blaðið - 04.04.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 04.04.2006, Blaðsíða 18
18 I FJÖLSKYLDAN ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2006 blaöiö ^4 4)b*\J£A' BARNAVÖRUVHRSLUN - GLÆSIBÆ slmi 553 3366 - vwwoo.is Ungapóstur á ungi.is Nýverið var opnuð vefsíðan www. ungi.is sem er nýr upplýsingarvefur fyrir verðandi foreldra. Vefurinn er heildstaeð upplýsingaveita og er þar hægt að finna adlt sem verðandi foreldrar þurfa að vita um meðgöngu, nafnaval, öryggi á heimilinu og fleira sem tengist komu barns í heiminn. Á vefnum er til að mynda svokölluð nafna- vél sem gefur foreldrum þann kost að leita að nöfnum, máta saman mismunandi skírnar- og millinöfn og sjá hvort ákveðin nöfn hafi verið vinsæl síðustu ár. Myndir af fóstri Á vefnum er áhugaverð nýjung en þar stendur foreldrum til boða að skrá sig og fá sendan póst í hverri viku meðgöngunnar með lýsingu á hvað sé að gerast 1 maganum, hvernig fóstrið muni þroskast þá vikuna, myndir af fóstrinu, gröf sem sýna vöxt þess og fleira. Ungi.is erheild- stæð upplýsinga- veita fyrir verð- andi foreldra og inniheldur yfirgripsmiklar upplýsingar um meðgöngu og fleira. ;aða Upplifa röð af sigmm Hópur ungmenna gengur Hornstrandir árlega til að öðlast meiri trú á sjálfum sér og upplifa röð afsigrum. i 1 Hinu húsinu er starfræktur Hálendishópurinn en hann samanstendur af ungmennum sem ganga Hornstrandir í tæplega tvær vikur að sumri. Ungmennin eru á aldrinum 14-18 ára og eiga það sameiginlegt að hið félagslega stuðningsnet hefur haft afskipti af þeim, hvort sem er Barnavernd eða Þjónustumiðstöðvarnar í Reykjavik. Jón Ragnar Jónsson, hópstjóri Hálendishópsins, fer sína sjöundu ferð á Hornstrandir í sumar en einmitt þessa dagana er tekið á móti umsóknum í hópinn. „Það er Þjónustumiðstöðvar og Barnavernd í Reykjavík sem vísar í þetta úrræði en níu ungmenni eru valin til ferðar- innar á hverju ári. Það eru venjulega 5 stelpur og 4 strákar í hópnum því þá er kynjaskiptingin jöfn en við erum þrjú fullorðin sem förum með, tveir karlar og ein kona. Við göngum frá Ófeigsfirði inn í Horn sem eru um 120 kílómetrar og það tekur okkur þrettán daga.“ Valið hefur afleiðingar Að sögn Jóns segja sum ungmenn- anna að þessi ferð sé lík því að hoppa í djúpu laugina. „Þau vita ekki hvað þau eru að fara.út i en þau hitta sér- stakt fullorðið fólk sem ætlar með þeim í ferð upp á hálendi og það er það eina sem þau vita. Markmið ferðarinnar er að gera ungmennin hæfari til að meta sina stöðu og takast á við nýja áskorun. Við lifum öll í umhverfi þar sem við höfum eitthvað val og það sem við veljum Ég nota Sterimar, það hjálpar - kvef - ofnæmi - eyrnabólga - ennis og kinnholusýking STÉRIMAR' F* Physiological ; Sea Water Micrwpray Fæst í apótekum DRAUMAHEIMUR BARNANNA Babjfe am Skeifunni 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200 www.babysam.is Útsýniö er stórfenglegt eins og sjá má á þessari mynd sem Jón Ragnar tók í einni af hálendisferðunum. hefur afleiðingar. Okkar markmið er að bjóða ungmennunum verk- færi til að meta stöðuna þannig að þau geti valið ábyrgt og hugsi um or- sök og afleiðingar. Ef einhver tekur ákvörðun þá fylgir henni eitthvað í kjölfarið - hún hefur afleiðingar. Hægt er að hafa áhrif á þessar afleið- ingar með því að velja sem réttast. Á þessari ferð okkar skoðum við lífið og tilveruna og setjum hana i sam- hengi við hvern og einn,“ segir Jón og bætir við að sum ungmennanna hafi átt