blaðið - 04.04.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 04.04.2006, Blaðsíða 24
24 I HEILSA ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2006 blaöið Vertu þinn eigin lœrimeistari Virtur jógakennari segir ástundun hugleiðslu minnka streitu, kvíða ogótta ogauka sœtti, innrifrið og hamingju. Kristbjörg Elín Kristmundsdóttir, jógakennari, hefur æft og kennt kundalini-hugleiðslu síðustu sex ár. Hún segir hér frá því hvað þetta form hugleiðslu gerir fyrir líkama og sál og ræðir einnig lítillega um blómadropa en hún starfrækir blómadropaskóla og verður með helgarnámskeið fyrir verðandi blómadropaþerapista 21.-23. apríl. „Ég kynntist kundalini-hugleiðslu fyrir um sex árum fyrir tilviljun en þá var dr. Paranjoytiar Mahan, læri- meistari (gúrú) frá Indlandi staddur hér á landi. Ég var í raun hvött til að hitta þennan mann og lét til leiðast. Það kom á daginn að fundur okkar varð til góðs og hann kenndi mér að fara lengra inn á mína þroska- braut. Það gerðist eitthvað þegar ég hitti hann og ég skynjaði mikinn kraft frá honum. Með því að horfa í augun á mér gat maðurinn sagt mér hvernig lífi ég hefði lifað og hvaða möguleika ég hefði. Það er skemmst frá því að segja að flest sem hann sagði hefur ræst.“ Allt frá þeim tíma hefur Kristbjörg hlotið þjálfun á Indlandi í að kenna öðrum kundalini-hugleiðslu og er nú kölluð viskukennari og kundal- ini-kennari eða Maingnjana Asriyar. Kristbjörg er hógvær þegar kemur að titlum og segir að henni finnist hún raun aðeins vera nemandi sem leiðbeinir öðrum um það sem hún hefur lært. Hugleiðsla góð leið til slökunar ,Hugleiðslan er mjög góður grunnur og mjög gefandi. Hún hjálpar líkam- anum að slaka á og eflir orkukerfi okkar. Slökunin verður til þess að orkan flæðir betur um orkulíkam- ann og það verður meiri samstilling á milli líkama, hugar og tilfinninga. Þegar orkukerfin eflast minnkar vægi sjúkdóma og því getur hug- leiðslan komið í veg fyrir að við verðum veik.“ Kristbjörg segir kundalini-hug- leiðslu frábært tæki til að leiðrétta orkustíflur og orkuleka. „Ef orkan í okkur er í góðu jafnvægi er allt Polarolje Selolía frá Noregi ~ Þórhanna Guðmundsdóttir Skrifstofumaður hjá SÍBS „Ég hef verið með exem og þurra húð á höndum, eftir að ég fór að taka inn Polarolje er húðin á mér eins og silki. Ég get þv( mælt með Polarolje" Niðurstöður kliniskra rannsókna sem prófessor Arnold Berstad við Haukeland háskólasjúkrahúsið í Noregi framkvæmdi sýna að olfan hefur áhrif á: - ónæmiskerfiö - Gigt - auma og stífa liöi - Sár og exem - Maga- og þarmastarfsemi - Hárvöxt og neglur - Kólestról og blóöþrýsting Fæst í öllum apótekum og heilsubúðum Hollusta í hverjum bita! Kristbjörg Elín Kristmundsdóttir, jógakennari, kynntist kundalini-hugleiðslu fyrir um sex árum fyrir tilviljun Blalll/SteinarHugl annað í góðu jafnvægi og vægi sjúk- dóma verður til að mynda minna hjá þeim sem hugleiða reglulega. Hug- leiðslan hefur einnig áhrif á tilfinn- ingar okkar þannig að maður hættir að samsama sig erfiðum tilfinn- ingum og gefur jákvæðum tilfinn- ingum aukið vægi. Með ástundun hugleiðslu minnkar sjálfsgagnrýni okkar, sjálfsfyrirlitning og sjálfseyð- ingarhvöt og við förum að gera það sem eflir okkur og styrkir." Kristbjörg segir að kundalini-hug- leiðsla hafi hjálpað sér að sjá hlutina í víðara samhengi og að nú búi hún yfir innri friði, gleði og sætti í meira mæli en hún hefur fundið fyrir áður. „Ég hef aldrei verið jafn hamingju- söm og nú og það þarf engar utanað- komandi ástæður til að gera með glaða. Hamingjan kemur innan frá og meðþví að hug- leiða tvisvar á dag held ég mér á ynd- islegumstað.Ham- ingjahefurekkert að gera með ytra umhverfi eins og svo oft er reynt markmiðum kundalini-hugleiðsl- unnar er að hjálpa okkur að skilja hvernig við sköpum okkar líf með hugsunum okkar, tilfinningum og athöfnum. Þeir sem stunda hugleiðslu reglu- lega finna margbreytilegan vöxt í lífi sínu og líður mun betur en áður. Hugleiðslan gefur frið og ró og er góð lausn í streitusamfélaginu sem við búum í. Ytri aðstæður verða þeim sem stunda hugleiðslu mun auðveld- ari og þeir eiga auðveldara með að takast á við hlutina og finna leiðir út úr gömlum vanamynstrum sem hindra vöxt og andlegt frelsi. Hug- leiðslan hjálpar okkur ennfremur til að bregðast við erfiðum aðstæðum á uppbyggilegan og jákvæðan hátt. telja okkur hvað að trú um heldur er hamingjan hugarástand. Neyslusamfélagið er t.d. ekki aðeins að fara með fjárhag okkar heldur einnig andlega líðan.