blaðið - 11.04.2006, Side 14
blaðið______________________________________________
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson.
Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber.
SÝN TIL EVRÓPU
Ymsir leggja stórpólitíska ef ekki beinlínis menningarlega merk-
ingu í þau umskipti sem orðið hafa á sviði íslenskra öryggis- og
varnarmála. Því er haldið fram að sú ákvörðun Bandaríkjamanna
að flytja á brott frá íslandi björgunarþyrlur og orrustuþotur færi „Island
nær Evrópu'. Einhverjir telja að þessi umskipti feli í sér að varnir íslands
beri að tengja vörnum aðildarríkja Evrópusambandsins. Þetta er afar óljós
nálgun og erfitt að ímynda sér að fullnægjandi tryggingar megi knýja fram
á þann veg.
Vitanlega hafa íslendingar „nálgast" Evrópuþjóðir með ýmsum móti á
undanliðnum árum. Þar ber hæst EES-samninginn sem hefur reynst Is-
lendingum afar vel. Mikil framsýni einkenndi framgöngu þeirra stjórn-
málamanna sem knúðu fram samþykki við samninginn. Það var ekki létt
verk og hlýtur að teljast einn merkasti sigur síðari ára á afturhaldsöflunum
í samfélaginu.
Ákveðin þáttaskil verða í varnarsamstarfinu við Bandaríkin þegar varn-
arliðið hverfur af landi brott í haust. Þetta samstarf verður ekki sem áður
en ástæðulaust er með öllu að gráta þá stöðu mála. En þessi umskipti fela
ekki í sér brey tta stöðu íslands gagnvart umheiminum. Hún er skýr; íslend-
ingar eru Evrópuþjóð sem á sívaxandi samstarf við nágranna sína.
Sú hugsun að Islendingar fjarlægist Bandaríkin og hljóti þar með að nálg-
ast Evrópu vegna þess að nokkrar þotur og þyrlur eru fluttar á brott felur á
hinn bóginn í sér verulega einföldun. Staðreyndin er sú að á síðustu árum
hafa Bandaríkin fjarlægst Evrópu. Framganga Bandaríkjamanna á alþjóða-
vettvangi hefur verið með slíkum ólíkindum í forsetatíð George W. Bush
að óhjákvæmilegt er að stjórnvöld vestra einangrist. Og vilji þeirra virðist
einmitt vera þessi. Völdin í Bandaríkjunum eru nú í höndum kristinna
hreintrúarmanna sem hafna kenningum um stjórnmál raunsæisins. Þessi
nálgun er afar langt frá hinum evrópska hugmyndaheimi. En Bush verður
ekki á forsetastóli til allrar framtiðar.
Hvað sjálf varnarmálin varðar sýnist ástæða til að halda því til skila að
það voru Bandaríkjamenn sem bókstaflega fluttu Island og íslendinga til
Evrópu. Það var gert með einhliða ákvörðun árið 2002 þegar varnir íslands
voru færðar undir hina risastóru Evrópuherstjórn Bandaríkjamanna. ís-
lendingar komu hvergi nærri þeirri ákvörðun eins stórundarlegt og það
nú annars er.
íslendingar tilheyra öryggissamfélagi Evrópu og Bandaríkjanna sem
hvað varnir varðar birtist í aðildinni að Atlantshafsbandalaginu. I pólit-
ísku, efnahagslegu og menningarlegu tilliti fer samstarf við Evrópuþjóðir
vaxandi. Sú þróun er jákvæð.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
Aöalsími: 5103700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf áauglýsingadeild: 510.3711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur.
möor ^ UPPÞVOTTAVÉL
Verð kr. 59.900
Áður kr. 79.900
RONNING
Borgartúni 24 / Reykiavík / Sími: 562 4011 • Óseyri 2 / Akureyri / Sfmi: 460 0800
Hatnargata 52 / Reykjanesbæ / Sfmi: 420 7200
14 I ÁLIT
'ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 blaðið
JUWfiBUk, flMplíK. tfEWf MWtí! kE7T4 VfiR VÍST
T6MUR. MtSSKIWwW. JNGÍFJÖR.G S6LtwM SnW
m loks á að leysa vandann
Fyrir nokkrum árum kynntist ég
manni sem olli mér talsverðum
heilabrotum. Sá hafði lent í erfiðum
og alvarlegum veikindum og varð
eftir þau heldur minna heill en hann
hafði verið áður. Þessi ágæti maður
hafði verið bóndi og kunnað vel til
verks fyrir veikindin, en neyddist
vegna þeirra að flytja úr sveitasæl-
unni í þéttbýlið. Maðurinn gat hins-
vegar ekki hugsað sér líf án þess að
hugsa um einhverjar skepnur og
því var hann fljótlega eftir flutning-
inn búinn að koma sér upp ágætis
hestastóði, auk þess sem hann fékk
að „geyma“ nokkrar rolluskjátur á
nálægum sveitabæ.
Það kom hinsvegar fjótlega í ljós
að maðurinn hafði ekki lengur
burði eða getu til að hugsa um dýrin
sín. Hann heimsótti rollurnar sínar
reyndar öðru hvoru, en vandinn var
að það gátu liðið vikur milli þeirra
heimsókna. Bóndinn sem geymdi
rollurnar gafst upp á því fljótlega að
þurfa að mestu að sinna skepnunum
sem að lokum enduðu í sláturhúsinu.
Maðurinn var miður sín.
Hestur í ókunnugu húsi
Frammistaða mannsins að halda
hross gekk litlu betur. Hann átti
víst ekki i nein hús að vernda með
blessuð dýrin og tók því á það ráð
að lauma einum og einum hesti inn
í hesthús annarra, svona eins og
hann ætti von á að enginn tæki eftir
því að einn hestur hefði bæst við og
gæfi honum þvi að éta. Tilraun hans
til hestamennsku í þéttbýli varð því
lítið langlífari en rollubúskapurinn.
