blaðið

Ulloq

blaðið - 18.02.2006, Qupperneq 54

blaðið - 18.02.2006, Qupperneq 54
541 FÓLK LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2006 blaöiö VESÖLD WÓTÍMA- KARLMANNSINS Smáborgarinn er kona sem dýrkar karlmennskuna. Þess vegna er hún einhleyp. Það hefur nefnilega ekkert upp á sig að vera sífellt að leita að því sem ekki er til. Karlmennskan er horfin. Nútíminn hefur gengið af henni dauðri enda var hún víst farin að ógna jafnvæginu í samfélaginu. Karlmaður sem veit hvað hann vill er litinn hornauga. Hins vegar er mikil eftirsókn eftir konum sem stefna á frambraut. Fáir eiga bágara í nútíma samfélagi en hvítir miðaldra karl- menn sem hafa aldrei nennt að þvo upp. Þeir eru fyrirlitnir og kallaðir karlrembur. Konur sem nenna ekki að standa í húsverkum eru hins vegar dásamaðar sem fyrirmyndir annarra kvenna. Þær stefna nefnilega á frama- braut. Og það þykir fínt þegar konur eiga í hlut. (námunda við Smáborgarann vinn- ur ungur maður. Hann mætir til vinnu í hvítum bol sem á stendur V Dagur - Ofbeldið burt. Bolurinn er reyndar ri- finn. Smáborgarinn hefur grun um að það sé að nokkru leyti táknrænt fyrir hugmyndaheim hins unga manns. Sá heimur er kaótískur. Ungi maðurinn vill vera karlmaður en treystir sér ekki alveg til þess því hann er svo hræddur um að vera ekkl í takt við stefnu og strauma. Þess vegna er hann ofur mjúkur. Það er hann sem sýnir snyrtivörum kvenkynsvinnu- félaga áhuga og það er hann sem talar máli harðlínufemínista í hverju vitleysismálinu á fætur öðru. Hann er hinn dæmigerði mjúki maður. Fáir þora lengur að gera mun á því karlmannlega og því kvenlega. Það er talið svo gamaldags. Um leið eru menn að horfa fram hjá því hversu spennandi samskipti karla og kvenna verða þegar bæði viðurkenna mis- muninn sem erá viðhorfum kynjanna. Munurinn er ekki eingöngu líkamleg- ur, eins og stundum er látið í veðri vaka, hann byggist einnig á ólíkum skoðunum. Það er sitthvað fallegt við það. Smáborgaranum finnst að það eigi ekki að rembast við að minnka þennan mun, heldur leyfa honum að vera þarna. Karlmenn og konur þurfa ekki að vera eins, og eiga ekki að vera það. Og það er alveg ágætt þegar manneskjur sem eru svo ólíkar mæt- ast og láta sér þykja ansi vænt hvorri um aðra. HVAÐ FINNST ÞÉR? Magnús Ólafsson, prentari og skemmtikraftur Hvernig fer leikurinn í dag? „Ég hef trú á því að Liverpool vinni 2-1. Ég er mikill áhangandi Liverpool og á því kannski erfitt með að vera hlutlaus. Ég held að Fowler skori annað markið og Gerrard hitt. Ætli Rooney skori ekki fyrir Manchester United eða þá Nistelroy.“ Erkióvinirnir í Liverpool og Manchester United mætast í 16 liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í dag. Þess má einnig til gamans geta að Magnús Ólafsson hélt upp á 60 ára afmæli sitt i gær og á morgun verður sonur hans Hörður Magnússon fertugur. Vill Paris í hlutverk móður Teresu Partístelpunni Paris Hilton hefur verið boðið að leika kaþólsku nunnuna og dýrlinginn móður Teresu í nýrri kvikmynd sem byggð er á ævi hennar. Leikstjóri myndarinnar, hinn indverski T Rajeevnath, hefur haft sam- band við Paris í tengslum við myndina sem mun einblína á líf og störf móð- ur Teresu sem var fullkomin andstaða við líf Paris. Það kemur nú frekar mikið á óvart að leikstjórinn skuli vilja hana i hlut- verkið þar sem hann sagði að sú sem verður fyrir valinu þyrfti að hafa lifað sómasamlegu lífi, en eins og flestir vita hefur Paris ekki beinlínis lifað eins og nunna. Presley giftir sig Lisa Marie Presley, dóttir rokkkóngsins Elvis Presley, er gengin út í fjórða sinn. I þetta skiptið er sá heppni gítarleikarinn Michael Lockwood en þau giftu sig í Kyoto í Japan í vikunni. Lisa