blaðið - 22.03.2006, Síða 29

blaðið - 22.03.2006, Síða 29
blaðið MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2006 DAGSKRÁI 37 Lego tengt rasisma í gær héldu Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) baráttudag gegn rasisma. Af því til- efni voru gerð veggspjöld þar sem lego- kubbi var skartað undir fyrirsögninni „Rasismi tekur á sig ýmsar myndir'. Danska leikfangaframleiðandanum er illa brugðið, sem og mörgum Dön- um. „Þetta er gjörsamlega úr takti og hrein heimska,“ segir Claus Haagen Jensen, formaður Mannréttindastofn- unar Danmerkur. Hann lýkir þessu við birtingar Jyllands-Posten á teikn- ingunum af Múhammeð og vill að málið verði rannsakað nánar. „Á þetta nokkuð að vera lítil köld kveðja til Danmerkur? Þetta er stórkostlega misheppnað." Vissu ekki betur Lego er sldljanlega illa við tenginguna og hyggst hafa samband við SÞ. „Það skapar vandræði að sumir komi til með að sjá veggspjaldið og hugsan- lega tengja Lego við rasisma - jafnvel halda að rasistar standi að baki fyrir- tækinu," segir Charlotte Simonsen, upplýsingafulltrúi Lego. Henni þykir sérstaklega furðulegt að mistökin hafi orðið þar sem Lego hefur unnið með SÞ í herferðum til að vekja upp málefni flóttamanna. Talsmaður Sam- einuðu þjóðanna, José Luis Díaz, baðst Veggspjaldið verður sjálfsagt ekki til þess að lægja öldurnar í málefnum Dana gagnvart múslimum. Hægt er að hlaða því niður á kínversku, ensku, frönsku, spænsku, rússnesku og arabísku. afsökunar á notkuninni á legokubbn- um þegar blaðamenn inntu eftir svör- um. „Hönnuðir veggspjaldsins vissu greinilega ekki að Lego er danskt fyrirtæki,“ segir hann. Veggspjaldið er finnanlegt á vefsíðu Mannréttinda- fulltrúa Sameinuðu þjóðanna á ýms- um tungumálum, m.a. arabísku. Sjónarhorn „Allt er fyndið. Svo lengi sem einhver annar lendir íþvt.“ Will Rogers, bandarískur grínisti og skemmtikraftur (1879 - 1935) Pennan dag... ...árið 1963 kom fyrsta plata Bítlanna út í Bretlandi. Please Please Me gaf einungis tvær smáskífur af sér; Love Me Do/I Love You og Please Please Me/Ask Me Why, sem seldust misvel. Sú fyrri aðallega vegna þess að plötuverslun umboðsmanns sveitarinnar keypti helling af henni. Sú síðari varð hins vegar fyrsta lag Bítlanna á topp breska vinsældalistans. Sjónvarpið, 20.30 Tísku- þrautir (4:12) (Project Runway) Þáttaröð um unga fatahönnuði sem keppa sín á milli og er einn sleginn út í hverjum þætti. Sumar hönnun- irnar eru frábærar en aðrar vægast sagt hræðilegar. Kynnir í þáttunum er fyrirsætan Heidi Klum og meðal dómara er hönnuðurinn Michael Kors. Sirkus, 21.00 My Name is Earl Earl reynir að bæta upp. fyrir það að hafa brennt hlöðu til kaldra kola þegar hann var yngri. Smáglæpamaðurinn hefur unnið ötullega að því að verða að betri manni eftir að hann kynntist hug- takinu karma. Litríkar persónur og skemmtilegur söguþráður gerir þátt- inn að einum af þeim bestu sem eru í boði í íslensku sjónvarpi. 22.40 Nornir - Galdrar og goðsagnir (1:3) (Hexen - Magie, Mythen und die Wahrheit) Þýskur heimildamyndaflokkur um nornir og ofsóknir gegn þeim í aldanna rás. Fyrsti þátturinn ber yfirskriftina Nornaveisla. Þar er fjallað um sögu- legar rætur trúarinnar á nornagald- ur og leitað svara við spurningunni: Hvað er norn?

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.