blaðið - 04.04.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 04.04.2006, Blaðsíða 14
14 I ÁLIT ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2006 blaðið blaðið____ Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: ÁsgeirSverrisson. Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. STÆRSTA MÁLIÐ EKKI RÆTT? Fagna ber þeirri viðleitni Ólafs F. Magnússonar að koma framtíð Reykjavíkurflugvallar og innanlandsflugs á dagskrá fyrir borg- arstjórnarkosningarnar í vor. Framtíð og möguleg nýting þessa svæðis er mikilvægasta úrlausnarefni stjórnmálanna í Reykjavík. Því hlýtur jafnframt að valda vonbrigðum að litlar líkur sýnast á að tekist verði á um þetta réttnefnda stórmál í kosningunum í næsta mánuði. Ólafur F. Magnússon, leiðtogi Frjálslynda flokksins í höfuðborginni, segir í viðtali við Blaðið í gær, mánudag, að hann vilji leggja sitt af mörkum til að mál þetta fái efnislega umræðu í kosningabaráttunni. Stefna Frjálslynda flokksins í máli þessu er skýr. Ólafur F. Magnússon segir að það myndi reynast hið mesta glapræði að leggja niður Reykja- víkurflugvöll og flytja innanlandsflugið t.a.m. til Keflavíkur. Borgar- fulltrúinn leggur fram margvísleg rök máli sínu til stuðnings. Þau eru misgóð en málflutningurinn er skýr og lofsvert er að stjórnmálamenn tali á þann veg. Víst er að verulegur stuðningur er við afstöðu Ólafs F. Magnússonar. Fróðlegt verður að sjá hvort flokknum tekst að nýta sér þessa sérstöðu í kosningabaráttunni. Framsóknarmenn tala fyrir því að núverandi Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður og tekinn undir byggð en nýr völlur verði lagður í Skerjafirði. Vinstrihreyfingin grænt framboð er, eftir því sem næst verður komist, fylgjandi því að nýr völlur verði lagður á Hólmsheiði. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking, langstærstu flokkarnir, forðast að taka skýra afstöðu í málinu. Leiðtogar beggja flokka hafa lýst sig fylgj- andi því að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður. Báðir hafa þeir Dagur B. Eggertsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson jafnframt lýst yfir því að þeir séu fylgjandi því að tveir flugvellir verði reknir á suðvest- urhorninu. Þeir eru því þeirrar hyggju að leggja eigi nýjan flugvöll en vilja ekki upplýsa hvar. Samráðshópur um framtíð innanlandsflugs á höfuðborgarsvæðinu er nú starfræktur og hann mun veita stjórnmálamönnum kærkomið skjól fram til kosninga. Svo heppilega vill til að hópurinn mun ekki skila niðurstöðu fyrr en um mitt sumar þegar borgarstjórnarkosning- arnar verða afstaðnar. Þetta er afleit aðferðafræði en þjónar sinum til- gangi þótt ekki verði hún til að auðvelda kjósendum valið. Til þessa hóps og væntanlegrar niðurstöðu hans munu stjórnmálamenn vísa í kosningabaráttunni. Kjósendur eiga rétt á skýrum svörum og furðu vekur að leiðtogar stærstu flokkanna í höfuðborginni skuli forðast að veita þau. Óskandi er því að Ólafur F. Magnússon megni að koma málinu á dagskrá. