blaðið - 04.04.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 04.04.2006, Blaðsíða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2006 : blaAÍÖ Bush á ættir að rekja til Svíþjóðar H+H ©1 Tveir Skandinavar og (tali: George Bush, forseti Bandaríkjanna og Göran Person, forsætisráðherra Svíþjóðar, ásamt ítalska stjórnmálamanninum Romano Prodi. mbl.is | George W. Bush, Bandaríkja- forseti, á ættir að rekja til frænda okkar Svía, að því er sænska dag- blaðið Svenska Dagbladet hefur eftir sænskum ættfræðingi í Bandaríkjunum. Ættfræðingarnir ráku ættir Bush aftur um tíu ættliði, aftur til Maans Andersson sem uppi var á 17. öld. And- ersson sigldi frá Gautaborg í október 1639 °g nam land í Delaware, nánar tiltekið innflytjendanýlendunni Nýju-Svíþjóð . Rannsóknin var gerð á vegum félagsins Swedish Colonial Society, sem safnar söguheimildum um veru Svía og Finna og uppruna í Bandaríkjunum. „George W. Bush og fjölskylda hans hafa mikinn áhuga á þessari rannsókn. Hún sýnir elstu rætur þeirra í Evrópu,“ segir ættfræðing- urinn David Emmi á dögunum í við- tali við sænska blaðið. Ert þú einn afþeim sem áttstafræna upptökuvél og langar til aÖ læra að vinna efniÖ og gera það sem sölumaöurinn sagði aÖ hægt væri að gera? Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á undirstöðuatriðum myndbandsgerðar allt frá því að breyta hugmynd í handrit og fínpússa myndbönd með ýmsum effektum. Nemendur verða að hafa góða almenna tölvukunnáttu og æskilegt er að nemendur eigi eða hafi aðgang að stafrænni tökuvél. Kennt er á Premiere klippiforritið frá Adobe sem er eitt visælasta forritið á markaðnum í dag. - stníræn klippning og eftirvinnsln GRUNNNAM I M YNDBANDAVINNSLU • Kvöldnámskeið Mánudaga og miðvikudaga 18-22 Byrjar 19. apríl og lýkur 10. maí. UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING í SÍMA : ntV.ÍS = 544 4500 OG Á NTV.IS Portia Simpson Miller. Kona verður forsætis- ráðherra Jamaíku Portia Simpson Miller, nýrforscetisráðherra Jamaíku, þarf ekki að óttast verkefnaskort. Morðalda ríður nú yfir landið, atvinnuleysið er mikið og menntakerfið í rúst. Portia Simpson Miller hefur svarið embættiseið forsætisráðherra Ja- maíku, fyrst kvenna í sögu landsins. Fjölmargir leiðtogar komu víða að úr heiminum til athafnarinnar sem fram fór í höfuðborginni, Kingston. Simpson Miller, sem er sextug, tók við embættinu af PJ Patterson sem verið hafði forsætisráðherra í 14 ár. Nýi forsætisráðherrann hefur hvatt landsmenn til að hætta að hafa áhyggjur af kynferði hennar. Þjóðin þurfi að sameinast um að leita lausna á þeim margvíslegu vandamálum sem hana þjaka. Þar SlflL HITABLÁSARAR Hágæða rafmagns- og steinolíublásarar Margar stærðir og gerðir - hagstætt verð MURBÚÐIN Kletfhálsi 7-110 Reykjavík v Sími 544 5470 ■ www.murbudin.is y ber hæst gífurlegur fjöldi glæpa. Simpson Miller var kjörin for- maður Þjóðarflokksins í atkvæða- greiðslu en hún bar naumlega sig- urorð af ráðherra öryggismála og tveimur öðrum frambjóðendum. Hún nýtur verulegra vinsælda á Jamaíku og hefur verið einn þekkt- asti stjórnmálamaður eyjarinnar frá því á áttunda áratugnum. Simpson Miller er af fátæku foreldri komin en vann sig upp innan Þjóðarflokks- ins. Hún þykir geysilega ákveðin og tundurþráður hennar er sagður stuttur. Hún þykir