blaðið - 20.03.2006, Side 2
2 i IWWLEWDAR FRÉTTIR
MÁNUDAGUR 20. MARS 2006 blaöiö
blaöiðc_________
Bæjarlind 14—16,201 Kópavogur
Sími: 510 3700 • www.vbl.is
FRÉTTASÍMI:
510 3799
netfang: frettir@ bladid.net
AUGLÝSINGADEILD:
510 3744
netfang: auglysingar@bladid.net
Bráðnun ís-
lands í bresk-
um blöðum
Breska stórblaðið Sunday Telegraph
birti í gær ýtralega fréttaskýringu
undir fyrirsögninni Bráðnar ís-
land? Er þar fjallað um íslenskt fjár-
málaumhverfi og sér í lagi gagnrýni
á það, sem hefur verið fyrirferðar-
mikil á erlendum fjármálamörk-
uðum undanfarnar vikur.
Greinina skrifar blaðamaður-
inn James Hall og fer hann vítt og
breitt yfir áhyggjur manna af stöðu
íslensku bankanna, ríkisfjármálum
og útrásarinnar.
Rætt er við Halldór J. Kristjáns-
son, bankastjóra hjá Landsbank-
anum, sem segir að hann telji að
nokkurs misskilnings hafi gætt um
aðstæður á íslenskum markaði að
undanförnu. Vissulega hafi leiðrétt-
ing á gengi krónunnar undanfarnar
tvær vikur átt sér stað fyrr og hraðar
en vænst hafi verið, en ítrekar að
hennar hafi verið vænst. Það eigi því
ekki að setja allt á annan endann.
f greininni er bent á að bankarnir
hafi tekið mikið fé að láni undan-
farin tvö ár, fyrst og fremst til þess
að fóðra innrás í húsnæðislánamark-
aðinn og útrás í erlend fyrirtæki. Er
Baugur tekinn til dæmis um útrás-
ina og sagt að bankarnir hafi átt
greiða leið að fjármagni frá fjárfest-
ingasjóðum, sem hafi viljað nýta sér
10,75% vexti á íslandi, en ekki hafi
heldur spillt fyrir að íslenskt efna-
hagslíf hafi um skeið komist í tísku.
Upp á síðkastið hafi á hinn bóginn
gætt æ ríkari efasemda um íslenska
efnahagsundrið og fyrirtækin,
sem þar hafa verið í fararbroddi.
fslenskir viðmælendur í greininni
segja að ofhitnunar hafi gætt í efna-
hagslífinu, en telja jafnframt allar
líkur á mjúkri lendingu.
Vilja funda á hlutlausum stað
FyrirhugaðurfundurHalldórsÁsgrímssonar íReykjanesbœ veldur deilum. Sjálfstœðismenn
segja að með fundinum sé brotthvarf varnarliðsins gert að flokkspólitísku máli.
Fyrirhugaður fundur Halldórs Ás-
grímssonar, forsætisráðherra, sem
haldinn verður á kosningaskrifstofu
A-listans í Reykjanesbæ í kvöld er
harðlega gagnrýndur af Viktori B.
Kjartanssyni, formanni Fulltrúa-
ráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykja-
nesbæ. Segir hann að með fundinum
sé brotthvarf varnarliðsins gert að
flokkspólitísku máli.
„Við sáum fyrir okkur opinn fund
um málið, helst með bæði forsætis-
og utanríkisráðherra, á hlutlausum
og stórum stað hér á svæðinu fyrir
alla þá sem koma að því,“ segir
Viktor.
í yfirlýsingu sem Viktor sendi fjöl-
miðlum í gær segir meðal annars að
Halldór boði til fundarins í nafni
embættis síns sem forsætisráðherra
þjóðarinnar og færi þannig málið
inn á flokkspólitískan vettvang sem
verði að teljast mjög varhugavert.
Til skýringar er rétt að geta þess
að A-listinn í Reykjanesbæ er sameig-
inlegt framboð Framsóknarflokks,
Samfylkingar og óflokksbundinna í
sveitarfélaginu.
Margir ósáttir
„Þó að í brotthvarfi varnarliðsins geti
falist mörg tækifæri fyrir suðurnesja-
menn er fyrsta verkefnið að aðstoða
þá hundruði einstaklinga sem nú
missa vinnuna. Þessir einstaklingar
koma úr öllum stjórnmálaflokkum
og því ekki eðlilegt að boða þetta
fólk og fjölskyldur þeirra til fundar
á pólitískum vettvangi,“ segir í yfir-
lýsingu Viktors.
Hann segir að fjölmargir einstak-
lingar hafi haft við hann samband
og lýst þeirri skoðun sinni að þeir
vildu ekki fara in á kosningaskrif-
stofu til að ræða atvinnumál sín við
forsætisráðherra.
