blaðið

Ulloq

blaðið - 18.02.2006, Qupperneq 31

blaðið - 18.02.2006, Qupperneq 31
blaðið LAUGARDAGUR 18. FEBRÖAR 2006 VIÐTALI 31 og engin fyrirtæki. Ég kynntist fram- takssamri kaupkonu sem rak tvær litlar verslanir og hafði frábærar hug- myndir. En hún sagðist hvergi geta fengið lán í bönkum til að láta á þær reyna. Hjá henni og fleirum sem ég kynntist gætir mikilla sárinda í garð Frakka. Togo er fyrrverandi nýlenda Frakka og íbúarnir segja sjálfir að Frakkar mergsjúgi öll verðmæti úr landinu sem gæðingaveldið kringum ríkisstjórnina hirðir ekki.“ Er þá gamla nýlendustefnan sem við lcerðum um í skólunum enn ífullum gangi? „Já og það var eitt af því sem kom mér mest á óvart. Frakkar flytja alla framleiðslu óunna úr landinu, mala kaffið og kakóið annars staðar og láta búa til textíl úr baðmullinni. Síðan flytja þeir það aftur til Afríku og selja íbúunum sem framleiddu hráefnið. Þetta er ekkert annað en dæmigerð ruddaleg nýlendustefna. Vegna þessa skapast engin verð- mæti og ekkert kapítal. Fyrir vikið verður ákaflega erfitt fyrir fátæku löndin í Afríku, þar sem engar nátt- úruauðlindir eru, að ná sér á strik. Við Þráinn Bertelsson frændi minn og vinur vorum þarna saman. Einn daginn fórum við saman á kaffihús handan götunnar og horfðum á úr- slitaleikinn í Afríkukeppninni í fót- bolta af stórum skjá. Þegar leiknum var að ljúka sáum við að stór hópur fólks stóð fyrir utan og reyndi að fylgjast með þessum spennandi leik. Fólk átti hins vegar enga peninga og fékk því ekki að koma inn. Þetta er táknrænt fyrir hinn dæmigerða Afr- íkubúa. Hann fær að standa í gætt- inni og horfa á allsnægtirnar.“ Djúpur afrískur grátur Hvernig heldurðu að það sé að vera barn í svona fátœku landi? „Mörgum þeirra er lífið ákaflega erfitt. Börnum er rænt í Togo, eða seld, og þau hneppt í þrældóm í öðrum Afríkjuríkjum. Þetta vita stjórnvöld en geta lítið gert. Mis- notkun og nauðganir á telpum og kornungum stúlkum eru út- breiddar. Ríkisstjórnin er sem betur fer komin i herferð gegn því. Stúlkur, sem varla eru komnar af barnsaldri, eru misnotaðar og verða óléttar kornungar. Þær eru svo litlar að þær eiga erfitt með að fæða, slitna oft illa og í hitanum og óhreinindum verða þær fyrir vondum sýkingum og deyja oftar en ekki af völdum fæðingarinnar. Ég tók eftir því að á barnaheimilinu og á tvö hundruð barna vöggustofu sem ég kom á, voru tvíburar ótrúlega margir. Ég geri ráð fyrir að ástæðan sé sú að kornungar mæður deyja frekar við að fæða tvíbura, af því það er ein- faldlega svo erfitt við aðstæður þar sem heilbrigðisþjónustan er í algeru lágmarki. A vöggustofunni tók ég lika eftir auglýsingaspjöldum þar sem varað var við mönnum sem framleiða barnaklám. Löggæsla er afar takmörkuð og börn njóta því lítillar verndar stjórnvalda. í Togo, og fátæku ríkjunum í grennd, er að verða til subbulegur kynlífsiðnaður. Úrhrök Evrópu eru hætt að fara til Asíu en koma í staðinn til landa eins og Togo þar sem allt er falt. Frakki, sem ég eignaðist að kunningja og hafði flúið frá Abidjan á Fílabeins- ströndinni eftir uppþotin í fyrra, sagði mér að evrópskir barnaníð- ingar sæktu í vaxandi mæli til Togo til að svala óeðli sínu. 1 þessu efni eins og öðrum berum við Evrópu- menn ábyrgð á verstu eymdinni í Afríku.“ Var ekki erfitt að kveðja? „Jú, það var erfitt að kveðja börnin í Spes. Stundum fannst mér einsemd speglast í augum þeirra þótt þau væru augljóslega í góðum höndum. Erfiðast var að kveðja lítinn strák, Diedonne. Nafnið þýðir gjöf Guðs. Hann er yngsta barnið á Spes, lið- lega eins árs. Ég kallaði hann Donna. Hann var svipsterkur, hnyklaði brýrnar og var að byrja að staulast á sínum litlu fótum. Hann sofnaði 99...................................... Ég komst að þeirri niðurstöðu að ég stæði í skuld. Ég er með vissum hætti að greiða hana með því að verja töluverðu aftíma mínum íþetta starf." oft í fangi mér við vestfirskan hjart- slátt, sem hefur örugglega vakið upp gamalt minni um trumbusláttinn úr frumskóginum þaðan sem rætur hans liggja. Ég kveið fyrir því að hitta hann í síðasta skiptið áður en ég fór frá Togo. Donni, Donni, köll- uðu krakkarnir þegar ég kom til að kveðja. Hann sneri sér við eins og aldinn, afrískur höfðingi, horfði á mig og staulaðist niður eina tröppu. Þegar hann sá að ég kom ekki til hans tók hann ákvörðun og skutl- aði sér niður og beint í fangið á mér. Hann kvaddi mig með djúpum afr- ískum gráti. Það reif í hjartað. Ég er ennþá að hugsa um það hvers konar líf hann eigi fyrir höndum og hvernig honum muni reiða af í stórum hópi foreldralausra barna þar sem hann er minnstur.“ kolbrun@bladid.net Össur með Diedonne i fanginu. Nafnið þýðir Gjöf Guðs, og Össur kallaði hann Donna. Alda Lóa Leifsdóttir. Urslitaleikirnir í Lýsingarbikarnum fara fram um helgina Meistaraflokkur kvenna Lau. 18. feb2006 Laugardalshöll ÍS - Grindavík Meistaraflokkur karla Lau. 18. feb2006 Laugardalshöll kl. 16:00 Grindavík - Keflavík Vinnurþú 100.000 kr.? í báðum leikjum fá nokkrir heppnir áhorfendum að reyna sig við 100.000 kr skotið í boði Lýsingar Mætum öll og hvetjum okkar fólk! Lýsing hf. er stolt af stuðningi sínum við bikarkeppnina í körfuknattleik Fjármögnun í takt vió þínar þarfir Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík Sími 540 1500 Fax 540 1505 www.lysing.is

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.