blaðið

Ulloq

blaðið - 18.02.2006, Qupperneq 2

blaðið - 18.02.2006, Qupperneq 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2006 í blaöiö blaóiö= Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur Sími: 510 3700 •www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@ bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Fékk 14 ára fangelsi mbl.is | Héraðsdómur Reykja- víkur dæmdi í gær Sigurð Frey Kristmundsson í 14 ára og 6 mánaða fangelsi fyrir manndráp, þjófnað og umferðarlagabrot. Manndrápið átti sér stað á Hverfisgötunni í ágúst á síðasta ári. Sigurður játaði að hafa orðið manninum að bana en neitaði að um ásetningsverk hafi verið að ræða. f dómsniðurstöðu Hérðasdóms Reykjavíkur segir að Sigurður hafi auk þess verið dæmdur fyrir þjófnað og fimm umferðarlagabrot. Á árunum 2004 og 2005 ók Sigurður m.a. án ökuréttinda undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Sigurður var dæmdur til sviptingar öku- réttar í eitt ár og til að greiða rúmar 5.3 milljónir í skaðabætur. Engin sjúkra- flugvél í Eyjum f vikunni gerðist það þrívegis að sjúklingar frá Vestmannaeyjum þurftu að bíða eftir sjúkraflugi frá Reykjavík. Á eyjar.net kemur fram að Landsflug sem sér um þjónustuna hafi ekki verið með flugvél á staðnum síðan fyrir viku. f eitt skiptið þurfti að senda sjúkfing til rannsókna í Reykjavík og þegar óskað var effir vél kom í ljós að hún var stödd í Reykja- vík. Gunnar Kr Gunnarsson framkvæmdastjóri Heifbrigði- stofnunar Vestmannaeyja segir að rætt hafi verið við heifbrigð- isráðuneytið vegna málsins. Þörf á sveigjanlegri þjónustu Sigurður Björnsson segirheima- og hjúkrunarþjónustu fyrir fatlaða um margt gamaldags. „Heimahjúkrun fyrir fatfaða er að ýmsu leyti gamaldags og miðar að þörfum aldraðra en fatlaðir þurfa meiri sveigjanfeika í þjónutu,“ segir Sigurður Björnsson sem á sæti í nefnd um stefnumótun heimaþjónustu og starfsmaður hjá Sjálfsbjörg. Sigurður er með meðfæddan vöðvasjúkdóm og hefur verið f hjólastól frá 13 ára aldri. Hann hefur notið heima- og hjúkr- unarþjónustu að einhverju leyti í 20 ár og segir að heimaþjónustukerfið hafi í stórum dráttum verið óbreytt á þeim tíma. Nýlega kom út skýrsla stefnu- mótunar Sjálfsbjargar varðandi heimaþjónustu þar sem fjallað er um tilraunaverkefnið Samþætt- ing á heimaþjónustu í Reykjavík. í tengslum við verkefnið er því velt upp hvar þjónustan fyrir hreyfihaml- aða er og hvar ábyrgðin liggi. „Öryrkjar þurfa mjög breytilega þjónustu og ekki víst að henti þeim að fara á fætur eða hátta á þeim tfma sem heimahjúkrunin mætir á staðinn. Hér þarf kerfið að laða sig að þörfum öryrkja á öllum aldri sem sumir eru á vinnumarkaði. Það er heldur ekki víst að öryrki geti reitt sig á stuðning ófatlaðs maka.“ Sigurður segir það réttlætismál að fatlaðir fái þjónustu án tillits til heimilisaðstæðna. Heimaþjónusta tekjutengd Sigurður segir fyrsta mál á dagskrá að skilgreina mikilvægustu þættina varðandi heimaþjónustu og skoða lögin í framhaldinu sé hægt að gera breytingu á lagaumhverfi. „Eins og kerfið er núna er heimahjúkrun á vegum ríkisins, heimaþjónustan á vegum sveitarfélaga og liðveisla á vegum svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra. Þetta er of flókið kerfi eins og það er núna og nauðsynlegt að þessi þjónusta sé á hendi eins aðila.“ Sigurður segir að þjónusta á borð við xessa ætti að vera sem næst þjónustu- xegum og telur meiri líkur á að hún kæmi að fullum notum væri hún á hendi sveitarfélaganna. „Sú þjónusta Sigurður Björnsson, starfsmaður Sjálfs- bjargar. sem sveitarfélögin veita er misjöfn og misdýr og þetta þarf að samþætta. Eins og staðan er núna er félagslega heimaþjónustan tekjutengd en það er ósk okkar að þetta verði eins og hver önnur grunnþjónusta og verði okkur að kostnaðarlausu." Reglur um þrif misjafnar „Núna eru reglurnar þannig að í sumum sveitarfélögum þurfa þeir sem eru með yfir 100 þúsund krónur á mánuði að greiða fyrir heimaþjón- ustu sjálfir. Þá er misjafnt eftir sveit- arfélögum hvernig þrifum er háttað. Á sumum stöðum eru reglurnar þannig að ekki er þrifið yfir 150 cm hæð á heimilinu. Þetta þýðir að efri skápar eru ekki þrifnir og þá vaknar sú spurning hver eigi að gera það?