„Okkur fyndist ekkert óeðlilegt að
formaður Framsóknarflokks myndi
boða til fundar með frambjóð-
endum, enda eru formenn flokka
sífellt að hitta sitt fólk. Það er hins
vegar óeðlilegt að forsætisráðherra
Halldór Asgrímsson mun hitta íbúa
Reykjanesbæjar í kosningamiðstöð A-list-
ans í sveitarfélaginu í kvöld.
boði til slíks fundar.“
En er forsætisráðherra með þessu
að misnota aðstöðu sína?
„Við viljum frekar líta þannig á
að hann hafi verið fenginn til þessa
af frambjóðendum A-listans en að
hann sé meðvitað að styggja fólk,“
segir Viktor.
Ekkert athugavert við fundinn
Eysteinn Jónsson, oddviti Framsókn-
arflokksins í Reykjanesbæ, segir
málið vera á misskilningi byggt.
„Þetta er einhver misskilningur
hjá Viktori. Það var Framsóknar-
flokkurinn í Reykjanesbæ sem boð-
aði til fundarins. Við buðum forsæt-
isráðherra að koma og erum honum
mjög þakklát fyrir að sjá sér fært að
mæta með svona stuttum fyrirvara.
Það er ekkert athugavert við þetta,
enda eru allir velkomnir á fundinn,
sama hvar í flokki þeir standa. Við
bíðum nú spennt eftir góðum fundi
og vonumst til þess að ráðherra
svari þeim fjölmörgu spurningum
sem brenna á fólki hér á svæðinu,"
segir Eysteinn.
BlaÖið/Frikki
Gæddu sér á eigin kræsingum
Félagar í íslenska kokkalandsliðinu
komu saman á veitingastaðnum Salt
á Hótel Radisson SAS 1919 í gær og
Pylsubarinn LaugardáTs
■^Sibftinníb^1
sýndu matargerðarlistir sínar. Til-
efnið var kynning á sýningunum
Matur 2006 og Ferðatorg 2006 sem
haldnar verða í Fífunni í Kópavogi
um næstu mánaðamót. Sýning-
arnar bera sameiginlegu yfirskrift-
ina Sælkeraferð um ísland. Þar
verður mikið lagt upp úr tengingu
matarmenningar og ferðamennsku
og dregin fram sú sérstaða sem
einstakir landshlutar bjóða upp á
í matargerð. Ýmsar keppnir verða
jafnframt háðar og ber þar hæst álfu-
keppnina í matreiðslu þar sem mæta
munu til leiks keppendur víðs vegar
að úr heiminum.
í þakkarskuld
við eldri kyn-
slóðina
mbl.is | Ólafur Ragnar Grímsson,
forseti fslands, sagði í ræðu á af-
mælishátíð Félags eldri borgara
í gær, að útrásin, árangurinn í
atvinnulífi, vísindum og á vett-
vangi lista væri í raun afrakstur
ævistarfsins sem kynslóð hinna
eldri innti af hendi. Þjóðin væri
í mikilli þakkarskuld við þessa
kynslóð.
„Umræðan að undanförnu er
vonandi boðberi þess að senn
skapist breið og öflug samstaða
um að tryggja varanlegar úr-
bætur á þessu sviði,“ sagði Ól-
afur Ragnar í ræðu sinni.
Leiðrétting
Skilja má fyrirsögn á forsíðu
laugardagsblaðs Blaðsins
þannig að sjónskertir verði alls
ekki þunglyndir í skammdeg-
inu. Hið rétta er að sjónskerðing
veitir vernd gegn árstíðasveiflu
í líkamsstarfsemi og þar með
gegn vetrarólyndi.
Hvað varðar þunglyndi sem
ekki tengist árstíma er það jafn
algengt meðal blindra og sjón-
skertra og sjáandi fslendinga.
(3 Heiðsklrt (5 Léttskýjað Skýjað ^ Alskýjað ✓ rf Rlgnlng, litilsháttar Rlgnlng "> j Súld 'j' Snjðkoma Slydda ' jj Snjðél \1
Skúr
Amsterdam
Barcelona
Berlín
Chicago
Frankfurt
Hamborg
Helsinki
Kaupmannahöfn
London
Madrid
Mallorka
Montreal
New York
Orlando
Osló
París
Stokkhólmur
Þórshöfn
Vín
Algarve
Dublin
Glasgow
06
14
03
-03
08
04
-03
03
07
13
15
-06
0
18
01
11
-03
-02
08
16
05
05
«O0
-5°
Á morgun
Veðurhorfur í dag kl: 15.00
Veðursíminn
Byggt á upplýsingum frá Veöurstofu íslands
© (3
-8° -6°
0° *
2° *