blaðið - 11.04.2006, Side 20

blaðið - 11.04.2006, Side 20
 oÍÁAjt/i BARNAVÖRUVERSLUN • GLÆSIBÆ simi 553 3386 - vww.oo.ís Hættulegar blöðrur Fyrir skömmu fór ég á mynd- arlega sýningu á höfuðborgar- svæðinu en þar voru ýmis fyr- irtæki að kynna vörur sínar. Mörg fyrirtækjanna voru að dreifa óuppblásnum blöðrum til lítilla barna. Börn undir 3 ára aldri setja allt í munninn og hættan við blöðruna er sú að hún vöðlast í munni barnsins og ef barnið gleypir hana óvart er mikil hætta á að hún rati í öndunarveg- inn. Það sem er hættulegt þegar blaðra stendur í barni er hversu erfitt það er að ná henni upp, þrátt fyrir að nærstaddir kunni skyndihjáp. Það er því afar mik- ilvægt að gefa litlum börnum aldrei óuppblásnar blöðrur. Fyr- irtæki sem ætla að gefa börnum blöðru ættu alltaf að gefa upp- blásnar blöðrur. Eins er mikil- vægt að börn séu ekki ein að leik með blöðrur þar sem það er mik- ilvægt að fjarlægja þær sem fyrst ef þær springa til að koma í veg fyrir köfnunarslys. Páskaegg Framleiðendur sælgætis eru vandvirkir þegar kemur að því að velja sælgæti inn í eggin en mikilvægt er að foreldrar að- stoði yngstu börnin. Það þarf til dæmis að kanna hvort það kunni að leynast sælgæti í egg- inu sem erfitt er fyrir barnið að tyggja eða er of stórt. Á hverju ári er tilkynnt um slys af völdum páskaeggja þar sem staðið hefur í barni og er því ástæða til að fara varlega. Gleðilega páska HerdísL. Storgaard herdis@lydheilsustod.is 20 I FIÖLSKYLDAN þriðjudagur 11. apríl 2006 blaöiö Nútímaleg og falleg eldhúsinnrétting með háglans-hurðum. Svartur litur hefur ekki verið algengur í eldhúsum en á þessu má sjá að hann á fullt erindi þar inn. Nero innréttingin án heimilistækja og blöndunartækja kostar 426,115 kr Eldhús nútímans snýst í meira mæli um samveru fjölskyldunnar og Kvik vinnur út frá því. Stórglæsileg Antracit baðinnrétting sem færir baðherbergið inn í nútímann. Skáparnir Bianco elhúsið er fallegt í útliti og þar er nægilegt pláss fyrir allt og alla. Án heimilis- og vaskurinn kostar alls 58,009 kr. tækja og blöndunartækja kostar Bianco innréttingin 318,229 kr. Miðvikudagur 12. apríl Greinar • Viðtöl • Fræðsla • og margt fleira blaöið Auglýsendur, upplýsingar veita: Kolbrún Ragnarsdóttir • Sími 510 3722 • Gsm 848 0231 • kolla@bladid.net Magnús Gautí Hauksson • Sími 510 3723 • Gsm 691 2209 • maggi@vbl.ís Gæðahönnun lítinn pening Á dögunum opnaði glæsileg Kvik verslun í Skútuvogi en þar má finna margvíslegt úrval af innréttingum, heimilistækjum, blöndunartækjum og fleiru. Kvik er þekkt danskt merki en búðirnar eru alls orðnar um 80 á Norðurlöndunum, Hol- landi, Belgíu og nú síðast á íslandi. Kvik sérhæfir sig í gæðahönnun úr góðu efni og verðinu er haldið niðri fyrir með fjöldaframleiðslu. Enda er kjör- orð Kvik að allir eigi rétt á fallegu eldhúsi fyrir litið fé. Atli Þór Alfreðsson, verslunar- stjóri Kvik, segir að viðtökurnar hafi verið ótrúlegar og starfsfólkið hafi vart undan. „Hér er hægt að kaupa innréttingar og setja þær saman sjálfur eða fá þær saman- settar, hvort sem maður vill.“ Sam- kvæmt Atla er ekki mikið mál að setja innréttingarnar saman enda fylgjaleiðbeiningar með. Aðspurður hvaða innréttingar séu vinsælar segir hann að höldulausar innrétt- ingar séu mjög vinsælar um þessar mundir. „Háglans innréttingar hafa einnig verið vinsælar um nokkurt skeið, hvort sem þær eru hvítar eða svartar. Eikin er líka að koma sterk inn. Auk þess er vinsælt að hafa tvö- faldar borðplötur, plötur sem eru um 6 cm á þykkt.“ Samkvæmt Atla Þór leggur fólk orðið meira upp úr inn- réttingum og er tilbúið að eyða pen- ingum í góðar innréttingar og tæki. Hér að ofan má sjá hluta af úrvali Kvik. Innifalið í verði er borðplata, höldur, skápar og sökkull. svanhvit@bladid. net

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.