blaðið - 04.04.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 04.04.2006, Blaðsíða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2006 blaöiö blaðið_ Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur Sími: 510 3700 • www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 51Q 3799 netfang: frettir@ bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net 226% hækkun á 16 árum íbúðaverð á höfuðborgarsvæð- inu hefur hækkað um 226,7% á síðustu 16 árum. Á sama tíma- bili hækkaði íbúðaverð á Vest- fjörðum um 57,3%. Fasteignamat ríkisins hefur tekið saman tölur um þróun íbúðaverðs eftir landshlutum frá 1990 og byggja þær á meðal- tali fermetraverðs. íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði á milli áranna 2004-2005 um 32,4%, mest allra landshluta. Þar á eftir kom Suðurland með 26% hækkun. Minnsta hækkunin á tímabilinu varð á Norðurlandi eystra, eða 17,6%. Ef litið er á tímabilið frá 2000- 2005 kemur í ljós að mestu hækk- anirnar áttu sér stað á Suður- landi en þar hækkaði verðið um 92%. Þar á eftir kemur Austur- land með 89,4%. Á sama tímabili hækkuðu íbúðir á Vestfjörðum aðeins um 36,3% í verði. íbúðarhús gjörónýtt eft- ir eldsvoða mbl.is | íbúðarhús á Hallgils- stöðum í Fnjóskárdal er talið gjörónýtt eftir bruna þar í gær. „Það er einungis skrokkurinn af húsinu sem stendur uppi eftir að það tókst að slökkva eldinn, en þetta er talið vera altjón,“ sagði Sigurður Brynjólfsson, yfirlög- regluþjónn á Húsavík. Tækni- rannsókn mun fara fram í dag og vettvangi er lokað þangað til en ekki leikur grunur á að neitt sak- næmt hafi átt sér stað. Sagði Sigurður að menn teldu að eldsupptök hefðu verið í eld- húsinu. Húsið sem brann var aðalíbúðarhúsið á bænum en annað eldra hús er á staðnum. Enginn var í húsinu er eldurinn kom upp en fólk var við vinnu í nærliggjandi húsi og heyrði „dynki“ og sáu eldsúlur standa út umglugga. KOKOS-SISAL TEPPI Verö frá kr. 2.840,- pr. m2 Suöurtandsbfiut 10 Slmi 533 5800 www.simnet.»/*bond Stinningarlyf fyrir 100 milljónir á ári Markaður með stinningarlyfhér á landi hefur nœstum því hundraðfaldast á síðastliðnum áratug. Gríðarleg veltuaukning varð í kringum aldamótin síðustu. Markaður með stinningarlyf velti rúmlega 100 milljónum króna á síð- asta ári samkvæmt tölum frá heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- inu. Gríðarleg veltuaukning átti sér stað með innkomu stinningarlyfja á borð við Viagra og Cialis og óx veltan úr tæpum 30 milljónum árið 1999 upp í tæpar 100 milljónir árið 2003. Talið er að um 40% íslenskra karlmanna finni fyrir ristruflunum af einhverju tagi. Veltan fjórfaldaðist Samkvæmt samantekt skrifstofu lyfjamála hjá heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneyti óx markaður með stinningarlyf gríðarlega á ár- unum 1995 til 2003. Árið 1995 nam heildarvelt á markaðinum aðeins nokkrum milljónum en átta árum Þrjátíu og þriggja ára gamall starfs- maður verktakafyrirtækisins Suð- urverks lét lífið í vinnuslysi við Kárahnjúka um áttaleytið á sunnu- dagskvöldið. Maðurinn var við vinnu sína á gröfu rétt við stíflu- stæði Kárahnjúkavirkjunar þegar slysið átti sér stað. Orsakir þess liggja ekki fyrir en þó er ljóst að grafan sem maðurinn vann á valt þar sem hann vann í malarnámu. Maðurinn var samkvæmt heim- ildum Blaðsins með mikla reynslu af slíkri jarðvegsvinnu. Um klukkan ellefu í gær var haldin bænastund vegna slyssins í Egilsstaðakirkju. Starfsmenn Suður- verks fjölmenntu til bænastundar- innar sem séra Lára G. Oddsdóttir, sóknarprestur á Valþjófsstað, leiddi. Bar hún viðstöddum samúðarkveðju frá m.a. Landsvirkjun og Arnarfelli. Annað slysið á stuttum tíma Þetta er annað slysið á vinnusvæði virkjunarinnar á einni viku, en rúmlega tvítugur starfsmaður Arn- arfells lést síðastliðinn mánudag þegar spenging varð þar sem hann vann við jarðgangagerð. Þetta er hins vegar þriðja banaslysið á vinnusvæðinu frá upphafi, en annar starfsmaður Arnarfells lést fyrir rétt rúmu ári við störf sín við stíflufót virkjunarinnar. Þrátt fyrir þetta segir Oddur Frið- riksson, yfirtrúnaðarmaður á svæð- inu, að öryggismálum sé í dag ekki ábótavant. „Það hefur verið staðið vel að ör- yggismálum hér á svæðinu að und- síðar var veltan orðin rétt tæpar 100 milljónir. Mest varð aukningin frá árinu 1999 til 2002 en þá fjórfaldað- ist veltan á markaðinum. Samkvæmt könnunum finna um 40% íslenskra karlmanna á aldr- inum 45 til 75 ára fyrir ristruflunum af einhverju tagi. Talið er að aðeins 10% þeirra leiti sér aðstoðar vegna vandamálsins. Að sögn Rúnu Hauksdóttur, mark- aðs- og sölustjóra hjá Eli Lilly sem flytur inn Cialis, hefur markaður- inn haldist nokkuð stöðugur undan- farin tvö ár. „Við höfum verið í tvö ár á markaðinum með Cialis. Það voru lengi vel fjögur lyf á markað- inum en núna eru þau þrjú.