blaðið - 11.04.2006, Side 1

blaðið - 11.04.2006, Side 1
■ FJÖLSKYLDAN Það er kerfið sem er að klikka ekki krakkamir Viðtal við Hafstein Karlsson, skólastjóra í Salaskóla. | SÍÐA 20 | SÍÐA 12 ■ NEYTENDUR Hvað kosta páskaeggin? Töluverður verðmunur á milli verslana Lýtalækningar á gráu svæði? Kristján Guðjónsson fram- kvæmdastjóri sjúkratrygginga- sviðs hjá Tryggingastofnun segir lagabreytingar um niður- greiðslur vegna lýtaaðgerða frá árinu 2001 gera allt vinnuferli í kringum slíkar aðgerðir erfiðara, bæði fyrir Tryggingastofnun og almenning. Með nýju reglu- gerðinni er ekki gert ráð fyrir undantekningum, jafnvel þó viðkomandi útlitsgallar hamli lífsgæðum fólks til muna. Dæmi er um að einstaklingar hafi kært úrskurði Tryggingastofnunar til úrskuraðnefndar um almanna- tryggingar og nefndin dæmdi þessum einstaklingum í hag. Kristján segir þetta einfalda sönnun þess að nýja reglugerðin sé ekki að virka sem skyldi. Nánar er fjallað um þetta mál á blaðsíðu 24. íslensk gildi í samræmi við þau evrópsku Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar, segir í samtali við Blaðið að íslend- ingar eigi mun meiri samleið með Evrópubúum en Bandaríkj- unum. Öryggissamfélag okkar eigum við því að eiga með Evr- ópu en ekki Bandaríkjunum. Ingibjörg gagnrýnir ríkisstjórn- ina fyrir vinnubrögð hennar i þeirri stöðu sem komin er upp í sambandi við varnarsamning- inn við Bandaríkjamenn. Hún segir að Samfylkingin hefði tekið öðuvísi á málinu hefði flokkur- inn verið við stjórnvölinn og að málið hefði strax átt að koma til umræðu á vettvangi Atlants- hafsbandalagsins. Ingibjörgu finnst að sama skapi ótækt að ís- lensk stjórnvöld leyfi Bandaríkja- mönnum að taka frumkvæði í viðræðunum um varnarsamn- inginn og líkir hún því við að verktakinn ákveði hvað þurfi að gera án þess að verkkaupinn fái neitt um það að segja. Ingibjörg gefur ennfremur lítið fyrir ummæli Einars K. Guð- finnssonar í Blaðinu í gær í þá veru að hugmyndir Ingibjargar í varnarmálum væru óraunhæfar. „ Þetta er bara vörn manns sem er kominn út í horn. Samfylkingin hefur þvert á móti sýnt mikið frumkvæði í þessari öryggis- málaumræðu og almennt þegar kemur að utanríkismálum. Það er Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur vanrækt þessi mál og áttar sig ekki á þvi að heimur- inn er allur á hreyfmgu, nema hann,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Nánar á blaðsíðu 6. Reuters Leirker til sölu Indversk kona raðar leirkerjum í verslun við þjóðveginn í nágrenni borgarinnar Chandigarh á norður Indlandi. Leirker sem þessi eiga sér langa hefð í menningarsögunni og hafa í þúsundir ára verið notuð til þess að geyma mat og drykk víðast í byggðu bóli. Ekki er vitað hvaðan tæknin er upprunnin en áður en hjólið kom til sögunnar voru leirker sett saman með því að rúlla leirnum í lengjur og hringja svo lengjurnar saman eins og snák. Þá var leirinn klappaður og svo brenndur. Með tilkomu hjólsins varð leirkerasmíð öllu auðveldari en hún skipti miklu máli fyrir geymslu matvæla. Þrátt fyrir að flest menningarsamfélög hafi framleitt keimlík leirker eru skreytingar þeirra víða um heim- inn