blaðið - 04.04.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 04.04.2006, Blaðsíða 22
22 I VIÐTAL ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2006 blaöið Okkur vantar fleiri stjörnur Brynja Björk um slúðurfréttir ogfrœgð Á sex mánaða ferli sínum sem blaðamaður og sjónvarpskona hefur Brynja Björk Garðarsdóttir vakið töluverða athygli bæði fyrir skrif sín í slúðurblöð, en á sama tíma hefur hún sjálf verið umfjöll- unarefni þessara sömu blaða. Margrét Hugrún Gústavsdóttir hitti þessa ungu fjölmiðlakonu á kaffihúsi í Smáralindinni. Brynja vakti fyrst athygli þegar hún var klædd afar stuttu pilsi á forsíðu tímaritsins Sirkus. Fyrirsögn grein- arinnar var: „Ég er algjör hnakkam- ella“. Ég spurði hana út í þetta viðtal og þessa djörfu fyrirsögn. „Þetta var einhver einkahúmor sem gekk aðeins of langt," segir Brynja Björk og heldur áfram. „Þetta var ekkert sem ég sagði beint i við- talinu. Fyrir utan það vissi ég ekki að viðtalið ætti að fara á forsíðu, ég bjóst bara við einhverri lítilli grein í einum dálki. Ætli það megi ekki bara segja að ég hafi verið ung og óreynd og ég vissi ekki betur.“ Hafði þetta viðtal mikil áhrif á líf þitt? „Já, auðvitað hafði þetta áhrif. Ég lít samt bara á þetta sem brandara í dag þó að það sé leiðinlegt að sumir hafi þessa mynd af mér eftir viðtalið. Ég held þó að fleiri viti hver Brynja Björk er út af sjónvarpsþættinum sem ég er með á Sirkus. Aðalmálið er kannski að ég áttaði mig ekki á því að þetta viðtal yrði svona stórt. Við vinkonurnar fórum saman í spjall sem við héldum að yrði hálfgert grín, svo kom bara annað á daginn." Það er nokkuð athyglisvert að skömmu eftir að þetta umrædda viðtal birtist við Brynju var henni boðið starf sem blaðamaður hjá DV. Ég spurði hana hvort þessi reynsla hefði kennt henni einhverja lexíu við blaðamannastörfin. „Ég tileinka mér ekki þessar vinnu- Blalit/SteinarHugi „Mér finnst skemmtilegast að taka viðtöl við áhugavert fólk. Fólk sem hefur orðið fyrir áhugaverðum lífsreynslum," segir Brynja Björk. aðferðir, það má segja það. Blaða- menn eru eins misjafnir og þeir eru margir og þó að það sé ákveðin rit- stjórnarstefna í gangi þá eru vinnu- brögð misjöfn. Mínar vinnureglur byggjast kannski fyrst og fremst á því að ég tek allt upp og ef viðmæl- andi minn krefst þess að lesa yfir viðtalið, þá er það alltaf sjálfsagt mál. Ég reyni líka að hafa það ofarlega í huga að aðgát skal höfð í nærveru sálar og ég reyni ekki að draga upp ýktar myndir af fólki. Ég hef bara staðreyndirnar á hreinu og leyfi svo persónunni að tala. Þannig má kannski segja að þessi óþægilega að- staða hafi kennt mér hvernig best er að haga vinnubrögðum sínum við blaðamennsku." Hvernig fannst þér að hefja svo skömmu stðar störf sem blaðamaður hjá sama útgefanda? „Jú, það var mjög undarlegt. Þetta gerðist eiginlega þannig að ég fór að ræða við þáverandi ritstjóra DV varð- andi þessa grein. Svo þegar við byrj- uðum að spjalla þá spurði hann hvað mig langaði að gera í lífinu. Ég svar- aði honum samviskusamlega og þá bauð hann mér einfaldlega vinnu!“ Hvaðfinnstþér um slúður almennt? „Það er nauðsynlegt upp að vissu marki. Fólk vill lesa um annað fólk og sækir i fréttir af því, en vissu- lega er alltaf hægt að ganga of langt. Blöðin vinna alltaf innan ákveðinna ramma þó sum gangi lengra en önnur. Ég myndi til dæmis halda að Séð og heyrt hafi tamið sér meiri nær- gætni heldur en Hér og nú. Það blað hefur til dæmis aldrei, á tíu ára ferli, fengið á sig kæru.“ Er slúður ekki neikvcett í eðli sínu? „Það getur bæði verið neikvætt og já- kvætt. Það er til dæmis slúður í sjálfu sér að einhver fræg kona eigi von á barni en á sama tíma eru það gleði- fréttir. Fréttir af slíku þurfa til að mynda ekki að vera neikvæðar. Eins og áður sagði þá sækir fólk i svona lestur. Ef þessi blöð sem eru núna að sinna þessum markaði væru lögð niður þá myndu samstundis spretta upp sams konar blöð sem fullnægja þessari þörf.