var gift Nicolas Cage, Michael Jackson og Danny Keough sem er faðir barna hennar. Móðir Lisu, leikkonan Priscilla Presley, fylgdi dóttur sinni upp að altarinu og öll fjölskyldan var viðstödd athöfnina - Elvis var með í anda. Madonna ýtir und- ir gróusögurnar Á Brit verðlaunahátíðinni í síðustu viku ýtti Madonna undir sögusagnir þess efnis að hún og eiginmaður hennar, Guy Ritchie, væru að skilja. Poppdrottningin náðist á filmu þegar hún bægði sér frá þegar Guy ætlaði að kyssa hana - rétt eftir að hún hélt þakkaræðu þar sem hún nefndi eiginmann sinn ekki á nafn. Madonna fékk verðlaun sem besti kvenkynslistamaðurinn og þakkaði upp- tökustjóranum Stuart Price, en undanfarið hefur verið uppi orðrómur um að þau séu að slá sér saman. Hún endaði ræðuna með því að segja: „Síðast en ekki síst vil ég þakka öllum 1_____ mínum aðdáendum í Bretlandi, án ykkar væri ég ekki neitt.“ eftir Jim Unger © Jim Unger/dist. by Untted Medla, 2001 Ertu ekki að taka smá áhættu með því að fara út í þessum kjól, elskan - í hverfinu okkar? HEYRST HEFUR... Pað er mik- ill gustur á Hannesi ' Smárasyni þessa dagana og hann hef- ur aldeilis ver- ið upptekinn í innkaupunum. Gárungarnir segja að það sé allt útlit fýrir að kappinn hafi verið að kaupa inn fýrir gott partí. Kaupin á Bang og Olufsen og Faxe bjórverk- smiðjunum bendi til þess og nú sé ekkert annað eftir en Maarud - þá getur Hannes slegið upp einu góðu gilli. Kannski Hannes sé að undirbúa kveðjupartí fyrir Ice- landair en fyrirhugað er að selja gamla flugfélagið enda ekkert eftir þar nema rekstrarkostnað- ur og launafrekt starfsfólk. Ymsir Samfylkingarmenn eru öskuillir vegna þeirra ummæla Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur að eðlilegt sé í markaðsþjóðfélagi að peningar geti skipt sköpum í prófkjöri. Þykir ýmsum sem Blaðið hefur heyrt í að slík ummæli séu alls ekki ekki viðeigandi þegar leiðtogi jafnaðarmanna á Islandi á í hlut. Einn félagi í Samfylkingunni sagði í samtali við Blaðið í gær að óheppilegt væri að öll athyglin beindist að peningum í sambandi við prófkjörið. Klíkuskapur og kosningabandalög hefðu sennilega ráðið mun meiru um niðurstöðuna en fjármagnið. Þungt var í þessum felaga sem sagði að flokkseigendafélagið hefði nú náð öllum völdum í Samfylkingunni. Ha n n e s Hólm- steinn Gissur- arson hefur jafnan haft sínareiginskil- greiningarum ýmisfyrirbæri. Eins og fyrrum nemendum hans er kunnugt fer skilningur hans oft ekki saman með skilningi annarra fræðimanna á hugtök- um. Samkvæmt Hannesi eru það að sjálfsögðu aðrir fræðimenn sem ekkert skilja og Hannes sjálf- ur alltaf jafn misskilinn. Hannes varð, eins og viðbúið var, gríðar- lega sár yfir gagnrýni Stefáns Ól- afssonar á yfirlýstar skattalækk- anir ríkisstjórnarinnar. Rifjar Hannes upp í grein á Vísi hversu takmarkaðar skilgreiningar Stef- áns eru. Til að mynda hafi Stef- án ekki hugmynd um hvað fá- tækt er ólíkt Hannesi sem segir skilgreiningu fátæktar augljósa; hún sé móðir sem ekki hefur ráð á að kaupa mat ofan í börnin sín. Samkvæmt þessu eru hinir barn- lausu sem ekki hafa ráð á að mat- ast bara þjakaðir af átröskun af einhverju tagi. m Asvipuðum s 1 ó ð u m vekur Jón Ormur Hall- dórsson upp áhugaverðar spurningar um tjáningafrelsið og tilhneigingu fólks til að setja upp mismunandi gleraugu fyrir þó um margt líka atburði. Þann- ig hafi margir ólíkar hugmyndir um tjáningafrelsið þegar um ræðir DV og svo aftur Jyllands Posten.Það er víst ekki alveg það sama sem á við um Jón og séra Jón enda furðu margir til- búnir til að snúa heilagri vand- lætingunni sem áður snéri gegn ritstjórn DV að múgnum í mús- limalöndunum.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.