“ Sigurður segir að fólk sem fly tji sig til á milli sveitarfélaga eigi oft erfitt að átta sig á þeirri þjónustu sem við- komandi á rétt á í því sveitarfélagi sem flutt er til. 1 stefnumótun Sjálfsbjargar varð- andi heimaþjónustu verður lögð áhersla á að þjónusta á heimilum verði heildræn og sett í flokk með grunnþjónustu sem yrði á einni hendi. Stóraukinn lestur á Blaðinu Lóðir fyrir um 4 milljarða 100% Júní Sept okt Jan 2005 2005 2005 2006 Línuritið sýnir þróun á aimennum lestri dagblaðana fjögurra samkvæmt Gallup Meðallestur á Blaðinu eykst mest allra dagblaða á höfuðborgarsvæð- inu eða um 15% samkvæmt fjölmiðla- könnun IMG Gallups sem birt var í gær. Lestur Blaðsins eykst einnig mest sé horft til meðallesturs á land- inu öllu. Lestur á Fréttablaðinu og DV minnkar milli kannana. Minnkandi meðallestur Fréttablaðsins Könnun Gallups var gerð vikuna 20. til 26. janúar síðastliðinn og var úr- taksstærðin um tólf hundruð manns. Meðallestur á Blaðinu á höfuðborgar- svæðinu í janúar mældist 46,9% en í könnun sem gerð var í októbermán- uði í fyrra var hann í 39,7%. Þetta er um 15% aukning á milli kannana. Meðallestur á Morgunblaðinu mæld- ist 53,8% og eykst um 5% frá því í október. Þá minnkar meðallestur á Frétta- blaðinu á höfuðborgarsvæðinu um 5% frá því í síðustu könnun. f októ- ber var hann 70,7% en mældist núna 67,3%. Blaðið hækkar mest á landinu Sé horft til meðallesturs á landinu öllu eykur Blaðið einnig mest við sig eða 15,4%. f október mældist með- allestur um 27,4% en er núna 32,4%. Morgunblaðið hækkar einnig í með- allestri á landinu eða um 8,2%. Var lesturinn 46,1% í október en er núna 50,2%. Meðallestur á DV dregst saman um 21,8% milli kannana og er nú um 14,7% á landinu öllu. Þá dregst með- allestur á Fréttablaðinu saman um 2,4%. Var hann 64,1% í október en mældist núna 62,6%. Tekjur Reykjavíkurborgar af sölu byggingarréttar á 120 lóðum í suð- urhlíðum Olfarsfells geta orðið allt að 4,3 milljörðum króna samkvæmt heimildum á ruv.is. Einbýlishúsa- lóðir kosta um 20 milljónir, en hæsta tilboð í lóð undir einbýlishús var upp á rúmlega 340 milljónir. f næstu viku verður haft samband við þá sem eiga hæstu tilboð. Gert er ráð fýrir að einhverjir fafli frá tilboðum sínum þar sem sumir gerðu tilboð í margar lóðir. Vinna við gatnagerð er þegar hafin á svæðinu og á henni að ljúka í haust. Himnasmiðir BlaÖiÖ/Frikki Þeir Andrés og Óskar voru önnun kafnir viö byggingarvinnu í Sóltúni f Reykjavfk f gær. Þeir rétt gáfu sér tíma til aö líta upp frá störfum sínum til aö brosa í myndavélina. £ Gæða sængur og heilsukoddar. Opið virka daga: 10-18, lau: 11-15 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 (3 Heiðskírt 0 Léttskýjað ^ Skýjað ^ Alskýjað Rigning, lítllsháttar ✓ ✓✓ Rigning 9 5 Súld ^ Snjókoma * ^7 Slydda ^~j Snjóél ^ Skúr Amsterdam 06 Barcelona 14 Berlín 04 Chicago -14 Frankfurt 06 Hamborg 04 Helsinki -07 Kaupmannahöfn 01 London 07 Madrid 07 Mallorka 16 Montreal -12 New York -01 Orlando 14 Osló 03 París 07 Stokkhólmur -02 Þórshöfn 07 Vín 05 Algarve 15 Dublin 06 Glasgow 07 /// /// / // 40 o° // / /// 0°/// 40 40 0£ 40 // / /// / // 40 1° 0 '•n* /// /// /// 3° / / / Co Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt ó upplýsingum fró Veðurstofu íslands 2° 0° 3“® o A morgun

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.