“ Hvernig viðtölfinnst þér skemmtileg- ast að taka? „Mér finnst skemmtilegast að taka viðtöl við áhugavert fólk. Fólk sem hefur orðið fyrir áhugaverðum lífs- reynslum eða gert eitthvað athyglis- vert. Mér finnst svo gaman að deila með fólki einhverju áhugaverðu sem verður á vegi mínum. Ætli það sé ekki þess vegna sem ég er að vinna á þessum blöðum, þetta starf gefur manni tækifæri til að segja frá lífinu í landinu." í dag byrjar Brynja að starfa hjá Séð og heyrt, en undanfarið hefur hún unnið hjá samkeppnisaðilanum Hér og nú. Brynja segist hlakka til að hefja störf á nýja staðnum enda mörg tækifærin innan Fróða sem gefur út flest tímarit landsins. Er ekki hœgt að segja að Séð og heyrt hafi fengið á sig geislabauginn þegar Hér og nú steig fram og gekk aðeins lengra ífréttamennskunni? „Séð og heyrt er bara að reyna að gera lífið skemmtilegra eins og slag- Vilt þú ________endurnyia húsbílinn? Gerir þú miklar kröfur? Útvegum fyrsta flokks húsbíla og hjólhýsi af öllum stærðum og árgerðum beint frá Þýskalandi. Allt eftir þínum óskum. Gott verð - pottþétt þjónusta Tom Tychsen Skútahraun 2 Sími 517 9350 Fax 517 9351 Gsm 821 9350 220 Hafnarfirði i tom@husbilagalleri.is orðið segir. Markmiðið hefur aldrei verið að koma neinum í bobba og öfugt við Hér og nú þá er ekki litið á ákveðna hluti sem fréttir. Þó vil ég taka það fram að fólkið sem starfar á Hér og nú er allt afbragðs einstak- lingar sem og blaðamenn og ekkert út á þá að setja. Þeir eiga eftir að ná langt í því sem þeir taka sér fyrir hendur, hvað sem það verður. Að auki er búið að setja þar nýja ritstjórn og ritstjórnarstefnu sem er kannski ekki eins óvægin og sú fyrri.” Hvenœr verður tiltölulega ómerkilegt atvik í lífi einhverrar manneskju að frétt? „Það verður að frétt um leið og við- komandi aðili er þekktur. Fólk sem er þekkt í þjóðfélaginu getur komið sér öðruvísi í vandræði en aðrir. Þannig má segja að það þurfi að gæta sín meira.“ Nú erum við mjög fámennt samfélag. Hvar dregur maður mörkin? „Það getur oft verið mjög erfitt. Við erum fámenn en samt erum við svo stór, viljum líta svo stórt á okkur, vera samkeppnishæf á öllum sviðum. Ég held að þetta sé bara hluti af því. Það eru ótrúlega margir frægir á ís- landi miðað við höfðatölu. Mjög stór prósenta landsmanna er frægt fólk miðað við það sem gengur og gerist annars staðar. Fræg innan gæsa- lappa. Fólk verður stundum mjög frægt fyrir ekki neitt.“ Nú má segja að þú sért eiginlega báðum megin við borðið. Þú ert sjálf umfjöllunarefni þessara blaða og á sama tíma ertu aðstarfa fyrirþau. Ný- legt dœmi er t.d.frétt um ástirykkar Ásgeirs Kolbeinssonar í Séð og heyrt? „Þetta var einhver stór misskiln- ingur,“ segir Brynja og skellir upp úr. „Við Ásgeir erum ekkert nema góðir vinir og vinnufélagar. Hann er frábær maður sem ég hef lært mikið af. Það er ekkert annað í gangi á milli okkar. Ég hugsa nú samt að ég verði ekkert meira í Séð og heyrt. Það gengur ekki að það sé verið að fjalla um mann- eskju sem er að vinna á ritstjórninni. Ég vona um leið að strákarnir hjá Hér og nú muni skrifa fallega um mig í framtíðinni." Þú segir að frœgtfólk verði að passa sig meira en aðrir? „Já, og ég geri það núna sjálf. Það er t.d. stór munur á því hvernig ég fer út að skemmta mér og svo gæti ég mín á því hvað ég segi fólki um einkalíf mitt. Þetta er svolítið erfitt en samt er þetta bara fylgifiskur frægðarinnar. Ef ég eignast t.d. kærasta þá þarf ég kannski að passa mig á því að kyssa hann ekki á almannafæri. Þetta er ósanngjarnt gagnvart hinum aðil- anum en maður verður bara að gæta sín ef maður vill ekki verða að frétt,“ segir fjölmiðlaprinsessan Brynja Björk Garðarsdóttir að lokum. margret@bladid.net SOLUSYNING A HAGÆÐA HANDGERÐU KINVERSKU POSTULINI Úti- eða inniblómapottar myndir - lampar vasar - skálar og fleira Thin as paper Sound like a chime White like jade Bright as mirror Einstakt tækifæri til þess að eignast kínverska listmuni beint frá framleiðendum Grípið tækifærið Aukasýning 20-40% afsláttur Hlíðasmári 15 Kópavogi Sími 895 8966 Opið alla daga frá kl. 9-22 OMISSANDI FENG SHUI FLÆÐI...SKAPAR FALLEGT UMHVERFI

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.