blaðið - 18.02.2006, Page 18

blaðið - 18.02.2006, Page 18
18 I TÍSKA LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2006 blaöiö Munstrað og œpandi aftur í móð Nú er rétti tíminnfyrir kjarkmiklar tískutilraunir Alexandre Herchcovitch: Þessi er nú bara eins og fallegur garður með litríkum blómum. Gerir mikið fyrir andlitið og vekur athygli alls staðarl Einn höfuðvandi kvenna er sá að kjósa sífellt klæðnað sem er svartur, hvítur eða hreinilega eitthvað sem er nógu klassískt og jarðbundið. Sumar kjósa einfaldlega að halda sig til hlés og klæða sig hóflega og enn aðrar sniðganga hins vegar allt sem kallast „spes“ og öðruvísi vegna þess eins að þær þora ekki. Á einhverjum tímapunkti þurfum við hins vegar að láta eftir okkur að spila af fingrum fram og klæðast íburðamiklum, litríkum og forvitnilegum fötum. Við eigum ekki að lifa í ótta við að vera litnar hornauga á gangi í Kringlunni fyrir frumlegan klæðaburð og þar fyrir utan er tískan orðin það fjölbreytt að fá eru tískuslysin. Senn fer að vora og fatahönnuðir hafa lagt línurnar fyrir komandi tíma. Þar kennir ýmissa grasa og ber helst að nefna munstruð og litrík klæði. Kjarkmiklar tískutil- raunir eru það sem virkar og horft er með aðdáun til þeirra sem þora. Nú er því rétti tíminn til að sleppa fram af sér beislinu, sleppa öllum hömlum og fjárfesta í fötum með karakter - þ.e. fötum sem ýta yndir persónuleika okkar sem og rót- tækni í fatavali. Áprentuð munstur, litir og allt sem er nógu framandi er málið! Luca Luca: Þessi kjóll frá Luca Luca er sannkallaður glæsikjóll sem hentar bæði fyrir árshá- tíðina og fimmtugsafmæliðl 500,1000,2000 OG 3000 KR SLAR. Ótrúleg verð Komdu og nýttu þér þetta einstaka tækifæri. Sissa Tískuhús Glæsibæ Opió 10-18.00 virka daga og laugardaga 10-16.00 Simi 5625110 Marni: Ermalaus bómullarkjóll með skemmti- legu og sumarlegu munstri. Allar konur ættu að fjárfesta í einum svipuðum og að sjálfsögðu mittisbelti í stíl. Alberta Ferretti: Kvenlegur og seiðandi kjóll sem klæðir flestar. Með réttu hárgreiðslunni er heild- arútlitið glæsilegt og sjálfsöryggið verður meira... Christian Lacroix: Þessi glæsílegi silkikjóll er léttur, smart og afar klæðilegur. Afríska munstrið setur punktinn yfir i-ið og ekki skemmir hárklút- urinn fyrir. Phi: Þessi skemmtilegi kjóll frá Phi er mikið fyrir augað og pottþéttur til þess að vekja athygli. Bleikt, sumarlegt og sætt -100% málið í vor. % Tími tii að elska ->Oslo “Kr. 4800 ->Þrándheimur frá Kr. 7500 aðra leið ->Stavanger Kr. 4800 -> Bergen wKr. 4800 Allir aðrir staðir í Noregi einnig á góðu verði. www.flysas.is S4S Scandinavian Airlines Flugvallarskattar og aörir skattar sem bætast við eru, til Oslo Kr. 3200,-, og til annarra staða í Noregl Kr. 4700.- A STAR ALLIANCE MEMBER vj>

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.