“ Kristbjörg segir það mikilvægt að þakka fyrir það sem við höfum nú þegar og að það sé val að vera sáttur við sjálfan sig og lífið. Hugleiðsla byggir á æva- gömlumgrunni Kristbjörg segir að kundalini-hug- leiðsla sé ævagömul tækni þar sem unnið er með lífsorkuna sem býr innra með okkur öllum. Upphaflega var hún kennd lærifeðrum sem voru andlegir leitogar og unnu með aðra einstaklinga. „Vitundarástand mannsins í dag hefur breyst mikið og mannkyninu farið mikið fram. Með vitundarvíkk- uninni er hver og einn orðinn sinn eigin lærimeistari og ber ábyrgð á sínum eigin líkama, tilfinningum, hugsunum og andlegri leið. Eitt af 99..................................... Ég hefaldrei verið jafn hamingjusöm og nú og það þarfengar utanaðkomandi ástæður til að gera mig glaða. Hamingjan kemur innan frá og með því að hugleiða tvisvar á dag held ég mér á yndislegum stað. Hamingja hefur ekkert að gera með ytra umhverfi eins og svo oft er reynt að telja okkur trú um heldur er hamingjan hugarástand Hugleiðsla eflir sjötta skilningarvitið Kristbjörg segir hugleiðsluna efla sjötta skilningarvitið sem er inn- sæið okkar og með eflingu þess eigi fólk auðveldara með að sjá hvað er rétt að gera þó svo rökhugurinn sé ekki alltaf sammála. Með öðrum orðum hjálpar hugleiðslan okkur að taka réttar ákvarðanir og að sjá víð- ara samhengi hlutanna. „Við ástundun hugleiðslu eykst einnig einbeiting okkar og vinnan verður markvissari. 1 hugleiðslu- kennslu nota ég mikið setninguna: „finndu hver þú ert“. En um leið og maður kemst nærri því að lifa það sem maður raunverulega er þá veit maður betur hvað maður vill og bregst við að- stæðum í sam- ................... ræmi við það. Við gerum betur grein- armun á vilja sálarinnar og vilja egósins og vitum þá betur hvað við viljum gera við líf okkar og er raun- Með hugleiðslu verður fólk skýrara i hugsun og sér betur möguleikana sem eru í aðstæðunum.“ Blómadropar blandaðir fyrir hvern og einn Kristbjörg starfrækir blómadropa- skóla og segir hún blómadropana vinna líkt og hugleiðslan en hafi sér- hæfðari virkni. „Blómadropar eru kraftur náttúrunnar. Þeir eru kund- alini-kraftur jurtanna og eru frábær leið til að leiðrétta hindranir í orku- kerfi okkar. Þegar við tökum inn blómadropa leiðréttast orkukerfin, stiflur losna og við hættum að leka orkunni. Þeir geta hjálpað fólki að stíga út úr svartsýni og vonleysi og aðstoða við að halda því á jákvæðu nótunum og sjá ný tækifæri opn- ast þar sem áður virtist blindgata. Blómadroparnir miðast meira við persónulegar þarfir hvérs og eins.“ verulega gott fyrir okkur og okkar nánustu.“ Kristbjörg byrjar daginn á hug- leiðslu þar sem hún hugleiðir í 15 til 45 mínútur í senn. „Ég fer líka með bænirnar minar fyrir hugleiðsluna. í bænum mínum bið ég um hjálp til að rækta hið góða í mér og sjá fegurðina, gleðina og ljósið í öllu. I bæninni er ég meira að tala við æðri mátt en í hugleiðslunni hlusta ég á það sem hún/hann hefur að segja og tek á móti henni/honum. I kundalini-hugleiðslunni erum við að vinna með frumkraftinn sem býr í okkur og öllum alheiminum. Hugleiðslan eykur frumkraftinn og gerir okkur kleift að taka á móti enn meiri lífsorku, gleði og hamingju." Þess má geta að Kristbjörg fer af stað með nýtt hugleiðslunámskeið 19. apríl. hugrun@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.