ná sérlega vel til alþýðu manna, einkum kvenna og hinna fátæku. PJ Patterson naut einnig gríðar- legra vinsælda á Jamaíku. Hann leiddi flokk sinn til sigurs í þrennum kosningum en þá tók að halla undan fæti. Hann yfirgefur nú embættið trausti rúinn sökum ásakana um spillingu. Simpson Miller bíður ærinn starfi og erfiður. Glæpatíðni hefur aukist til mikilla muna. Fleiri morð eru nú framin en nokkru sinni fyrr í sögu landsins. Atvinnuleysið er gífurlegt og menntakerfið er í rúst. Stjórnarandstaðan segir Simpson Miller að hafi ekkert nýtt fram að færa. Sumir innan Þjóðarflokksins eru sama sinnis. KD Knight, utanrikisráðherra, dró mjög í efa að hún reyndist fær um að sinna þessu embætti áður en hann sagði af sér. Þinglcosningar fara fram á Ja- maíku á næsta ári. Fékk 10 ára fangelsisdóm fyrir aðild að al-Qaida mbl.is | Spænskur dómstóll hefur dæmt Alsírbúann Ahmed Brahim í tíu ára fangelsi fyrir aðild að hryðju- verkasamtökunum al-Qaida og fyrir að ætla að setja upp vefsvæði til að koma á framfæri upplýsingum um samtökin. Ahmed Brahim var handtekinn i apríl 2002 í Sant Joan Despi, sem er ekki langt frá Barcelona á. Fann lögregla hugbúnað og tölvubúnað sem metinn er á rúmar 40 þúsund evrur, eða um 3,5 milljónir króna á heimili hans. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu á Brahim að hafa rætt áform sín um vefsíðugerð á fundum með al-Qaida liðum á Spáni. Meðal ann- ars við Mamdouh Mahmud Salim sem er nú í bandarísku fangelsi þar sem hann bíður réttarhalda fyrir að- ild að sprengjutilræðum árið 1998 á sendiráð Bandaríkjanna í Kenýa og Tansaníu. Á þriðja hundrað manns féllu í tilræðunum. Þiggið mútur, en dæmið rétt Fanny Amun, starfandi aðal- ritari nígeríska knattspyrnu- sambandsins, lýsti því yfir á föstudag að knattspyrnu- FannyAmun dómarar ættu að þiggja mútur, standi þær þeim til boða. Hann segir hins vegar að dóm- arar eigi ekki að láta þær hafa áhrif á hvernig þeir dæma leiki. Amun sagði á fundi nígeríska knattspyrnu- sambandsins í síðustu viku að mútur til dómara væru í sjálfu sér ekki helsta vandamál nígerískar knatt- spyrnu heldur fælist vandamálið í því að dómarar láta múturnar hafa áhrif á dómgreind sína. Samtök níg- erískra knattspyrnudómara hafa mótmælt ummælum Amun. McCain tekur ákvörðun um fram- boð á næsta ári John McCain, þing- maður repúblikana, lýsti því yfir í banda- rískum fjölmiðlum um helgina að hann taki endanlega ákvörðun á næsta ári um hvort að hann muni gefa kost á sér í næstu forsetakosningum. McCain gaf kost á sér í forvali repúblikana- flokksins fyrir kosningarnar árið 2000 en laut í lægra haldi fyrir Ge- orge Bush, núverandi forseta. Líklegt þykir að John McCain þurfi að etja kappi við Rudolph Giuli- ani, fyrrum borgarstjóra New York, um tilnefningu flokksins. Giuliani hefur þó ekki enn tekið ákvörðun um framboð. John McCain Át heilaga kú mbl.is | Dómstóll í Nepal hefur dæmt konu til tólf ára fangelsisvistar fyrir að slátra og leggja sér til munns kú. Kýr eru álitnar heilagar í Nepal auk þess sem þær eru þjóðartákn landsins. Konan, sem heitir Kripa Bhoteni, er fimmtug og var hand- tekin eftir að þurrkað kjöt fannst á heimili hennar. Karlmanns, sem er grunaður um aðild að málinu, er nú leitað af lögreglu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.