blaðið - 31.01.2006, Side 14

blaðið - 31.01.2006, Side 14
14 I ÁLIT MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2006 blaöiö blaðið,--------------------------------- Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. SKOP OG SKOÐANIR Fregnir berast nú af því að Danahatur færist í vöxt í heimsbyggðinni, en það er þó allt annars eðlis en það, sem Islendingar uppgötvuðu hér á öldum áður. Það hefur blossað upp í múslimaheiminum í kjölfar skopmynda, sem danska stórblaðið Jyllandsposten birti af Múhameð spámanni. Tilgangur blaðsins var ekki sá að smána spámanninn eða íslam sem trúarbrögð, heldur að vekja umræðu um tjáningarfrelsið, sem blaðið hafði ástæðu til þess að ætla að væri takmarkað þegar íslam ætti í hlut, að menn ræddu ekki íslam eða mús- limi með sama hætti og önnur mál af ótta við skelfilegar hefndaraðgerðir. Sá ótti virðist hreint ekki úr lausu lofti gripinn þegar litið er til viðbragðanna víða um heim og innan Danmerkur. Trúarbrögð eru afar viðkvæm í umfjöllun. Þar ræðir um æðstu rök tilver- unnar í augum hinna trúuðu. Umburðarlyndi vestrænnar siðmenningar hrekkur skammt þegar sönn og heit trú á í hlut, því hinn sanntrúaði getur ekki gert neinar málamiðlanir um Guð. Hitt er svo annað mál, hver er vilji Guðs og hverju augu hann kann að líta það dramb sumra, að þykjast þekkja vilja sinn og framfylgja honum. Einhverjir myndu að minnsta kosti ætla að Guð almáttugur þyrfti enga dauðlega undirverktaka. Jyllandsposten hefur raunar dregið í land í málinu, en það virðist ekki sefa reiði múslima í garð blaðsins og Dana. Er vandséð hvað gæti orðið til þess. Vissulega gelck blaðið lengra en skynsamlegt getur talist og jafnvel lengra en því var sæmandi. En það breytir ekki hinu að það hafði rétt fyrir sér. Tjáningarfrelsið er einhvers virði og það er ekki í hávegum haft til þess að verja einungis þær skoðanir, sem allir geta fellt sig við. Margir múslimar virðast óvenjuviðkvæmir gagnvart sérhverju því, sem þeir telja geta orðið trú sinni til minnstu minnkunar, en það ber ekki vitni um mikið traust á mætti Guðs. Okkur ber að virða annað fólk, sýna því umburðarlyndi og tillitssemi. Það á líka við um skoðanir þeirra. En um leið verðum við að þola það að skoðanir okkar séu ræddar, líka þegar það er gert á þann hátt, sem okkur líkar ekki. Á þessari síðu eru einatt reifaðar ákveðnar og umdeildar skoðanir og það þarf að standa vörð um þau skoðanaskipti, hvort sem menn rökstyðja mál sitt vel eða illa, í fúlustu alvöru eða hálfkæringi. Það á líka við um skopmyndina hér til hliðar, hvort sem mönnum líkar hún betur eða verr. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. ALLT UM FERMINGAR Miðvikudaginn l.feb Auglýsendur, upplýsingar veita: Kolbrún Ragnarsdóttir • Sími 510 3722 • Gsm 848 0231 • kolla@bladid.net Ellert Ágúst Pálsson • Sími 510 3746 • Gsm 869 9903 • elli@bladid.net Bjami Daníelsson • Slmi 510 3725 • Gsm 856 4299 • bjami@bladid.net Ólög i áratug Það fer mikið fyrir baráttu einstakra hagsmunahópa þessa dagana. Sam- kynhneigðir vilja kirkjubrúðkaup, stjórnarandstæðingar komast í rikis- stjórn, trúleysingjar afnám ríkis og kirkju og svona mætti lengi telja. Minna, og skiljanlega svo, fer hins vegar fyrir baráttu okkar sem erum andvígir mannanafnalögunum. Við erum heldur ekki með skipulögð hagsmunasamtök, vefsíðu eða fáum styrk frá hinu opinbera til að koma sjónarmiðum okkar á framfæri. Við getum ekki skráð okkur úr Hagstof- unni eins og trúleysingjar úr þjóð- kirkjunni. Við sitjum uppi með það að heita nöfnum sem sjálfskipaðir sérfræðingar sem heita löglegum nöfnum hafa ákveðið að séu ólögleg. Ólög í tíu ár Tiu ár eru nú frá því að hið háa Al- þingi samþykkti núgildandi ólög um mannanöfn. Þór Jónsson frétta- maður skrifaði fyrir áratug afar góða grein um þessi ólög og sagði þá: „Hvernig litist mönnum á að Al- þingi bannaði með lögum erlendar málslettur og tökuorð? Hvað þætti mönnum til dæmis um að yfirvöld skipuðu nefnd sem hefði eftirlit með öllum texta, lesnum og rituðum, í því skyni að eyða úr honum hvers konar „smekkleysu"? Persónulega hrýs mér hugur við því og er þó áhugasamur um málvernd. En