blaðið - 22.03.2006, Page 3

blaðið - 22.03.2006, Page 3
 A Q Nýtt tónlistar- og ráðstefnuhús, hótel', íbúðir, banki, skrifstofuhúsnæði og bílahús neðanjarðar. SÉP;' í'i'yifeðíiÍÉI Timamót í miðborginni Umfangsmiklar framkvæmdir í miðborg Reykjavíkur eru að hefjast og munu þær gerbylta miðborginni frá Lækjartorgi að hafnarsvæðinu til framtíðar. Með framkvæmdunum verður lagður grunnur að nýju tónlistar- og ráðstefnuhúsi ásamt nýjum aðalstöðvum Landsbankans, nýju ráðstefnuhóteli, skrifstofubyggingu, Ibúðabyggingu og undir þeim öllum verður bílahús sem rúma mun um 1.600 bíla. Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar hefur umsjón með undirbúningsframkvæmdum vegna lóðar. Mikil áhersla verður lögð á að óþægindi verði sem minnst vegna framkvæmdanna, en vissulega munu þær valda einhverri truflun. Geirsgata verður færð í tvlgang, en hún og helstu umferðaræðar verða þó opnar að mestu leyti meðan á framkvæmdum stendur. Stórar byggingar verða rifnar og aðrar fluttar. Nýjar fráveitulagnir verða lagðar utan lóðarmarka. Skyggði flöturinn sýnir framkvæmdasvæðið. Á svæðinu verða 5 byggingar; tónlistar- og ráðstefnuhús, banki, hótel, skrifstofuhús og Ibúðir. Neðanjarðar verður bllahús á tveimur hæðum. Ftamkvæmdir á þessu árí: • Jarðvegsrannsóknir. • Niðurrif bygginga við Austurbugt. • Landfylling í Austurhöfn undir tónlistar- og ráðstefnuhús. • Tímabundin færsla Geirsgötu. • Brú áföst við Tollhúsið verður fjarlægð. • Ziemsen-hús við Hafnarstræti verður flutt. • Tímabundin lokun Pósthússtrætis, Hafnarstrætis og Tryggvagötu. • Færsla lagna (rafmagn, vatn, sími og gagnaveitur). • Nýtt frárennsli. Opinn kynningarfundur Framkvæmdasviðs um framkvæmdir í miðborginni og Austurhöfn verður haldinn miðvikudaginn 22. mars kl. 17.00 íTjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Nánari upplýsingar er að finna á vef Framkvæmdasviðs: www.rvk.is/fs

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.