afar ólíkar, einkennandi fyrir margvíslega menningarheima. Mikill meirihluti sóknarbarna mót- mælir vali á nýjum sóknarpresti Um 75% sóknarbarna, sextán ára og eldri, í Keflavíkurprestakalli hafa skrifað undir lista til að mótmæla ákvörðun valnefndar sóknarinnar. Listinn var sendur kirkjumálaráðherra í gœr, en lokaákvörðun er í hans höndum Rúmlega 4 þúsund manns í Keflavík- urprestakalli höfðu skrifaði undir stuðningslista með séra Sigfúsi B. Ingvasyni í gær. Mikil óánægja er með niðurstöðu meirihluta val- nefndar í Keflavíkursókn á vali sóknarprests. Listinn var sendur biskupi íslands og dóms- og kirkju- málaráðherra í gær. Er þess krafist að ráðherra skipi séra Sigfús í stöðu sóknarprests en valnefnd hafði mælt með séra Skúla Sigurði Ólafs- syni í starfið. Ráðherra hefur aldrei áður sniðgengið tilmæli valnefndar í svona tilvikum. Féll í grýttan jarðveg Eins og greint var frá í Blaðinu í gær ríkir töluverð óánægja meðal sókn- arbarna í Keflavíkurprestakalli með niðurstöðu meirihluta valnefndar um val á sóknarpresti. Tíu umsækj- endur sóttu um embætti sóknar- prests í Keflavíkurprestakalli þar á meðal séra Skúli Sigurður Ólafsson, sóknarprestur í Isafjarðarpresta- kalli, og séra Sigfús B. Ingvason, sem starfað hefur sem prestur í Keflavík- urprestakalli í fjöldamörg ár. Valnefnd ákvað í síðustu viku að mæla með séra Skúla í embættið og hefur sú ákvörðun fallið í grýttan jarðveg hjá stórum hluta sóknar- barna. Telja þau eðlilegra að séra Sig- fús fái embættið sökum margra ára starfs innan sóknarinnar. Á föstudag var komið upp undir- skriftarlista á Netinu til að mótmæla ákvörðun valnefndar sem og hvetja til þess að séra Sigfús verði skipaður í embættið. í gær höfðu rúmlega fjögur þúsund manns skráð sig á list- ann eða vel yfir 75% sóknarbarna 16 ára og eldri. Listinn var sendur biskupi íslands og dóms- og kirkjumála- ráðherra í gær en ráðherra mun skipa í embættið frá og með 1. maí næstkomandi. Ráðherra ekki skuldbundinn Að sögn Steinunnar Arnþrúðar Björnsdóttur.verkefnisstjórahjábisk- upsstofu, er ákvörðun valnefndar að- eins bindandi fyrir ráðherra þegar hún er einróma. í þessu tilviki hafi meirihluti ráðið úrslitum og því sé ráðherra ekki skuldbundinn til að fara eftir tilmælum hennar. Steinunn bendir þó á að engin for- dæmi séu fyrir þvi að ráðherra hafi farið gegn tilmælum valnefndar. „Svipaður ágreiningur hefur tvisvar sinnum áður átt sér stað eftir að ný lög um val á sóknarpresti tóku gildi árið 1998. 1 bæði skiptin fór ráðherra eftir tilmælum meirihluta valnefndar." Þá segir Steinunn að samkvæmt gömlu lögunum sem voru í gildi fyrir 1998 hafi sóknarbörn geta knúið fram prestkosningar. Þau ákvæði séu hins vegar fallin úr gildi og því sé málið núna algerlega í höndum ráðherra. „Þegar ekki næst einróma samstaða í valnefnd þá er málinu vísað til biskups sem síðan gerir tillögu til ráðherra. Það er biskup búinn að gera og því er málið algerlega í höndum ráðherra." Blaðið/Steinar Hugi Fögur er hlíóin Maður á gangi í Elliðarárdag horfir upp í hlíðina og virðir fyrir sér vaxandi byggð.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.