blaðið - 20.03.2006, Qupperneq 15

blaðið - 20.03.2006, Qupperneq 15
blaðið MÁNUDAGUR 20. MARS 2006 VÍSINDI I 15 Repúblikanar eru hamingju- samari en demókratar Hamingja Bandaríkjamanna hefur ekki breyst mikið undanfarin ár samkvæmt nýlegri þarlendri rann- sókn en í henni kemur fram að 34% Bandaríkjamanna eru mjög ham- ingjusamir. Rúmlega 3.000 manns tóku þátt í rannsókninni og helm- ingur sagðist vera frekar hamingju- samur en 15% þátttakenda sögðust ekki vera hamingjusamir. Hvítir hamingjusamari en blökkumenn f niðurstöðunum má sjá áhugaverða niðurstöðu þegar ýmsir hópar eru bornir saman: • Repúblikanar eru hamingjusam- ari en demókratar. • Fólk sem iðkar trú sína reglulega er hamingjusamara en þeir sem gera það ekki. • Ríkir eru hamingjusamari en fátækir. • Hvítir, og þeir sem eiga rætur að rekja til rómönsku-Ameríku, eru hamingjusamari en blökkumenn. • Giftir eru hamingjusamari en ógiftir. • Hundaeigendur og kattaeigendur eru jafn hamingjusamir. Hamingjusamari síðan 1972 Um það bil 45% repúblikana sögðust vera hamingjusamir á meðan 30% demókrata töldu sig hamingjusama. í rannsókninni kom líka fram að repúblikanar hafa mælst hamingju- samari í könnunum en demókratar síðan árið 1972. Ástæðan gæti verið augljós þar sem repúblikanar eiga það til að vera ríkari en demókratar og eins og hefur komið í ljós þá eru ríkari hamingjusamari en þeir sem eru fátækir. En jafnvel eftir að tekið er tillit til tekna eru fátækir repúblik- anar hamingjusamari en fátækir demókratar og ríkir repúblikanar Bush er sennilega mjög hamingjusamur maður því hann er trúrækinn, rfkur og repúblikani. eru hamingjusamari en ríkir demó- samkomur. Niðurstöður rannsókn- kratar. Um 43% þeirra sem sækja arinnar segja þó ekki til um hvernig trúarlegar samkomur vikulega eða trú, hamingja og repúblikanar oftar segjast vera mjög hamingju- tengjast. samir, samanborið við þau 26% sem .................................. fara sjaldan eða aldrei á trúarlegar svanhvit@bladid.net Aðalþátturinn í ævarandi hamingju giftr- ar konu ertilfinningaleg skuldbinding maka hennar samkvæmt nýrri banda- rískri rannsókn. Jafnrétti merkir ekki endilega sanngirni Aðalþátturinn í ævarandi hamingju giftrar konu er tilfinningaleg skuld- binding maka hennar samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn. Um 5000 hjón víðsvegar um Bandaríkin tóku þátt í rannsókninni en niður- stöður hennar eru ekki í samræmi við aðrar rannsóknir sem bentu til þess að laun eiginmannsins og skipt- ing húsverka ákvarðaði hamingju konunnar. Gamaldags kynjaregl- ur = hamingja í rannsókninni kom einnig fram að ef eiginmaðurinn lagði fram meira en 68% af kostnaði heimilishalds- ins þá voru þær eiginkonur ham- ingjusamastar. W. Bradford Wilcox, félagsfræðingur við Háskólann í Virginia, sagði við þetta tækifæri að sama hvað konur segðu þá eru þær hamingjusamari ef eiginmaðurinn skaffar vel, svo lengi sem hann er skuldbundinn henni tilfinninga- lega. „Það kom mér á óvart að meira að segja jafnréttissinnaðar konur eru hamingjusamari þegar hjóna- bönd þeirra fara eftir gamaldags kynjareglum.“ Skuldbinding skiptir meira máli Einnig kom í ljós að sanngirni er álitin mikilvæg í hamingjusömu hjónabandi. Konur sem álitu að skipting húsverka væri sanngjörn töldu sig vera hamingjusamari en aðrar konur. Sanngjörn skipti þýddu ekki endilega jöfn skipti því flestar konurnar voru sáttar við að gera meirihluta húsverkanna sjálfar. En þar sem þær álitu að eiginmenn- irnir væru skaffarar álitu þær að ójöfn skipting húsverka væri sann- gjörn. „Eiginkonurnar voru við- kvæmar fyrir ójafnvægi í skiptingu húsverka, eins og allar rannsóknir sýna. Hins vegar bentu niðurstöður okkar til að tilfinningaleg skuld- binding mannanna skipti konurnar meira máli í hjónabandinu,“ sagði einn rannsakendanna, Steven Nock, prófessor. „Við túlkum þessar niður- stöður á þann veg að makar þurfa að taka meira tillit til hvað hinum aðilanum í sambandinu finnst um hjónabandið því jafnrétti merkir ekki endilega sanngirni." Frábær myndavél. Frábærar myndir. Hvað með útprentanir? Að prenta út myndir hefur aldrei verið auðveldara. Þú einfaldlega tengir Canon stafrænu myndavélina við Canon SELPHY CP Ijósmyndaprentara og prentar út fallegar, blæðandi Ijósmyndirá nokkrum sekúndum. Með því að velja Canon stafrænar myndavélar og prentara ertu að velja gæði. Frekari upplýsingar á www.canon.nyherji.is Söluaðilar um land allt. PictBridge DIRECT PRINT

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.