blaðið - 11.04.2006, Síða 2

blaðið - 11.04.2006, Síða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 blaðiö blaðiðflai Baejarlind 14-16,201 Kópavogur Sími: 510 3700 •www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net íbúðalán auk- ast til muna fbúðalánasjóður lánaði alls um 4,5 milljarða króna í síðasta mán- uði, sem er tæplega 50% hærri upphæð en mánuðinn áður. Þar af námu leiguíbúðalán um einum milljarði króna. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu sjóðsins sem birt var í gær. „Ný útlán á fýrsta ársfjórðungi námu því alls um 10,1 milljarði króna sem verður að teljast gott þar sem merki voru um minnkandi umsvif á fasteigna- markaði á fýrstu tveimur mán- uðum ársins. f endurskoðuðum áætlunum sjóðsins er gert ráð fyrir að ný útlán yrðu 9 -10 millj- arðar á fjórðungnum og eru því útlánin í takt við áætlanir,“ segir í skýrslunni. Þar kemur ennfremur fram að ýmsar vísbendingar hafi gefið til kynna að umfang fast- eignaviðskipta sé að aukast eftir að rólegt hafi verið yfir þessum markaði í janúar og febrúar. „Samhliða því að útlán fbúða- lánasjóðs hafi aukist jókst velta á fasteignamarkaði á höfuðborgar- svæðinu frá síðasta mánuði skv. tölum frá Fateignamati ríkisins. Jafnframt jókst fjöldi kaupsamn- inga frá fyrra mánuði,“ segir enn- fremur í skýrslunni. Herinn byrjaður að pakka niður Starfsfólk á dvalarheimilum aldr- aðra hefur boðað til setuverkfalls frá og með 21. apríl næstkomandi. Þetta kom fram á fjölmennum fundi starfsfólksins í Kiwanishús- inu við Engjateig í gær. Gert er ráð fyrir því að verkfallið muni standa í viku en eftir það mun koma til fjöldauppsagna frá og með næstu mánaðamótum verði ekki búið að finna lausn á deilunni. f ályktun fundarins segir m.a. að ekki sé ásættanlegt að ríkið hafi fjár- hagslegan ávinning af því að greiða starfsmönnum sínum skammarlega lág laun. í ályktuninni kemur einnig fram að starfsfólk umræddra heim- ila muni ekki sætta sig við að verða aftur bundið kjarasamningum sem eru án endurskoðunarákvæða hvað varðar launabreytingar hjá sambæri- legum hópum. Boðað hefur verið til fundar þann 19. apríl næstkomandi milli forsvar- manna Eflingar, dvalarheimila og fulltrúa starfsfólks. fjoldauppsagnir Stýrivextir gætu far- ið í 16% Mbl.is | Seðlabanki íslands er tilbúinn að hækka stýrivexti sína enn frekar, og jafnvel alveg upp í 16% til að koma í veg fyrir frakari aukningu á verðbólgu í landinu. Þetta kom fram í máli Davíðs Oddsonar, í viðtali við Bloomberg fréttastofuna í gær. Davíð segir að ef ekkert annað dugi til að halda verðbólgunni í skefjum verði um frekari vaxta- hækkanir að ræða. f greininni kemur fram að Davíð sé að berjast við aukinn verðbólguhraða sem Seðla- bankastjóri en á morgun, mið- vikudag muni koma í ljós hver verðbólgan sé í apríl. Davíð Oddsson segist í viðtal- inu trúa á opinn markað og ef við viljum búa við frjálst samfé- lag þá verði íslendingar að geta tekið við getgátum. Ef hlutirnir eru gerðir rétt í íslensku efna- hagslífi, þá ættu getgátur fjár- festa ekki að vera hættulegar fyrir fsland. Undirbúningur að brottför varnar- liðsins á Miðnesheiði er nú kominn á fullt skrið. Auglýst hefur verið eftir mannskap til að vinna að pökkun bú- slóða. Framkvæmdastjóri flutninga- fyrirtækisins Pökkun og flutningar ehf. segist búast við því að flutning- arnir hefjist fljótlega eftir páska. Auglýst eftir verktökum Utanríkisráðuneytið auglýsti um helgina eftir verktökum til að sinna frágangi á búslóðum varnarliðsins. f auglýsingunni kemur fram að gert sé ráð fyrir því að unnið verði alla virka daga auk vinnu um helgar og á almennum frídögum. Þá kemur fram í auglýsingunni að umsóknum verði að skila ekki seinna en 25. apríl næstkomandi. Að sögn heimildarmanns Blaðsins Bandaríkjamenn undirbúa nú brottflutning sinn frá Miðnesheiði. á varnarsvæðinu á Miðnesheiði er nokkuð síðan herinn hóf undirbún- ing að brottflutningi. Um er að ræða búslóðir fjölskyldna hermanna en einnig er herinn byrjaður að pakka niður vopnum sem flytja á til banda- rískrar herstöðvar á Sikiley. Töluverðir flutningar Þrjú fyrirtæki hafa séð um flutninga fyrir varnarliðið á undanförnum árum. Þetta eru fyrirtækin P.Árna- son hf., íslenska pökkunarfélagið ehf. og Pökkun og flutningar ehf. Að sögn Viðars Péturssonar, fram- kvæmdastjóra Pökkunar og flutn- inga, settu fulltrúar varnarliðsins sig í samband við hann skömmu eftir að Bandaríkjamenn höfðu tilkynnt um brottför hersins. „Við vorum boðaðir á fund til þess að ræða þessi mál. En þeir tilkynntu okkur einnig að nákvæmari útlistanir lægju ekki fyrir fyrr en eftir að viðræðum við íslensk stjórnvöld væri lokið.“ Viðar segist gera ráð fyrir því að um töluverða flutninga verði að ræða og að þeir muni hefjast fljót- lega eftir páska. „Við búumst við því að þetta verði töluverðir flutningar en við höfum ekki fengið ákveðin svör frá varnarliðinu. Allt sem fer til Bandaríkjanna þarf að fara í sérstaka búslóða trékassa. Fyrst pökkum við öllu niður í pappakassa og síðan í þessa trékassa. Þeir eru síðan færði í vöruhús á vellinum þar sem hver einasti kassi er vigtaður og loks vírbundinn og merktur. Loks eru þeir fluttir í þar til gerða gáma og eftir það tekur varnarliðið við.“ O Heiðskírt (3 Léttskýjað ^ Skýjað ^ Alskýjað ✓ ^ Rigning, lítilsháttar Rlgning 9 9 Súld sjc ^ Snjókoma r-^7 Slydda r^7 Snjóél r—y Skú _________’ *__________V V v * ^'1' 0" ^ Algarve 20 Amsterdam 09 Barcelona 15 Berlín 08 Chicago 07 Oublin 10 Frankfurt 09 Glasgow 07 Hamborg 07 Helsinki 01 Kaupmannahöfn 06 London 09 Madrld 16 Mallorka 18 Montreal 04 New York 08 Orlando 18 Osló 04 París 10 Stokkhólmur 04 Vín 06 Þórshöfn 06 Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 302 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands A morgun

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.