Um það leyti sem allt þetta gekk á
var maðurinn hinsvegar gerður það
sem kallað er „forðagæslumaður".
Sá einstaklingur á að gæta þess að
aðrir hestamenn og bændur sinni
skepnum sínum nægilega vel og að
allar fái þær nú réttan skammt af
heyi og fóðri á degi hverjum. Með
öðrum orðum - maðurinn sem
ekki stóð sig í dýrahaldinu var nú
Aðalbjörn Sigurðsson
kominn með eftirlitshlutverk með
öðrum hestamönnum og bændum.
Það þarf vart að fjölyrða hversu
mikið mark var tekið á blessuðum
kappanum þar sem hann fór á milli
bæja og hesthúsa í viðleitni sinni við
að sinna skyldum sínum, sem hann
engu að síður tók ákaflega alvarlega.
Ódýr kosningabrella
Þessi maður hefur komið upp í huga
minn reglulega að undanförnu,
reyndar í sambandi við allt annan
og óskyldan hlut.
íslendingar eru nefnilega að
vakna upp við þann vonda draum
um þessar mundir að kannski sé
nú hægt að hugsa betur um gamla
fólkið en nú er gert. Staðreyndin
er að þeir sem starfa við að sinna
þessum hópi eru með óskaplega lág
laun fyrir erfiða vinnu - með öðrum
orðum þá er ekki nógu vel búið að
starfsmönnum í þessum geira.
Hinsvegar er það gamla fólkið
sjálft sem lendir á biðlistum eftir
að komast inn á stofnanir sem ekki
fæst á starfsfólk af ofannefndum
ástæðum. Lausnin er einföld og
blasir við - það þarf einfaldlega
meiri peninga til að standa almenni-
lega að málum.
Það var síðan um helgina að Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson kom fram
eins og frelsandi engill og sagði að
gera þyrfti eitthvað í málinu. Ég verð
að viðurkenna að það var þá sem
maðurinn í sögunni hér að ofan kom
upp í huga mér, þvi það er vart hægt
að taka mark á sjálfstæðismönnum
í þessum efnum. Ríkisstjórnin, með
sjálfstæðisflokkinn við stjórnvölinn,
hefur ráðið ríkjum hér á landi um
það langt skeið að hæg hefðu heima-
tökin verið fyrir flokkinn að gera
eitthvað í málinu fyrir lifandi löngu
síðan. Það er ekki fyrr en nokkrir
mánuðir eru til kosninga að einum
sjálfstæðismanni dettur til hugar að
segja upphátt að leysa þurfi brýnt
vandamál - sem flokksfélagar hans
hafa hunsað á annan áratug. Er von
að mér finnist slikur boðskapur á
við ódýra kosningabrellu og finnist
hann ekki trúverðugur.
Höfundur erfréttaritstjóri Blaðsins
Klippt & skorið
klipptogskorid@vbl.is
Framsóknarmenn i Reykjavik hafa
tekið af skarið f kosningabaráttunni
og kynnt stefnuskrá sína, enda varla
seinna vænna miðað við dauflegar undirtektir
við framboðið í skoðanakönnunum að undan-
förnu. I stefnuskránni, sem lesa má á vefnum
(www.framsokn.is) kennir margra ágætra hug-
mynda, sem til framfara horfa, en eitt er það
þó sem lesandinn tekur
öðru fremur eftir. Sumsé
að þar er aðeins einu sinni
minnst á Framsóknarflokk-
inn. Að öðru leyti er aðeins
talað um B-listann og
helsta kosningaslagorðið
mun vera Exbé! Telja fróðir menn að Birni
Inga Hrafnssyni hafi verið ráðlagt af auglýs-
ingasérfræðingum að minnast sem minnst á
flokkinn, sem að baki býr.
eiðarahöfundur Morgunblaðsins (gær
má vart vatni halda yfir dásemdum
sjálfstæðismanna,
en af forystugreininni má
helst skilja að þeir séu öðrum
mönnum snjallari, skorinorð-
ari, viðbragðsskjótari og Klipp-
ari veit ekki hvað. Tilefnið er
ræða Vilhjálms Þ. Vilhjálms-
sonar á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins,
sem haldinn var á Akureyri um helgina. Þar
fjallaði hann um málefni aldraðra og hikaði
ekki við að taka eigin flokkssystkin til bæna
i þeim efnum. Og svo tók Árni Matthiesen
svona Ijómandi undir þessi orð og hét úrbótum.
Já, þetta er nú alveg frábært og einstakt... eða
hitt þó heldur: Sveitarstjórnarmaður grenjar
undan því i aðdraganda kosninga að sig vanti
meiri pening frá ríkinu og flokksbróðir hans i
fjármálaráðuneytinu segir honum blessuðum
að koma til að sækja sér hnefa í gullkistur skatt-
borgara. Einhverntíman hefði verið talað um
ódýran kosningavixil og kjósendur fá að borga.
m
Iþessum dálki í gær var skensast með
það að Fréttablaðið hefði alveg misst af
veigamiklu „ekki" í ræðu Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur á
flokksstjórnarfundi Samfylk-
ingarinnar, en fyrir vikið var
það ranglega eftir henni haft
áforsíðu blaðsins, að allt væri
að fara fjandans til í íslensku
efnahagslífi. [ gær var úr
þessu bætt með burðarfrétt á síðu tvö líkt og
fréttin væri ennþá ylvolg. Það hlýtur að vera
lengsta leiðrétting í íslensku dagblaði án und-
angengins dómsúrskurðar.