blaðið - 20.03.2006, Page 4

blaðið - 20.03.2006, Page 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 20. MARS 2006 blaðið Lögmenn ekki á einu máli um dóm héraðsdóms i Baugsmáli Telja áfrýjun nauðsynlega, en ekki á einu máli umforsendur eða dómsorðið. „Illur hugur“ vitnis ekki talinn ómerkja framburðinn sjálfkrafa sé hann studdur öðrum gögnum. Y04.IH Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Atli Gíslason, lögmaður, lýsti þeirri skoðun sinni í Silfri Egils í gær að dómur héraðsdóms í Baugsmál- inu hafi verið ákæruvaldinu áfall, enda afdráttarlaus. Komst hann svo að orði að Jón Gerald Sullen- berger hafi verið „skemmt epli“ í málinu, þungur hugur hans í garð sakborninga hafi í raun ónýtt mál- flutning ákæruvaldsins, eins og héraðsdómur hafi raunar tíundað í forsendum dómsins. Um leið taldi hann hina þröngu skýringu dóms- ins á því hvað væri lán og hvað ekki kallaði á umfjöllum hæstaréttar. Blaðið hafði af þessu tilefni sam- band við nokkra reynda lögmenn og bar dóminn undir þá. Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, sagði að dómurinn væri um margt undarlegur, en vildi taka fram að hann hefði vitaskuld ekki hlýtt á vitnaleiðslur eða lesið málsskjöl. ,En þegar maður les forsendurnar, t.d. í þessum bílainnflutningi, sýn- ist manni að þær leiði allar að sakfell- ingu, sem síðan kemur aldrei, heldur þvert á móti er sýknað, að því manni virðist ekki í miklu samhengi við það, sem á undan fer.“ Annar lög- maður, sem ekki vildi láta nafns síns getið, tók í sama streng. „Það ber allt að sama brunni, en síðan er því allt í einu þvælt inn í málið að fram- burður Jóns Geralds hafi verið ótrú- verðugur vegna þess að hann beri þungan hug til eins sakborninga. Það skiptir nákvæmlega engu máli, nema ekki sé neinum sönnunum eða gögnum til að dreifa. Að málið snúist aðeins um framburð þar sem orð er á móti orði. Það á ekkert við í þessu máli.“ Þá höfðu menn á orði að nýmæli væri í dómnum að víkja að fram- lögðum skjal- legum gögnum með þeim hætti, sem þar væri gert. „Iefnahags- brotamálum er altítt að verið sé að leggja fram ljósrit og velkta bleðla án þess að það hafi veiki nokkuð sönnun- argildi þeirra. En vilji menn frumrit geta verjendur eða dómarar kallað eftir þeim.“ Þeir lögmenn, sem Blaðið ræddi við, voru á einu máli um að dómur- inn hefði teygt sig mjög langt í átt til sýknu. „Auðvitað ber dómara að láta sakborninga að njóta vafa eins og hægt er og það er almennt raunin. En í þessu máli teygir dómurinn sig miklu lengra en maður þekkir dæmi um,“ segir Sveinn Andri. Hvað lagatúlkanir á því hvað teld- ust lán í skilningi laganna voru skoð- anir skiptari meðal þeirra lögmanna, sem Blaðið ræddi við. Um væri að ræða flókið lagatæknilegt mál, sem þyrfti skýringu hæstaréttar á. „Dóm- stólar hafa áður beitt rýmri skýr- ingum um lán og þessi dómur kallar á afdráttarlausa afstöðu hæstaréttar," segir Sveinn Andri. Atli Gíslason gekk hins vegar lengra óg sagði ljóst að um fjármuna- flutninga inn á reikninga stjórnenda og hluthafa í almenningshlutafélagi. Ef það væru ekki lán yrði að greina frá því um hvað hefði verið að ræða, dómurinn gæti ekki skilið það eftir í lausu lofti. Sveinn Andri Sveinsson Bjóðum mesta úrvai á íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu sumbund ELTAK, , Sfðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is Hammer sambyggðar trésmíðavélar Ásborg Smiðjuveqi 11,sfmi 5641212 Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. hjón með 3 börn, 2-11 ára, vikuferð 18. eóa 25. mai Castle Beach ibúðahótelið. Heimsferðir Margar brottfarir í júní og ágúst að seljast upp Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri simi: 461 1099 • Hafnarfjörður simi: 510 9500 Blalil/Frikki Bíll valt á Kringlumýrarbraut Bílvelta varð á Kringlumýrarbrautinni á fjórða tímanum í gær. Slysið átti sér stað undir göngubrúnni skammt frá Skógræktinni og var ökumaðurinn á leið úr Kópavoginum. Beita þurfti klippum til þess að ná ökumanninum út en bílstjórinn virðist hafa misst stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að bíllinn hafnaði á brúarstólpa brúarinnar. Bílstjórinn var karlmaður um tvítugt og gekkst hann undir aðgerð í gær vegna brjóstholsáverka. Hann mun ennfremur þurfa að gangast undir aðgerð vegna tveggja brotinna hryggjarliða en er ekki f iífshættu. Annar maður á tvítugsaldri var farþegi í bílnum og slapp hann með minniháttar meiðsli. Jón Baldvin fer fyrir hópi sem móta á öryggis- og varnarstefnu Samfylkingin hefur kynnt tillögur sínar um sjálfstæða utanríkisstefnu. 1 tillögunum felst meðal annars að stofnaður verði þverpólitískur vinnuhópur sem hafi það hlutverk að móta tillögur um nýja öryggis- og varnarstefnu Islands. Jóni Bald- vini Hannibalssyni hefur verið falið það hlutverk að leiða þá vinnu. Um þetta var tilkynnt á fundi í Þjóð- menningarhúsinu í gær. Þar kom einnig fram að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar- innar, mun þegar í næstu viku taka upp viðræður við utanríkisráðherra Svíþjóðar og Noregs á vettvangi norrænu jafnaðarmannaflokkanna. Einnig mun Össur Skarphéðinsson taka varnarmál Islands upp á fundi NATO um aðra helgi. Markar tímamót í tilkynningu frá Samfylkingunni segir að einhliða brot Bandaríkja- stjórnar á varnarsamningnum við Jón Baldvin Hannibalsson ísland marki tímamót í öryggis- og varnarmálum landsins. „Við þessar aðstæður er brýnt að íslendingar taki sjálfir frumkvæðið að mótun ör- yggis- og varnarstefnu þjóðarinnar." Þá telja samfylkingarmenn það nauðsynlegt að meta með opnum huga alla kosti í stöðunni og þar komi til greina aukið samstarf við bandalagsþjóðir innan NATO, sam- starfvið norrænar þjóðir auk varnar- samstarfsins við Bandaríkin. Þarf að skilgreina varnarþörf Einkum þarf að líta til þriggja þátta í þeirri stefnumótunarvinnu sem framundan er, segir í yfirlýsingunni sem send var út í gær. Þessir þættir eru skilgreining á öryggis- og varn- arþörf Islands, ráðstafanir vegna atvinnumála á Suðurnesjum og til- lögur er lúti að öryggi á hafinu um- hverfis ísland.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.