blaðið - 11.04.2006, Side 8

blaðið - 11.04.2006, Side 8
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 blaðið 8 í ERLEMDi Dominique de Villapin Reuten Franska stjórn- in lætur und- an þrýstingi Jacques Chirac, forseti Frakklands, lýsti því yfir í gær að ríkisstjórn landsins muni draga til baka um- deilt lagafrumvarp um atvinnurétt- indi ungmenna. Frumvarpinu hefur verið mótmælt harðlega af háskóla- stúdentum og af verkalýðsfélögum undanfarnar vikur. í stað frumvarps- ins munu stjórnvöld kynna nýjar og sértækar leiðir til að fjölga atvinnu- tækifærum ungmenna í landinu. Ákvörðunin er reiðarslag fýrir Dominique de Villapin, forsætis- ráðherra Frakklands og tilvonandi forsetaframbjóðanda. Hann barðist ötullega fyrir því að frumvarpið yrði samþykkt þrátt fyrir hin miklu mótmæli sem hefur orðið til þess að vinsældir hans hafa hrunið. f sjónvarpsávarpi í gær harmaði hann mótmælin og skilningsleysið á laga- frumvarpinu en boðaði nánara sam- ráð við hagsmunaaðila við setningu nýrra laga um atvinnu ungmenna. KOKOS-SISAL TEPPI Stefndi í stjórnarkreppu eftir tvísýnar kosningar Útlit var fyrir að ríkis- stjórn Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hafi tapað þingkosningunum miðað við fyrstu útgönguspár á Ítalíu í gær. En útlit var fyrir æsispennandi kosninganótt. Svo mjótt var á munum. Útgönguspár sem teknar voru eftir að kjörstöðum lokaði í gær bentu til þess að bandalag vinstri- og miðjuflokka, undir forystu Romano Prodis, hafi sigrað í þingkosningunum. Sam- kvæmt fyrstu útgönguspám var bandalag Prodi með á bilinu 50-54% atkvæða. Hægribanda- lag Silvio Berlusconi, forsætis- ráðherra, fær á bilinu 45-49% atkvæða. Hugsanlegt að hvorugt bandalagið vinni meirihluta í báðum deildum þingsins. Sú staða myndi hugsanlega leiða til stjórnarkreppu. Staða Berlusconis hefur veikst undanfarin ár. Efnahagsstefna ríkis- stjórnar hans þykir hafa mislukkast og hagvöxtur hefur verið lítill i landinu í stjórnartíð hans. Aukþess hefur Berlusconi verið viðriðinn ýmis spillingarmál og sakaður um að nota stöðu sína í ríkisstjórn til þess að hygla eigin viðskiptaveldi. Hefur það átt þátt í að grafa undan stöðu hans. Gerbreytt stefna ríkisins Ef útgönguspár reynast réttar og vinstri- og miðjuflokkarnir myndi ríkisstjórn er ljóst að Romano Prodi bíður erfitt verkefni. Það gæti reynst honum erfitt að halda stjórn sinni saman. Prodi sigraði í þingkosn- ingum árið 1996 en stjórn hans féll tveimur árum síðar vegna óánægju kommúnista innan stjórnarinnar. I kjölfarið komst Berlusconi til valda og er það talið helsta afrek hans í stjórnmálum að hafa verið fyrsti ítalski forsætisráðherrann sem hefur setið út heilt kjörtímabil. Margir kjósendur óttast að stjórn Prodi verði óstöðug og falli á endanum sökum þess hversu ólík stefnumál flokkanna innan bandalagsins eru. Prodi hefur svarað þessari gagnrýni með því að benda á að vinstri- og miðjuflokkarnir hafi samþykkt 298 blaðsíðna stjórnarsattmála sem inni- heldur nákvæma lýsingu á áherslum og þeim stefnumálum sem stjórnin hyggst hrinda í framkvæmd. Meðal stefnumála í sáttmálanum er að Romano Prodi verður að ölium líkindum næsti forsætisráðherra ftalíu. Reuters hækka barnabætur, taka aftur upp erfðaskatt, hætta við áform um að hækka ellilífeyrisaldur upp í 60 ára og ráðast í aðgerðir gegn skattsvikum. f utanríkismálum hefur bandalagið lýst því yfir að ítalskir hermenn verði undir eins kallaðir heim frá frak og er talið að stjórn Prodi snúi baki við þeirri stefnu Berlusconi um að leggja meira upp úr nánum samskiptum við Bandaríkin en Evrópu. Ljóst er að Romano Prodi mun ekki hafa mikið svigrúm til þess að leggja miklar áherslur á félagslegar umbætur á ftalíu. Hagvöxtur í land- inu hefur aðeins verið að meðaltali 0.6% ári í stjórnartíð Berlusconis og skufdir þjóðarbúsins er ákaflega háar. Talið er að brýnasta verkefni nýrrar stjórnar verði að rétta fjármál ríkis- ins við en stjórnmálaskýrendur telja að erfitt verði fyrir Prodi að skera niður í fjármálum ríkisins og halda stjórn sinni saman á sama tíma. Vonbrigöi. Ailt útlit er fyrir að Silvio Berlusconi verði brátt fyrrverandi forsætisráðherra ftalíu Reuters Alexander Lukashenko, forseti Hvfta- Rússlands, mun ekki komast á HM í Þýska- landi í sumar vegna ferðabanns ESB. Ferðabann á Hvít-rússneska stjórnmálamenn Evrópusambandið hefur samþykkt þvinganir gegn stjórnvöldum í Hvíta-Rússlandi vegna þess hvernig staðið var að forsetakosningunum í landinu í síðasta mánuði. Evrópskir kosningaeftirlitsmenn lýstu því yfir að þær hafi ekki uppfyllt skilyrði um frjálsar og heiðarlegar kosningar. Felast þvinganirnar meðal annars í því að Alexander Lukashenko, for- seti Hvíta-Rússlands, og öðrum hátt- settum embættismönnum verður meinað að ferðast til aðildarrikja ESB. Sértækar viðskiptaþvinganir Fleiri aðgerðir hafa verið boðaðar af hálfu ESB og er meðal annars rætt um að frysta eigur ráðamanna í Minsk í evrópskum bönkum og fjármálastofnunum og sértækar við- skiptaþvinganir á vopnaútflutning frá landinu. Sendiherra Rússa í Hvít-Rúss- landi fordæmdi þvinganirnar harð- lega í fjölmiðlum í gær og sagði þær móðgun við hina Hvít-Rússnesku þjóð. Leiðtogi þýskra jafnaðarmanna Matthias Platzeck, formaður þýska Jafnaðarmannaflokksins.hefurlátið af embætti fimm mánuðum eftir að hann var valinn eftirmaður Ger- hards Schröders, fyrrum kanslara Þýskalands. Platzeck, sem er 52 ára, segir af sér af heilsufarsástæðum. Kurt Beck, fylkisstjóri Rínarhér- aða, mun taka við formennsku í flokknum. Jafnaðarmenn fengu 46% fylgi í fylkiskosningum í mars og eru í fyrsta sinn í sögunni með meirihluta á fylkisþinginu.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.