blaðið - 04.04.2006, Blaðsíða 20
20 I FJÖLSKYLDAN
+
ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2006 blaöiö
Oryggi grunnskólabarna í bílum
I lauslegri könnun sem Árvekni,
Lýðheilsustöð, Slysavarnafélagið
Landsbjörg og Umferðarstofa gerðu
við tvo grunnskóla borgarinnar
haustið 2005 kom í ljós að um 12%
af yngsta hópnum í grunnskóla var
án nokkurs öryggisbúnaðar. Um
9% barnanna voru í barnabílstól og
um 22% voru á bílpúða en alls voru
58% barna í bílbeltum. Þessar niður-
stöður segja okkur að öryggi grunn-
skólabarna í bílum er ekki eins og
vera skildi.
Hvaðer bestfyrir
grunnskólabörnin?
Börn eiga að nota sérstakan búnað
í bílum þangað til þau hafa náð 36
kílóum eða lágmark 12 ára aldri
en þá fyrst geta þau byrjað að nota
einungis bílbelti. Ástæðan fyrir
þessu er sú að fram að 12 ára aldri
eru mjaðmakambar barna sléttir
sem gerir það að verkum að ef barn
er einungis í bilbelti og lendir í
árekstri getur barnið runnið undir
beltið og fengið lífshættulega áverka
á líffærin í kviðarholinu. Það er því
afar mikilvægt að barnið noti barna-
bílstól sem er bakvísandi þar til það
er orðið 25 kg og byrji þá að nota stól
sem snýr fram eða bílpúða með baki.
Þann búnað á barnið að nota þar til
það er orðið 36 kíló.
Bílpúðar
Bílpúðar með baki eru mjög góður
búnaður sem tekur við af barnabíl-
stólum. Þeir bestu eru þannig að
þeir stækka með barninu, það er
að segja, hægt er að hækka höfuð-
púðann þannig að barnið geti notað
bakið lengur. Bílpúðar með baki eru
þannig gerðir að hægt er að taka
bakið frá þegar barnið hefur vaxið
upp fyrir púðann með höfuðið, en
þá er miðað við að eyrnasnepill
sé kominn upp fyrir bakið. Það
sem gerir bílpúða með baki betri
búnað en bílpúða án baks er að ör-
yggisbelti er alltaf á réttum stað á
líkama barnsins. Efri hluti beltis er
þræddur í hak við öxlina og liggur
yfir hana niður á milli geirvarta og
mætir neðri hluta beltis. Neðri hluti
beltis er þræddur í hak við lærin
og liggur yfir þau. Á þennan hátt
er ekki hætta á að bílbeltið liggi á
röngum stað á líkamanum og því
síður hætta á að barnið renni niður
úr beltinu. Bílpúði án baks er ekki
eins góður búnaður því oft er vanda-
mál með að efri hluti beltis liggur
yfir háls barnsins. SHkt gerir það að
verkum að sumir foreldrar og börn
setja beltið aftur fyrir bak eða undir
handleggi en slíkt getur verið lífs-
hættulegt ef barnið lendir í árekstri.
Öryggispúðinn
Mikilvægt er að barn sitji ekki í
framsæti fyrir framan öryggispúða
fyrr en það hefur náð 150 cm hæð.
Því miður er mikið um að börn sem
ekki hafa náð þessari hæð sitji and-
spænis öryggispúða. Öryggispúði
springur út af ofsakrafti og veldur
miklu höggi. Þetta er ekki hættulegt
fyrir fullorðinn einstakling en getur
valdið dauðaslysi hjá barni.
Herdís L. Storgaard,
herdis@lydheilsustod. is
Verkefnastjóri Árvekni
Lýðheilsustöð www. lydheilsustod. is
NLP Námskeið
Neuro - Lingustic - Programming
- Er sjáifstraustið í ólagi?
- Langar þig í betri líðan?
- Finnst þér að fáir skilji þig?
- Er eitthvað í fari þínu sem að þú vilt vinna bug á?
- Finnst þér að öðrum gangi betur í lífinu en þér?
- Gengur illa að klára verkefni sem þú byijar á?
- Finnst þér erfitt að höndla gagnrýni?
Með NLP aðferðum getur þú auðveldlega breytt lífi þínu og skapað þína eigin framtíð.
NLP er notað af fólki um allan heim sem hefur náð frábærum árangri í lífinu
Námskeiðið fer fram helgarnar 28,29,30.apríl og 5,6,7.maí.
Kennt er föstudaga frá kI.18-22 og laugardag og sunnudag frá kI.10-18.
Leiðbeinandi: Kári Eyþórsson MPNLP.
Upplýsingar i síma: 894-2992
Netfang: kari@ckari.com
Nánari upplýsingar um NLP má finna á: www.ckari.com
Niðurstöður könnunar segja okkur að öryggi grunnskólabarna í bílum er ekki eins og vera skildi.
Blaöiö/Frikki
svanhvit@bladid.net
y\*EYF/$fc laN^
er fjölskyldu- og barnvæn líkamsræktarstöð sidan 2003
sími: 577 2555 | Stangarhyl 7 | 110Reykjavík
www.hreyfiland.is | mottaka@hreyfiland.is
Börn taka hesta í fóstur!
Hestamiðstöðin Ishestar í Hafnar-
firði býður upp á mjög skemmtilegt
námskeið fyrir börn en það nefnist
„Hestur í fóstur'. Námskeiðið gengur
út á það að börnin koma í tima,
kemba sínum hesti, leggja síðan
á hann og fara í útreiðartúr. Eftir
túrinn þarf að ganga frá hestinum,
setja sag í stíur og gera það sem þarf
til að hestinum líði vel. Með þessu
fá börnin góða innsýn inn í heim
hestamennskunnar og öðlast mikil-
vægan skilning á að hestamennskan
er ekki bara fólgin í því að hoppa
á hnakkinn og ríða út. Það þarf að
hugsa um öll dýr svo þeim líði vel og
því fylgir vinna.
Leikllölllii
íþróttanámskeið
2 mánaöa - 6 ára
S:517-7900
www.leikhoilin. i6
Með þessu fá börnin góða innsýn inn
í heim hestamennskunnar og öðlast
mikilvægan skilning á að hestamennskan
er ekki bara fólgin í því að hoppa á hnakk-
inn og ríða út.
Sérstakt páskanámskeið
Hestur í fóstur er með vinsælustu
námskeiðum sem Ishestar hafa
boðið upp á enda hefur verið uppselt
á öll námskeiðin frá upphafi. Vegna
fjölda áskorana hefur verið ákveðið
að bjóða upp á sérstakt páskanám-
skeið og hægt er að skrá sig í sima
555-7000. Námskeiðið er bæði fyrir
börn sem eru vön hestum og þau
sem hafa minni reynslu. Þó er ekki
um reiðkennslu að ræða en þátttak-
endur fá vitanlega góða leiðsögn
og eftirfylgd þaulreyndra starfs-
manna. Þetta er því kjörið tækifæri
fyrir börnin að njóta páskafrísins í
skemmtilegri og gefandi útivist.
V^EYF/ LAN^
Við bjóðum upp á fjölbreytta og skemmtilega
leikfimi fyrir mæður og börn.
og
œið byrjar 10.apríl
íorgar aðeins fyrir 8 vikur,
%rstu tvær vikurnar eru friar