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Simbréf á fréttadeild: 510.3701. Simbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: Islandspóstur. Auglýsendur, upplýsingar veita: Kolbrún Ragnarsdóttir • Simi 510 3722 • Gsm 848 0231 • kolla@bladid.net Ellert Ágúst Pálsson • Simi 510 3746 • Gsm 869 9903 • elli@bladid.net Bjami Danielsson * Sími 510 3725 • Gsm 856 4299 • bjarni@bladid.net MER FiWNST óSMiMMKtfr AÞ ■b«R&ER.tilR KflTRfN VfLJr ÉS B0R6Í WFFSKATT TN FÚ EKJCi ^ /m*- Ó-NEFNOJJ^ Uglauna^ - ómRJDVR ATHAFnAN\A Á ÁimBÍSAL^Í RÍFANtí FJÁMAGNSTLKáDi? S€N\ M'SS'lR ALþ'RE l Af LEIÍ)ARLJ6SÍ OG Lí>ST. Jm- ■ —hfft ií^k3'H '1$ Þriðjungur þjóðar með fram- sóknarhjarta en ekki Halldór! ,Þú skalt snúast Jörundur," sagði Jónas og bætti við eftir andartaksþögn. „En snúast hægt.“ Þetta er gömul munn- mælasaga - og kannski til einhvers staðar á prenti, af því hvernig Jör- undur Brynjólfsson, þá þingmaður Reykvískra verkamanna, varð farsæll leiðtogi Framsóknarmanna í Árnes- þingi. Gömul saga og ný að stjórn- málaskörungar hafa haft leyfi til að skipta um skoðun og verða sumir menn að meiri við það. Og getur gerst skyndilega þrátt fyrir þau hollráð Jón- asar í sögunni að snúast hægt. Hann vildi enda ekki að Jörundur snérist of langt! Hitt er meira til efs hvort stjórn- málaflokkar geti gert eins. Þó er það al- þekkt úr sögu bæði okkar og annarra þjóða að stjórnmálaflokkar þróast og breytast. Ef borin er saman stefna sama flokks með ío ára árabili sjáum við afstöðumun, jafnvel kúvendingu ( einstaka máli. En þetta verður að ger- ast afar hægt. Misheppnuð umbreyting Ég hef áður vikið að því í pistli hér í Blaðinu að Halldór Ásgrímsson hafi reyntaðbreytaFramsóknarflokknum frá þvi að vera þjóðernisrómantískur bændaflokkur yfir í borgaralegan Evr- ópuflokk. En hefur gengið illa - svo illa að óvíst er að flokkurinn lifi til- raunina af. Nú er Halldór Ásgrímsson mætur maður og vammlaus í því að hann er trúr sínum hugsjónum. Hugmynd hans er við fyrstu sýn alls ekki galin og í nokkru samræmi við breytingar sem mér er sagt að hafi orðið vart í miðjuflokkum í Skandinavíu. I stað þess að staðna i málstað minnkandi bændastéttar og landsbyggðarfólks sem einnig fer ört vaxandi reyna þessir flokkar að teygja sig á móts við sjónarmið sem eiga hljómgrunn meðal vaxandi fjölda í borg. Og Bjarni Haröarson hvernig stendur á því að þetta gengur ekki hér á tslandi sem gengið hefur prýðilega annars staðar? I fyrsta lagi ef til vill vegna þess að flokkar þróast en það getur enginn handstýrt slíkri þróun. Þar liggja stærstu mistök Halldórs. Flokkur skiptir ekki snögglega um skoðun og síst þegar aðeins lítill minnihluta- hópur innan hans óskar þess. Og í öðru lagi þá getur flokkur ekki sveiflast milli öndverðra póla eins og ekkert sé. Jónas sagði Jörundi að snú- ast hægt. Flokkar þurfa, ef þeir vilja vera að snúa sér á annað borð, að snúast enn hægar og fara skemur. Til- fellið er að sú stefna sem Halldór Ás- grimsson hefur reynt að þröngva upp á flokkinn er jafn fjarri hinni gamal- grónu Framsóknarstefnu sem frekast getur verið. Eins og stjórnmál á Vest- urlöndum hafa þróast næstliðna ára- tugi eru andstæðupólar pólitikur ekki milli hægri og vinstri lengur heldur milli einhvers konar þjóðlegrar miðju- stefnu annars vegar og skefjalausrar alþjóðahyggju hins vegar. Miðað við gamla og úrelta hægri - vinstri kvarð- ann er Halldór kannski Framsóknar- maður en miðað við þau málefni og hagsmuni sem