blaðið - 11.04.2006, Page 28

blaðið - 11.04.2006, Page 28
28 I ÝMISLEGT ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 blaðiö Góð útstilling eykur sölu í Iðnskólanum í Hafnarfirði er hœgt að lœra útstillingu og hámið tekur tvö ár. Iðnskólinn í Hafnarfirði býður upp á nám í útstillingum en námið er bæði verklegt og bóklegt og tekur tvö ár. Þetta er áttunda árið sem Iðnskólinn býður upp á útstillingarnám og 20 nemendur eru teknir inn hvert haust. Margrét Ingólfsdóttir, deildarstjóri útstillingarbrautar í Iðnskólanum í Hafnarfirði segir að í náminu sé vöruframsetning kennd. „Mark- miðið er að þjálfa nemendur til sjálfstæðra vinnubragða og að þeir séu færir að vinna með vörur, sjón- gripi, liti, form og annað það sem máli skiptir þegar þarf að stilla upp vörum. Einnig er lögð áhersla á að nemendur öðlist hagnýta og fag- urfræðilega þekkingu í að stilla út vörum eða munum á faglegan og list- rænan hátt.“ Athygli beint að vörunni ,Það eru til dæmi um ioo% aukn- ingu á sölu,“ segir Margrét kímin „Það eru til dæmi um 100% aukningu á sölu," segir Margrét Ingólfsdóttir, deildarstjóri útstillingarbrautar I Iðnskólanum í Hafnarfirði. þegar hún er innt eftir því hve mikil- vægt það sé fyrir búðir að hafa góða útstillingu. „Góð útstilling selur vör- una, það er ekkert flóknara en það. Útstillarar þurfa að hafa skilning á því hverjum á að selja vöruna. Eins er mikilvægt að kunna að beina at- hyglinni að vörunni, til dæmis upp- röðun, hvernig litir og birta er notuð, rýmið sjálft og margt fleira. Það sem . . „Vildi ná tvöföldun á lestrarhraða en margfaldaði það.“ Þorvaldur Kristinsson, 32 ára prentari. Sumarnámskeið hefst 15. maí og 1. júní Sumarnámskeið Akureyri hefst 17. maí og 26. júní Skráning hafin á www.h.is og í síma 586-9400 HRAÐLESTRARSKÓUNN VR og fleiri stéttarfélög styrkja þátttöku félagsmanna sinna á námskeiðinu er notað aukalega með útstillingu er kallað sjóngrip sem er það sem grípur athygli viðskiptavinarins en það getur til dæmis verið hreyfing, hallandi línur og endurtekning. Það eru ótal hlutir sem útstillarar læra að verða meðvitaðir um.“ Ekki ný starfsgrein Þrátt fyrir að útstilling sé frekar óþekkt fag segir Margrét að það sé langt í frá að vera ný starfsgrein. „Fólk á íslandi hefur stillt út frá alda- mótum og þetta er því ekki ný starfs- grein. Þegar eyðimerkursalarnir röð- uðu á teppin sín þá röðuðu sumir betur en aðrir. Framsetning hefur alltaf verið til en það varð lægð í grein- inni þegar viðskiptafræðingar urðu til. Þeir höfðu kannski ekki skiln- ing á að það þurfti að gera eitthvað í gluggunum til þess að auka sölu. Núna er aukinn skilningur á því að ef útstillingin er góð þá eykst salan enda má sjá að það er mjög markviss framsetning á vöru í stórum verslun- arkeðjum á Islandi," segir Margrét og bætir við að útstilling sé ekki ein- ungis útstilling í glugga heldur fram- setning á vöru. „Þetta snýst um að meðhöndla vöruna og koma henni fram á skemmtilegan hátt. Þetta er líka spurning um að augað geti lesið það sem það sér.“ svanhvit@bladid.net BlaM/Steinar Hugi Guðbjörg Jónsdóttir:„Ferlið er ekki þannig að ég sest niður og þá koma hugmyndirnar allt f einu heldur er ég með hugann við þetta allan sólarhringinn." Hugmyndin þarí að vera framkvœmanleg Útstillinger andlit verslunarinnar ogfyrirtœki leggja sífellt meira upp úrfallegri útstillingu sem laðar að. Það er ekkert vafamál að útstill- ing búða geta gert úrslitamuninn og ákvarðað hvort viðskiptavinur gengur inn í búðina eða ekki. Það er að mörgu að huga þegar útstill- ing er valin og ekki er nægilegt að fá góða hugmynd, því hugmyndin þarf að vera framkvæmanleg og ekki má hún vera of dýr heldur. Guðbjörg Jónsdóttir er útstillari hjá