blaðið - 22.03.2006, Page 19
Prófaðu nýja
hárgreiðslu
Það skiptir ekki máli hversu
stutt hár þú ert með, það er alltaf
faman að prófa nýja hárgreiðslu.
sumrin er gott að nota hár-
greiðslu sem er fljótleg í uppsetn-
ingu, helst í hitanum og er flott.
Fyrir sumarið ættu allir að fá sér
klippingu þó það sé ekki til ann-
ars en að særa af endunum til að
iosna við klofna hárenda.
Nokkur ráð um nýja hárgreiðslu
• Ef þú ert með liðað hár er fallegt
að móta það með hármótunarefnum
og þannig má draga krullurnar
betur fram eða draga úr þeim. í
kringum andlitið getur verið fallegt
að draga fram nokkra staka lokka.
• Þær sem eru með slétt hár sem
nær niður á kinnar geta segir notað
efni til að lyfta hárinu. Til að prófa
eitthvað nýtt er hægt er að lyfta hár-
inu frá enninu og skreyta það með
spennum eða blómum. Gott er að
nota froðu eða annað hármótunar-
efni til að lyfta rótinni og fá loft í
hárið. Ljúkið hármótuninni með
því að bursta yfir hárið. Þessi aðferð
skilar meira lofti í hárið og gerir
það náttúrulegra.
• Mótaðu toppinn á hárinu og
leiktu þér með hann. Það getur
verið góð hugmynd að greiða topp-
inn til hliðar og nota til þess hármót-
unarefni. Einnig má nota sömu efni
til að láta toppinn falla beint fram.
Þetta gefur þér nýtt og spennandi
útlit.
• Fyrir þær sem eru með snar-
hrokkið hár getur verið skemmti-
legt að móta það og leika sér að því.
Það má flétta hárið og setja það upp
í tagl eða hnút. Fallegt er að nota
litla fylgihluti í hárið til að lífga upp
á það. Þetta útlit getur verið glæsi-
legt eða sportlegt allt eftir þvi hvaða
hlutir eru notaðir í hárið.
• Lítið tagl getur verið gefið þér
kynþokkafullt kvenlegt eða sport-
legt útlit. Best er að nota teygju eða
litríka spennu í hárið. Hárið helst
betur í tagli ef það er ekki alveg
hreint.
• Fáðu þér strípur í hárið. Strípur
koma vel út í stuttu hári sérstaklega
ef þær eru óreglulegar. I stutt hár er
fallegast að hafa strípurnar óreglu-
legar og hafa þær í nokkrum litum.
Fallegast er að hafa ljósustu tónana
í hárendunum.
RIFJADAG
kaldur