blaðið

Ulloq

blaðið - 11.04.2006, Qupperneq 10

blaðið - 11.04.2006, Qupperneq 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 blaðið Konunglegur tölvu- póstur sendur 1976 Elísabet II Bretadrottning sendi sinn fyrsta tölvupóst árið 1976, löngu fyrir daga Netsins. Þetta er ein af 80 staðreyndum um lífs- hlaup hennar sem afhjúpaðar voru af bresku krúnunni á dögunum í tilefni þess að drottningin mun fagna áttræðisafmæli sínu 21. apríl næstkomandi. Meðal annara hluta sem koma fram um líf drottningar er að hún fór fyrst í neðanjarðarlest árið 1939 og sá bikarúrslitaleik í fót- bolta árið 1953. Henni hefur greini- lega ekki þótt mikið til neðanjarð- arlesta koma þar sem að þetta er eina skiptið sem hún notaði slíkt farartæki. Hún fór ekki heldur á knattspyrnuleik aftur. Með und- arlegri gjöfum sem drottningin hefur fengið í 256 opinberum heim- sóknum sínum um heiminn gegnum tíðina eru 7 kg. af rækjum, brasilísk leti- dýr og svartir bjórar frá Kanada. Drottningin er stoltur eigandi brasilísks letidýrs. Úr vöndu að ráða.George Bush, forseti Bandaríkjanna, vill koma í vegfyrir að (ranirkoma sér upp kjarnavopnum. Reuters www.zoppini.com Meba - Kringlunni Rhodium - Kringlunni Meba Rhodium - Smáralind Úr & Gull - Firði Hafnarfirði Georg V. Hannah - Keflavík Guðmundur B. Hannah - Akranesi Karl R. Guðmundsson - Selfossi Klassík - Egilsstöðum Arás á Iran ekki yfirvofandi Stjórnvöld í Washington vilja koma í vegfyrir að íranir komi sér upp kjarnavopnum með samningum en útiloka ekki önnur úrrœði. Bandarísk stjórnvöld neituðu því í gær að þau íhuguðu beitingu kjarnavopna á skotmörk í íran fallist stjórnvöld í Teheran á kröfur öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að þeir láti af auðgun úrans. George Bush, for- seti Bandaríkjanna, sagði í gær að Bandaríkjamenn vildu fyrst og fremst fara samningaleiðina í deil- unni um kjarnorkuáætlun írana en tók það samt fram að stjórn- völd útiloki enga valmöguíeika þegar kemur að því að stöðva áætlanir írana um að koma sér upp kjarnaorkuvopnum. Um helgina birtist grein eftir bandaríska rannsóknarblaðamann- inn Seymour Hersh þar sem höf- undur fullyrðir að undirbúningur loftárása á íran sé vel á veg kominn. Hersh heldur því fram í greininni að bandarísk hernaðaryfirvöld úti- loki ekki beitingu kjarnavopna í því samhengi. Ennfremur heldur hann því fram að bandarískir sérsveitar- menn séu nú þegar staddir í Iran og séu að undirbúa jarðveginn fyrir loftárásirnar - meðal annars með því að miða út skotmörk og koma á tengslum við minnihlutahópa innan landsins sem eru á móti ríkj- andi valdhöfum í Teheran. Greinin hefur vakið mikla athygli og hörð viðbrögð meðal stjórnmálamanna annarra ríkja. Jack Straw, utanrík- isráðherra Bretlands, sagði á sunnu- dag að það væri fáránlegt að beita litlum kjarnavopnum á skotmörk í íran. í gær köstuðu talsmenn Hvíta hússins rýrð á grein Hersh, og meðal annars sagði Dan Bartlett, háttsettur ráðgjafi George Bush, í fjölmiðlum að greinin væri ekki vel unnin. Hann gagnrýndi Hersh fyrir að lesa of mikið út í það sem kallast gæti eðlilegur undirbúningur undir hugsanlegar hættur í framtíðinni. Ennfremur ítrekaði Bartlett að Ge- orge Bush leggur mégináherslu á að leysa kjarnorkudeiluna við Irani við samningaborðið. Scott McClellan, talsmaður Hvíta hússins, tók í sama streng í gær en vildi hvorki neita því né játa að stjórnvöld íhuguðu beitingu kjarnorkuvopna til þess að granda neðanjarðarkjarnorku- stöðvum í fran. Ólíklegt að kjarnavopnum verði beitt Stjórnmálaskýrendur telja afar ólík- legt að bandarísk stjórnvöld íhugi í alvöru að beita kjarnorkuvopnum gegn kjarnorkustöðvum írana. Hinar pólitísku afleiðingar slíkrar árásar yrðu of dýrkeyptar fyrir Bandaríkin. Talið erlíklegt að Banda- ríkin séu i raun að undirbúa árás eins og fram kemur i grein Hersh. Hinsvegar þýði sá undirbúningur ekki endilega að Bandaríkjamenn láti til að skarar skríða. Hugsanlegt er að með því að láta það spyrjast út að undirbúningur loftárása sé vel á veg kominn séu stjórnvöld í Wash- ington að auka þrýstinginn á írani og senda þau skilaboð til Rússa og Kínverja að gripið verði til einhliða hernaðaraðgerða náist ekki sam- staða inna öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Rússar og Kínverjar hafa neitunarvald innan öryggisráðsins og ólíklegt þykir að þeir samþykki harðar viðskiptaþvinganir á írani. Iranir hafa frest til lok þessa mán- aðar að hætta auðgun úrans og fall- ast á kröfur alþjóðakjarnorkumála- stofnunarinnar (IAEA) um eftirlit með kjarnorkuáætlun stjórnvalda í Teheran. Fallist þeir ekki á það er líklegt að gripið verði til harðari þvingana gegn Irönum náist sam- staða um það innan öryggisráðsins. I gær lýsti Javier Solana, utanríkis- málastjóri Evrópusambandsins, að Evrópusambandið ætti að styðja slíkar þvinganir en útilokaði að ESB myndi styðja hernaðaraðgerðir gegn Irönum skili þvinganir ekki til- ætluðum árangri. Innrás óhugsandi Náist ekki samstaða innan öryggis- ráðsins um að þvinga írani til þess að láta af kjarnorkuáætlun sinni er talið víst að Bandaríkjamenn ráðist í einhverskonar hernaðaraðgerðir. Deilt er um hverju þau muni skila. Kjarnorkustöðvar Irana eru grafnar djúpt í jörðu og skiptar skoðanir eru á því hvort Bandaríkjamenn ráði yfir sprengjum sem geta grandað þeim. Hefðbundin innrás er talin óhugsandi sökum þess hve stór liðsafli Bandaríkjanna er bundinn í Irak og Afganistan. Þrátt fyrri að íranski herinn sé ekki mjög þróaður er talið líklegt að íranir geti veitt hagsmunum Bandarikjanna mik- inn skaða gegnum alþjóðlegt net hryðjuverkamanna og skæruárásir á olíflutningaskip sem fara gegnum Persaflóa. Sumardekk Öryggi bílsins byggist á góðum hjólbörðum GUMMIVINNUSTOFAN SP dekk Skipholti 35. 105 RVK Sírrii: 553 1055

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.