“B Guðríður segir marga Kópavogs- búa telja núverandi ióðaúthlutunar- kerfi vera ósann- gjarnt. Björgólfur Thor Björg- ólfsson hefur keypt um 5 milljón bréfa í breska síma- fyrirtækinu Cable & Wire- less að sögn breska blaðs- ins Daily Tele- graph. Eins BjörgólfurThor Björg- Og Staðan er ólfsson núna er hlutur hans lítill og óvist hvort að hér sé um lang- eða skammtímafjárfestingu að ræða. Þá kemur fram í blaðinu að Cable & Wireless standi illa á breska síma- og fjarskiptamarkaðinum. ■ Ríkissjóður: Erlendar skuldir lækka Ríkið greiddi erlendar skuldir niður um 48 milljarða króna á síðasta ári og hafa skuldir ríkissjóðs sem hlut- fall af vergri landframíeiðslu lækkað um helming á fimm árum sam- kvæmt frétt frá fjármálaráðuneyt- inu. Heildarskuldir ríkissjóðs voru í lok síðasta árs um 196 milljarðar og þar af námu erlendar skuldir um 85,5 milljörðum. Á síðustu fimm árum hefur hlutfall erlendra skulda lækkað frá því að vera 67% af vergri landsframleiðslu í rúmlega 26%. 1 frétt fjármálaráðuneytisins kemur einnig fram að gert sé ráð fyrir því að hlutfall erlendra skulda af heild- arskuldum ríkissjóðs muni halda áfram að lækka. ■ Búnaðarþing: Bændur vilja halda sínu Hótel Saga og Hótel ísland ekki til sölu Búnaðarþing hafnaði í gær kauptil- boði í hótel í eigu samtakanna, Rad- isson SAS Hótel Saga og Park Inn ts- land, sem áður nefndist Hótel ísland. Legið hefur fyrir um hríð að hótelin væru föl fyrir rétt verð, en Búnaðar- þing ákvað að falla jafnframt frá því og halda hótelunum i sinni eigu. Að sögn Haraldar Benediktssonar, formanns Bændasamtaka íslands, var kauptilboðið fellt eftir skamma umræðu. Trúnaður ríkti um tilboðs- gjafann og kauptilboðið og sagði Haraldur í samtali við Blaðið eftir fundinn, að sá trúnaður héldist fyrst tilboðið var fellt. ■ Hótel Saga verður ekki seld Blalid/FMi Sjávarútvegur: Ekkert svigrúm til launabreytinga Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva (SF), segir sjávarútvegsfyrirtæki hafa lítið svigrúm til launabrey tinga og vill að staðið sé við gerða kjarasamninga. Stöndum við okkar samninga Fram kom í fréttum í gær að Starfsgreinasambandið vilji mögu- lega láta reyna á endurskoðunar- ákvæði launasamninga í kjölfar þess að sveitarfélögin ákváðu um síðustu helgi að hækka laun þeirra lægst launuðustu um tólf til þrettán prósent. Arnar Sigurmundsson, formaður SF, segir samtökin vera með gildandi kjarasamning sem nýbúið sé að endurnýja. „Það er ekkert svigrúm til launabreytinga í sjávarútvegi og það get ég fullyrt og allra síst í fiskvinnslunni." Arnar telur að Starfsgreinasambandið sé með yfirlýsingu sinni fyrst og fremst að vekja athygli á launahækkunum á samninga sem eru í gildi. Hann á ekki von á því að þetta muni hafa áhrif á þá saminga sem SF hefur við sitt launafólk. „Við stöndum fyllilega við kjarasamningana og eigum mikið meira en nóg með það. Ég á ekki von á því að þetta verði til umræðu hjá okkur.“ ■ Viðskipti: Greiðir 3,3 milljarða í arð Landsbanki Islands mun greiða hluthöfum sínum rúma 3,3 millj- arða króna í arð ef tillaga sem lögð verður fyrir aðalfund félagsins 4. febrúar næstkomandi verður sam- þykkt. Hagnaður síðasta árs nam eins og kunnugt er rúmum 24,7 milljörðum króna eftir skatta og nemur arðgreiðslan því um 13% af hagnaði. Því sem eftir stendur af hagnaði síðasta árs, eða rúmum 21 milljarði verður ráðstafað til hækk- unar á eigin fé bankans samkvæmt tillögunni sem send var Kauphöll íslands í gær. ■ ísandsbanki: Spá 2,5% verðbólgu Vísitala neysluverðs mun hækka um 0,1% milli janúar og febrúar og verðbólga mælast 4,3% í janúarmán- uði ef spá íslandsbanka gengur eftir. I Morgunkorni bankans í gær segir að útsölur muni hafa áhrif til lækk- unar vísitölunnar í mánuðinum, en á móti þeim komi hækkandi elds- neytis- og matvælaverð. Þá muni kostnaður vegna viðhalds og við- gerða á húsnæði einnig vega upp á móti áhrifum útsala. Samkvæmt spánni mun verðbólga því áfram mælast yfir efri þolmörkum i mark- miði Seðlabankans, sem er 4% og langt yfir 2,5% verðbólgumarkmiði bankans. Þetta yrði þá 22 mánuður- inn í röð sem verðbólga reynist um- fram markmiðinu. ■ undirfataverslun fyrir allar konur Frábærverð oggæði. Persónuleg þjónusta. 7M ceUoioMi LfuunsC Ynja Hamraborg7, Kópavogi Sími544 4088 www.ynja.is Útsalan enn í fullum gangi. (3 Helðskírt (3 Léttskýjað ^ Skýjað ^ Alskýjað Rlgnlng,lltllsháttar //' Rigning 9 } Súld íj: Snjókoma JJ Slydda Snjóél Amsterdam 04 Barcelona 12 Berlin 01 Chícago -03 Frankfurt 01 Hamborg 04 Helsinki -05 Kaupmannahöfn 03 London 04 Madrid 10 Mallorka 13 Montreal 0 NewYork 07 Orlando 14 Osló 06 París 03 Stokkhólmur 05 Þórshöfn 07 Vin 0 Algarve 12 Dublin 04 Glasgow 04 /// //' /// 5° /// /// /// 8° // / /// /// 8° 0 Cf 3C é ♦o // / /// /// /// /// /// 7° "Ö Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands /// /// /// h Á morgun '// /// 8° 0 8° '// 6° /// 7°

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.