standa næst nútíma landsbyggðarfólki og bændastéft, ( reynd alger andstæðingur flokksins sem hann leiðir. Þjóðin er þjóðleg I þriðja lagi, og það skiptir miklu í þessum efnum, þá er einhvers konar fráhvarf Framsóknarflokksins frá landsbyggðarstefnunni fráleitt tíma- bær á lslandi. Islensk þjóð stendur mun nær sínum sveitauppruna heldur en flest ef ekki öll önnur riki Vesturlanda. Þar skiptir sagan mestu en hér varð iðnbyltingin fyrir aðeins mannsaldri síðan. Fámenni þjóðar- innar og sterkar menningarætur ráða einnig miklu. Þó svo að bændum fari fækkandi á málstaður sveitanna ennþá öfluga talsmenn í hverjum stigagangi í Breiðholti og Lindahverfi. Góður þriðjungur kjósenda landsins eru enn Framsóknarmenn í hjarta sínu - en Halldór nær ekki til þeirra. Höfundur er ritstjóri Sunnlenska fréttablaðsins. Klippt & skorið Klippari les sér til armæðu f Frétta- blaðinu, að Guð- mundur Andri Thorsson skrífaði sinn sfðasta pistil á leiðarasíðu blaðsins í gær. Sem er miður, því að öðmm ólö- stuðum er Andri sjálfsagt mesti stflistinn af þeim, sem skrifa þess háttar greinar í blöðin. Um leið hefúrhann lágtsig eftir því að skrifa um eitthvað, sem máli skiptir, en ekki bara um daginn og veg- Inn eða almennt hjal um fullkomlega óumdeild mál, eins og hendir suma þegar andleysið þjakar þá. Klippari hefurekki alltaf verið sammála Guð- mundi Andra um einstök mál, en það erallt í lagi því Guðmundur Andri hefur ekki heldur alltaf verið sammála sjálfum sér og þorað að skipta um skoðun ef svo ber undir. Það er jafnvirðingarvert og það er fágætt í opinberri umræðu á (slandi. Pað er víðar en á íslandi þar sem mönnum þykir sinn fugl fagur, en heilkennið „Best í heimi" virðist hafa grafið ákafar um sig en nokkru sinni fyrr hér á skeri þessi misserin. (Sovétríkjunum sálugu var þannig sögð gamansaga af því þegar eiginkona stjórnmálaráðsmannsins V. fvanov komst að því að kauði héldi við ballerínu í Bolshoi. Gröm í bragði dró hún bóndann í ballettinn og sett- ist heldur betur þegjandaleg í stúkuna. Við fjörlega tóna Tsjaíkovskíjs steig undurfrfð og fótnett ballerína á sviðið og frú (vanova hvæsti á manninn: „Er þetta hún?" Nei, svaraði ráðherr- ann og útskýrði að þetta væri hjákona Fiskovs, sjávarútvegsráðherra. Þá steig önnur ballerfna á stokk og frú ívanova spurði aftur, en ráðherr- ann svaraði að þar færi frilla Traktoríevs, iðnað- arráðherra. Þegar þriðja ballerínan sveif inn á sviðið þurfti ráðherrann loks að játa að hún væri klipptogskorid@vbl.is ástkona sín. Frú ívanova Ijómaði í framan, hall- aði sér aftur í sætið og sagði með velþóknun: „Okkarer best!" Sagan af frú Ivanovu rifjaðist upp við lestur blaðanna af sinueldum á próvinsunni. Þrátt fyrir að Surtarlogar hafi skilið eftir sig sviðna jörð hefur fréttaflutningurinn einkennst af spennu fremur en harmi. Hefur nánast gætt stolts yfir þvf, að þó (slendingar eigi ekki skóga - svo heitið geti - séu hér þó skógareldar, svona allt að því. Hátindi (í eiginlegri sem óeiginlegri merkingu) náði þetta á forsíðu Morgunblaðsins, þegar birt var gervihnattarmynd af (slandi og upplýst að reykurinn af sinueldunum sæist greiniiega utan úr geimnum. Okkar sést stað!

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.