“ Rúna segir markaðinn með stinningarlyf vera frábrugðinn öðrum lyfjamörk- uðum þar sem neytendur beri í Ákveðið hefur verið að flýta viðbót- arstækkun Norðuráls á Grundar- tanga um eitt ár. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í gær. Landsvirkjun hefur fallist á að veita umframorku tímabundið til að flýta gangsetningu stækkunar- innar og þá er þess einnig vænst að orka verði tiltæk frá Orkuveitu Reykjavíkur. I upphaflegri áætlun var gert ráð þessu tilviki allan kostnað sjálfir. .Þjóðfélagið er ekki að borga neitt heldur eru neytendur að greiða fyrir lyfin sín að fullu.” Aldursbundið vandamál Matthías Halldórsson, aðstoðarland- læknir, segir ristruflanir vera aldurs- fyrir því að lokið yrði við stækkun álversins seinni hluta ársins 2008. Nú er hins vegar miðað við að fram- kvæmdum við stækkunina verði lokið á fjórða ársfjórðungi næsta árs. Álverið hefur hingað til haft um 90 þúsund tonna framleiðslugetu. Með fyrirhuguðum stækkunum í ár og á næsta ári er hins vegar gert ráð fyrir því að framleiðslugeta álvers- ins fari upp í 260 þúsund tonn. bundið vandamál en tengjast einnig ákveðnum sjúkdómum. „Þetta er vandamál sem eykst með aldr- inum og leggst misþungt á menn. Það eru líka sjúkdómar sem valda þessu og þá aðallega sykursýki en einnig er þetta algengt vandamál hjá þeim sem farið hafa í aðgerð á blöðruhálskirtli.“ Matthías segir það ekki hafa verið rannsakað sérstaklega hvort menn misnoti lyfin en bendir á að ristruflanir eigi oft rætur sínar að rekja til andlegra þátta og hægt sé að leysa vandamálið án lyfjagjafar. ,Ég hugsa að læknar gefi lyfið fljótt út ef sjúklingar kvarta yfir þessum vandamálum. Þetta eru að jafnaði ekki hættuleg lyf og þau hjálpa mörgum. Hins vegar er ýmislegt hægt að gera án lyfjanotkunar til að leysa vandamálið því þetta er oft sambland af geðrænum og líkam- legum ástæðum.“ Fáir faglærð- ir á íslandi Hlutfall fagmenntaðra stétta í lyfjabúðum á íslandi er mun lægra en á hinum Norðurlönd- unum. Þetta kemur fram í sam- antekt Lyfjastofnunar þar sem meðal annars menntun starfs- manna lyfjabúða á Islandi árið 2005 er skoðuð. í samantektinni kemur fram að um 47% starfs- fólks í íslenskum lyfjabúðum hefur faglega menntun og 31% þeirra eru lyfjafræðingar. Til samanburðar má nefna að í Sví- þjóð er allt starfsfólk með fag- lega menntun og 77% þeirra eru lyfjafræðingar. Þá kemur einnig fram í saman- tektinni að á Islandi er ein lyfja- búð á hverja 5.200 íbúa en flestir íbúar á lyfjabúð eru í Danmörku, eða 16.800. Kaupa í Danmörku Icelandic Group hefur keypt allt hlutafé í Saltur A/S sem á og rekur tvær saltfiskvinnslur í Danmörku. Þetta kemur fram i tilkynningu Icelandic Group til Kauphallarinnar í gær. Kaup- verðið er um 1,2 milljarðar og verður greitt með hlutabréfum í Icelandic Group. Banaslys við Kárahnjúka Þriðja hanaslysiðfrá þvíframkvœmdir hófust á virkjunarsvœðinu anförnu og segja má að það hafi sér stað. Þetta var bara slys eins og verið fullkomlega eðlilegar vinnuað- slys verða,“ segir Oddur. stæður á svæðinu þar sem slysið átti Flýta stækkun álvers Flugfrakt og sjófrakt ATLANTSSKIP 591 3000 O Helðskfrt (3 Léttskýjað ^ Skýjað £ Alskýjað - / Rlgnlng, lltllsháttar // Rignlng f 1 Súld Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Frankfurt Glasgow Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal New York Orlando Osló París Stokkhólmur Vfn Þórshöfn 20 06 17 08 03 05 07 06 06 01 04 08 21 20 04 08 19 04 11 02 11 03 NgÁ/ / 'l ©+/// • 3 v / / / /// 0*/// 5 , ///yO* ~^<K// 4 •S9. j Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 02 0600 Byggt á uppfýsingum frá Veðurstofu íslands

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.