Hagkaup í Kringlunni og féllst á að spjalla við Blaðið um starfið og mikilvægi útstillinga. Guðbjörg segir að útstillingin sé andlitið á búðinni en það á ekki einungis við gluggana. „Þetta snýst líka um heildarútlitið inni í búðinni. Búðin sjálf er deildarskipt en það er viss hugsun á bak við uppröðunina og ytra útlitið." Heildarútlit tengt árstíðum Guðbjörg segir að útstillingin sé að jafnaði vel skipulögð. „Varan er mjög breytileg og við breytum kannski um heildarútlit 4-6 sinnum á ári. Heildarútlitið fylgir þá yfirleitt árstíðum, sumar, vetur, vor og haust. Þess á milli erum við endalaust að skipta um fatnað, aukahluti eða bæta einhverju inn í,“ segir Guðbjörg sem hefur unnið við enn meira um þetta erlendis. „Mörg erlend fyrirtæki eru með hóp af fólki sem gera ekkert annað en að skipu- leggja gluggaútstillingar. Hér á landi fá sum alþjóðleg fyrirtæki sendar hannaðar útstillingar erlendis frá enda er þá ákveðin samræming á milli landa. I Hagkaup spilum við þetta af fingrum fram. Ég og önnur kona sem vinnur í Smáralind sam- ræmum okkur um heildarrammann, við setjumst niður, lítum í kringum okkur og komumst að einhverri nið- urstöðu. En það er ekki nóg að fá hugmynd, það þarf líka að útfæra hana, hún þarf að vera framkvæm- anleg og kostnaðurinn þarf að vera innan hæfilegra marka.“ Þróuð hugmynd Guðbjörg segist aldrei verða uppi- skroppa með hugmyndir. „Það ger- ist voðalega sjaldan. Ef það gerist þá fer ég bara út, keyri einn hring og kem fersk til baka. Það er ýmis- legt sem ég hef til hliðsjónar þegar ég stilli upp, eins og hvaða árstíð er, hvaða litir eru í gangi og hvað er í tísku. Það er misjafnt hvað það tekur okkur langan tíma að ákveða hvernig útstilling á að líta út. Ég byrja kannski á einum punkti og svo þróast hugmyndin. Sumir sitja við borð og teikna, ég geri það reyndar ekki heldur framkvæmi frekar. Ferlið er ekki þannig að ég sest niður og þá koma hugmynd- irnar allt í einu heldur er ég með hug- ann við þetta allan sólarhringinn." svanhvit@bladid.net útstillingar í Hag- kaup í níu ár og er því ýmsu vön. „Ég er blómaskreytir og það má segja að þetta sé svipað, nema bara í stækk- aðri mynd.“ Hæfilegur kostnaður Fyrirtæki leggja orðið meira upp úr fallegum gluggaút- stillingum og sam- kvæmt Guðbjörgu er 99............ En það er ekki nóg að fá hug- mynd, það þarf líka að útfæra hana, hún þarfað vera framkvæm- anleg og kostn- aðurinn þarf að vera innan hæfilegra marka. Garðahreinsun i Reykjavík Vorhreinsun í görðum Reykjavikur verður 21.-30. apríl nk. Þá munu starfsmenn framkvæmdasviðs borg- arinnar leggja garðeigendum lið og fjarlægja greinaafklippur og annan garðaúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk. Borgarbúar eru hvattir til að taka til hendinni í sínu nánasta umhverfi og efna til sameig- inlegra hreinsunardaga í sinni götu eða hverfi. Stofnanir og fyrirtæki eru einnig hvött til að skapa stemningu hjá sínu fólki fyrir þessum málum. Sorpa mun á þessu tímabili kynna þjónustu sína sérstaklega til að upp- fræða borgarbúa til að auðvelda þeim sundurgreiningú á sorpi og hvernig best sé að koma því til förg- unar. Umhverfis- og framkvæmda- svið Reykjavíkurborgar stendur nú fyrir vitundarvakningu í umhverf- ismálum með áherslu á umgengni og hreinsun borgarinnar undir yf- irskriftinni „virkjum okkur“. Eitt markmið vitundarvakningarinnar er að vekja fólk til umhugsunar um umhverfi sitt og umhverfi borgar- innar og leggja hönd á plóginn. ------------,--------------------------------—-----------—--------------------- Vorhreinsun í görðum Reykjavíkur verður 21 .-30. apríl nk. og þá eru borgarbúar hvattir til að taka til hendinni.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.