við erfiðleika að stríða og því sé reynt að hjálpa þeim að fóta sig í lífinu. Jón Ragnar Jónsson ásamt öðrum leið- beinendum á leið til Hornstranda. Hver göngudagur sigur í sjálfu sér Hugmyndafræðin sem unnin er eftir í Hálendishópnum er reynslunám, enda segir Jón að ferðin sé heilmikil upplifun sem fylgi ungmennunum út ævina. „Þeim finnst þetta erfitt og þetta tekur á líkamlega og andlega. Okkar vinnudagur getur verið ansi langur, við erum á ferðinni í 6-14 tíma á dag. Við göngum eitt fjall á dag og þurfum allavega að vaða 1-2 ár á dag. Þetta eru alvöru átök en þessi ungmenni geta alltaf miklu meira en þau sjálf halda. Þau eru yfirleitt öll orðin uppgefin eftir fyrsta fjallið en svo þegar uppi er staðið þá geta þau allt sem þau leggja fyrir sig. Eitt af markmiðunum er að gefa þeim tækifæri til að upplifa röð af sigrum enda er hver göngudagur sigur í sjálfu sér. Við komumst yfir hindranir, sem eru fjöllin og árnar, og við reynum að færa þetta í samhengi við það sem þau reyna á mölinni dagsdaglega. Ef við lítum á eitt fjall sem vandamál sem við tökumst á við, sigrum og setjum síðan að baki okkur.“ VTLTU SKJOL A VERÖNDINA? MARKISUR www.markisur.com jLjLrem 1 iárfestiífp Dalbraut 3, 105 Reykjavík • Nánari upplýsingar í síma 567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar Skemmtum okkur konunglega Hálendishópurinn hittist ekki bara í ferðinni sjálfri því það er heilmikill undirbúningur sem fylgir svona viðamikilli ferð. „Við hittumst oftar þegar nær dregur ferðinni. Við höldum upplýsinga- fundi fyrir foreldra og ungmennin og svo förum við í tveggja daga æf- ingaferð þar sem við löbbum á Hell- isheiði. Fljótlega eftir þá ferð hefst pökkunarferlið fyrir hálendisferð- ina þar sem við hittum ungmennin næstum daglega. Ferðin sjálf hefst svo 23. júni. I ferðinni mótast hópurinn enda erum við saman allan sólarhring- inn. Það eru alltaf ákveðin verk- efni sem við þurfum að leysa, við þurfum að finna okkur tjaldstæði að kvöldi, tjalda, elda mat og svo framvegis “ Jón segir að þetta sé þó langt frá því að vera eintóm vinna því þátttakendur skemmti sér kon- unglega á leiðinni. „Þetta snýst ekki bara um göngu lieldur gefum við okkur líka tíma til að leika og vera saman undir öðrum for- merkjum. Eftir ferðina þekkjumst við orðið vel, flestir hafa myndað persónuleg tengsl og hópurinn hitt- ist reglulega fram í desember." Hver er þeirra lausn? Jón segir að almennt séð séu ung- mennin mjög ánægð með ferðina og sumir vilja meira að segja halda henni áfram þegar lok hennar fara að nálgast. „Við viljum líta svo á að þarna séum við að bjóða ungmenn- unum ákveðin verkfæri til að nota í lífinu. Þessi ferð virðist hafa þau áhrif á suma að þeir hugsa öðruvísi um lífið og velja sér aðra leið í sínu lífi. Við leggjum lielst áherslu á að ungmennin taki ábyrgð á sjálfum sér og ef þau gera það ekki er líklegt að einhver annar taki þá ábyrgð. Ef svo er komið fyrir þeim hafa þau minna um það að segja hvað um þau verður og þeirra val verður ansi lítið. því annars þarf einhver annar að Við bendum þeim á að þau geti tekið ábyrgð og haft áhrif á hvað um þau verður. Það skiptir ekki öllu máli við hvaða aðstæður ungmennin hafa búið við - þau geta valið hvernig þau ætla að tak- ast á við þessar aðstæður. Er það þeirra lausn að hætta í skólanum, leggjast í óreglu eða takast á við nýja áskorun og velja kannski aðra leið?“ svanhvit@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.