blaðið - 20.03.2006, Page 18

blaðið - 20.03.2006, Page 18
26 I MATUR MÁNUDAGUR 20. MARS 2006 blaði6 Jómfrúin hans Jakobs er tíu ára Einn vinsœlasti hádegisverðarstaður landsins fagnar tíu ára afmœli í ár, en það er smurbrauðsstaðurinn Jómfrúin í Lœkjargötu. Fyrir tólf árum síðan útskrifað- ist Jakob Jakobsson sem smur- brauðsjómfrú. Hann var þá fyrsti karlmaðurinn sem hlaut þetta starfsheiti og hlaut það töluverða eftirtekt, en fagið nam hann af hinni einu sönnu Idu Davidsen sem er sjálf af fjórðu kynslóð smurbrauðssérfræðinga í Danmörku. Að námi loknu hélt Jakob til Bras- ilíu þar sem hann, með aðstoð Idu, sá um að koma á fót smurbrauðs- stofu að dönskum sið. Eftir ársdvöl í Brasilíu hélt hann svo heim til Fróns þar sem hann opnaði veitinga- staðinn Jómfrúna við Lækjargötu. Á þessu ári eru liðin tíu ár frá því að fyrstu smurbrauðsbitar fyrstu karl- jómfrúarinnar runnu ljúflega ofan í reykvíska gesti og það er óhætt að fullyrða að vinsældir þeirra hafi stöðugt farið vaxandi á meðal borg- Hér áður fyrr tíðkaðist það jú að ungar konur væru sendar í vist eða á hússtjórnarskóla í Danmörku. Svo hittast þær á Jómfrúnni og tala jafnvel bara dönsku á meðan þær eru hérna. Borða smurbrauð, fá sér jafnvel snaps og öl og hlusta á gömul dönsk dægurlög - de skal bare have det hyggeligt." arbúa. Um hádegisbilið á hverjum degi fyllist veitingasalurinn af fólki, bæði fólki sem starfar í nágrenn- inu eða gerir sér leið i Lækjargöt- una til að fá sér það sem stundum hefur verið kallað; hinn fullkomni hádegisverður. „Við tókum úr lás í byrjun janúar 1996 en það var ekki fyrr en líða tók á árið að fólk fór að átta sig á þessu,“ segir Jakob, þegar blaðamaður spyr hann hvernig staðnum hafi verið tekið fyrst um sinn. „Ég hugsa að maturinn hafi verið það sem laðaði fólk að til að byrja með, eða maður vonar það, en svo fór þetta smátt og smátt að spyrjast út.“ Hvernig erfastakúnnahópurinn? „Þetta er mjög mikið fólk úr stjórn- sýslu- og fjármálageiranum. Það kemur oft eftir fundi og fær sér að borða, hittist líka fyrir fundi og undirbýr sig eða kemur einfaldlega í hádegismat. Á morgnana snýst starf okkar töluvert um að undirbúa smurbrauð sem er borðað á fundum í nágrenninu þannig að margir úr þessum geira hafa kannski kynnst smurbrauðinu í gegnum það.“ Annar hópur sem stundar Jóm- frúna eru virðulegir heldri borgarar; dannaðar dömur sem hafa átt góð kynni af Kaupmannahöfn á sínum æskuárum. „Þetta eru oftar en ekki vinkonur sem koma hingað til að rifja upp gamla, góða tíma. Hér áður fyrr tíðk- aðist það jú að ungar konur væru sendar í vist eða á hússtjórnarskóla í Danmörku. Svo hittast þær á Jóm- Jakob Jakobsson, heimsins fyrsta karlkyns smurbrauðsjómfrú, fagnar tíu ára afmæli Jómf rúarinnar í Lækjargötu. frúnni og tala jafnvel bara dönsku á meðan þær eru hérna. Borða smur- brauð, fá sér jafnvel snaps og öl og hlusta á gömul dönsk dægurlög - de skal bare have det hyggeligt. Þetta eru oft sömu konurnar sem koma reglulega en einnig til að halda upp á sérstaka viðburði eins og til dæmis fimmtíu ára stúdentsafmæli," segir Jakob og kímir. Á Jómfrúnni er boðið upp á fleiri dannaða siði en smurbrauð, snaps og bjór. Danir hafa löngum verið þekktir fyrir ástríðu sína á djass- tónlist og gestir Jómfrúarinnar fara ekki varhluta af því. „Á sumrin, eða í júní, júlí og ágúst, erum við alltaf með síðdegisdjass á laugardögum. Þá fara tónleikarnir fram hér í port- inu á bak við ef vel viðrar en annars erum við inni, sem verður æ sjaldnar miðað við hvernig veðurfarið er að þróast á landinu. Þetta hefur mælst mjög vel fyrir hjá fólki, enda ákaf- lega notalegt að sitja og fá sér bjór og smurbrauð í síðdegissólinni," segir Jakob. Hvaða réttir eru vinsœlastir á mat- seðli Jómfrúarinnar? „Það fer alltaf mest af íslensku rauðsprettunni, svo er svínarifja- steikin númer tvö á listanum. Þetta flokkast undir „frokostmenú' og er alltaf til. Annars erum við með um 40 tegundir af smurbrauði á seðlinum og svona átta til tólf heita rétti sem eru þó ekki alltaf í boði, en við notum krítartöfluna til að auglýsa þá hverju sinni. Móðir mín sér svo um að baka kökurnar og hefur gert alveg frá byrjun; vanilluo- staköku, eplaköku og tvær gerðir af marengstertum." Að lokum bætir Jakob því við að Jómfrúin sé ekki veitingahús sem lokkar til sín gesti með gylliboðum og látum. „Þeir sem koma hingað, bæði út- lendingar og aðrir, koma aðeins vegna þess að þeir hafa heyrt af staðnum frá öðrum. Við lokkum hvorki einn né neinn inn á Jóm- frúna og erum aldrei með sérstök til- boð í gangi eins og gengur og gerist víða annars staðar. Jómfrúin er ekki allra og hefur aldrei verið, en þeir sem vilja koma hingað eru alltaf vel- komnir," segir þessi karlmannlega smurbrauðsjómfrú að lokum. margret@bladid.net UPPSKRIFT VIKUNNAR spe ■ í oq W, . Kj u k I i n 0 a-■1 o i s i v\ meS Sesam Fyrirfjóra ^5» . 200 g Kjúklingabringa í strimlum 100 g Blue Dragon heilhveítinúðlur 120 g Blue Dragon bambussprotar og/eða kastaníuhnetur 100 g ferskt Wok-grænmeti í strimlum 100 g ferskir ananasbitar ^ 2 di Blue Dragon HoiSin Sósa p j Agn 0,5 tsk. sesamolía, gjarnan Blue Dragon jAðjé Látið núðlurnar liggja í volgu vatni í u.þ.b. 12 mínútur, skiljið þær varlega í sundur og látið renna af þeim í sigti. Hitið lögg af olíu (ekki sesamolíu) á wok-pönnu eða steikar- pönnu. Steikiö kjúkling, grænmeti og ananas á hægum hita. Setjið núðlur, hoisin-sósu og sesamolíu út í og látið sjóða. Bætið við salti og hvítum pipar eftir smekk. Skreytið með t.d. sesamfræum og kryddjurtum áður en borið er fram. FJARÐARKAUP

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.