þetta sýnist mér að löggjafinn geti gert með flestum hinum sömu rökum og liggja til grundvallar lögum um mannanöfn. ... Menningin verður ekki varin fyrir þjóðinni, svo samofnar eru þær, hvor tveggja lifandi og taka breytingum hvor með annarri. Þjóðin verður að hafa hug á því sjálf að vernda menn- ingu sína, það á ekki síður við um mannanafnahefðina en móðurmálið og er miklu fremur hlutverk þjóðræk- inna manna að brýna fólk til að hafa í heiðri islenska siði en Alþingis að skylda þegnana til þess. Steingrímur S. Ólafsson ... Vekja þurfti þjóðina til vitundar um málvöndun. Má vera að nú sé þörf á vakningu um nafnvöndun. ... En nafnvöndun á ekki að þvinga upp á þjóðina með lagaboði. I því liggur misskilningurinn. Eftirlitsnefnd mannanafna, sem starfar samkvæmt lögum, er herfileg tímaskekkja. Dómarar í þeirri nefnd skera úr um „góðan“ smekk og „réttar" skoðanir, heimila nöfn, sem byggjast á hefð, en koma í veg fyrir að nýjar hefðir geti orðið til. ... Yfirvöld eigaekkert með að ákveða Klippt & skorið Klippari vill helst i ff I ekki kasta jB||| steini úr gler- cd húsi en stundum er ekki I hægt að standast mátið. I (Sandkorni í DV í gær er nokkuð fjallað um fram- boð Oddnýjar Sturiudóttur í prófkjöri Samfylking- arinnar og ekki nema gott eitt um það að segja enda Oddný afar frambærileg. Hins vegar fýlgir með mynd af Birnu Önnu Björnsdóttur, sem skrif- aði skáldsöguna Dís ásamt þeim Oddnýju og Silju Hauksdóttur um árið. En mistökin hefðu sjálfsagt getað verið verri, t.d. þau að birta hina samsettu mynd af forsíðu skáldsögu þeirra stallsystra, en þar var komin söguhetja bókarinnar, samsett úr andlitum höfunda sinna. Hún birtist þá hár! Pað gladdi Klippara óneitanlega mjög að sjá hinn leiftrandi penna Jóns Steinars Gunnlaugssonar, hæstaráttardómara, prýða síður Morgunblaðs- ins á ný, en hann hefiir nær ekkerttjáð sig nema ídómumsíðanhanngekk í björg Hæstaréttar fyrir rúmu ári. í grein sinni varar Jón Steinar mjög við þvíað löggjafarvaldið eða framkvæmdavaldið véli um launakjör dómsvalds- ins, það sé einmitt sérstök ástæða til þess að svo sé ekki til þess að tryggja þrígreiningu valdsins. Þá víkur hann lítillega að því hvernig dómendur geti sótt rétt sinn í málum sem þessum og bendir á hversu snúið það geti reynst, því hver á að dæma? Greinarskrif hæstaréttardómara um mál fyrir fólkið f landinu hvað sé rétt og gott í þessum efnum þótt ég sé sjálfur þeirrar skoðunar að tilgangurinn sé göfugur. Kúgun er yfirleitt réttlætt með göfugum tilgangi." Lýst eftir málsvörum réttlætisins Það má svo sannarlega taka undir þessi orð. Ég er fylgjandi almennri löggjöf sem koma í veg fyrir að börn séu skírð nöfnum sem verða þeim til ama síðar á lífsleiðinni. Ég vil til dæmis ómögulega að hægt sé að skíra dreng Vídeótæki Jensson, en sé ekkert að því að barnið heiti Siv, Eðvald, Maí eða Sævarr, en þetta eru allt nöfn sem mannanafnanefnd dæmir ólögleg. Ég má hins vegar heita Tímon, Krist- all, Fengur, Fídes eða Hrafnan. Hvar eru nú þeir þingmenn sem berjast fyrir sanngirni og réttlæti? Hvar eru þeir þingmenn sem hafa hagsmuni lítilmagnans að leiðarljósi? Hvar eru þeir þingmenn sem vilja standa vörð um réttlætið? Hvar eru þeir þingmenn sem eru andvígir kúgun? Hvar eru alvöru þingmenn fslands nú þegar óréttlætið hefur staðið f áratug? Við sem beitt erum óréttlæti með ólögum Alþingis brýnum ykkur til dáða. f tíu ár höfum við þolað órétt, nú er kominn tími til að gjöra rétt. Ólögin burt! Höfundur er upplýsingafulltrúi Forsœtisráðuneytisins. klipptogskorid@vbI.is sem þetta er algert einsdæmi og er mál manna að hann hafi ekki gert það nema með vitund og vilja Hæstaréttar. Frétt gærdagsins var Ijóslega happ- drættisránið, en fregnir bárust af því um hádegið að grímuklæddur ræningi hafi gengið inn á skrifstofu Happdrættis Há- skólans í Tjarnargötu veif- andi skotvopni og hirt tals- vert fé úr gjaldkeraskúffu, síðan snúist á hæli og horfið í manngrúa stórborg- arinnar. Til allrar hamingju sakaði engan í ráninu, en Gárungaráðið telurvístað nýleg auglýsingaher- ferð Happdrættisins hafi verið rót ránsins.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.