blaðið - 11.04.2006, Side 32
32 I MENMIMG
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 blaðiö
Eftirlætisskáldsögur
breskra
í Bretlandi var nýlega gerð
könnun á því hvaða skáldsögur
heilluðu breska karlmenn mest.
Niðurstaðan er sú að karlmenn
eru hrifnastir af skáldsögum sem
lýsa skeytingarleysi, einangrun
og skorti á tilfinningasam-
böndum. Tvær konur, prófessorar
í Queen Mary College, tóku viðtöl
við 500 karlmenn, sem margir
hverjir tengjast bókmenntaheim-
inum á einhvern hátt, og spurðu
þá um skáldsögur sem hefðu
breytt lífi þeirra. Bókin sem
flestir nefndu er Útlendingurinn
eftir Albert Camus en þar á eftir
komu Bjargvætturinn í grasinu
eftir JD Salinger og Sláturhús 5
eftir Kurt Vonnegut.
Fyrir rúmu ári var gerð svipuð
könnun um eftirlætisskáldsögur
breskra kvenna og þar lenti Hroki
og hleypidómar eftir Jane Austen
í fyrsta sæti og þar á eftir komu To
Kill a Mickingbird eftir Harper Lee
og Jane Eyre eftir Charlotte Bronte.
Ein kona á verk meðal tuttugu eft-
irlætisskáldsagna breska karla, en
það er Harper Lee. Listi kvennanna
er fjölbreyttari en karlanna en þeir
völdu aðallega bækur sem þeir
höfðu lesið sem unglingar. I viðtöl-
unum kom fram að karlmenn milli
karla
Albert Camus. Skáldsaga hans Útiending-
urinn er eftirlæti breskra karlmanna.
tvítugs og fimmtugs gera lítið af því
að lesa skáldsögur.
Listinn yfir eftirlætisskáldsögur
breskra karlmanna fer hér á eftir.
Verkin eru sett í stafrófsröð sam-
kvæmt eftirnöfnum höfundanna.
• Útlendingurinn.
Albert Camus
• Innstu myrkur.
Joseph Conrad
• Glæpur og refsins.
Foydor Dostójevskí
• Gatsby hinn mikli.
F.S. Fitzgerald
• Brighton Rock.
Graham Greene
• Catch 22.
Joseph Heller
• High Fidelity.
Nick Hornby
• Ulysses.
James Joyce
• Metamorphosis.
Frank Kafka
• Bókin um hlátur og gleymsku.
Milan Kundera
• To Kill a Mockingbird.
Harper Lee
• Hundrað ára einsemd.
Gabriel Garcia Marquez
• Lolita.
Vladimir Nabokov
• 1984.
George Orwell
• Bjargvætturinn í grasinu.
JD Salinger
• Þrúgur reiðinnar.
John Steinbeck
• Hobbitinn.
JRRTolkien
• Hringadróttinssaga.
JRR Tolkien
• Ævintýri Stikilsberja Finns.
Mark Twain
• Sláturhús 5.
Kurt Vonnegut
Ljósmynd/Friörik Rafnsíon
aturog gleymsku.
Milan Kundera. Breskir karlmenn hafa dálæti á verki hans Bókin um
mKEÍS ^ ■
Sótt í smiðju Maugham
Sögur Somerset Maugham hafa
margoft verið kvikmyndaðar.
Skemmst er að minnast Being
Julia þar sem Annette Bening fór
með aðalhlutverkið og hreppti
Óskarsverðlaunatilnefningu. Nú
hafa þrjár af þekktustu leik-
konum Hollywood sýnt áhuga á
taka að sér hlutverk í myndum
sem gerðar eru eftir sögum
Maugham.
Naomi Watts, stjarnan úr King
Kong, hyggst leika í The Painted
Veil sem fjallar um aðalskonu sem
friðþægir fyrir syndir sínar með því
að fara til Kína og líkna kólerusjúk-
lingum. Greta Garbo lék þetta sama
hlutverk á sínum tíma. Leikkonan
Meg Ryan hefur áhuga á að leika í
endurgerð kvikmyndarinnar The
Letter en Bette Davis átti einn sinn
stærsta leiksigur í því hlutverki. Og
Halle Berry íhugar að taka að sér
hlutverk í Rain, sem er ein frægasta
smásaga Maugham. Joan Crawford
og Rita Hayworth léku áður sama
hlutverk á hvíta tjaldinu.
Annette Bening. Hún fékk Óskarsverðlaunatilnefningu fyrir hlutverk sitt í Being Julia
eftir sögu Somerset Maugham.
Sýnt á NASA við Austurvöll
Miðvikudagur 12. april
Laugardagur 15. apríl
Miðvikudagur 19. apríl .
Miðasala í síma 575 1550,
verslunum Skífunnar og www.midi.is
Sœnsk ísprinsessa
Ari útgáfa hefur
skáldsöguna
eftir Camillu
inguÖnnuRagnhildar
dóttur. Sagan gerist um vetur
í Fjállbacka. Kona finnst látin
í haðkarinu á æskuheimili
sínu, sem orðið er að sumardval-
arstað fjölskyldunnar, og virðist í
fyrstu um sjálfsvíg að ræða. I ljós
kemur að svo er ekki. Kemur þá
til kasta lögreglunnar og böndin
berast að bæjarbúum sem vita ým-
islegt hver um annan og viðkvæm
Camilla Lackberg. Lesendur SKTF-blaðsins
I Svlþjóð kusu hana höfund ársins 2005.
leyndarmál koma í ljós. Mest mæðir
á Patrik Hedström lögreglumanni
og hann kemst varla hjá þvi að not-
færa sér upplýsingar sem vinkona
hans, rithöfundurinn Erica Falck,
kemst yfir á harla vafasaman hátt.
Lesendur SKTF-blaðsins í Svíþjóð
kusu Camillu Láckberg höfund ársins
2005. Sænska rílcissjónvarpið hefur
keypt kvikmyndaréttinn af tveimur
íyrstu sögum hennar og mun gera tvo
sjónvarpsþætti eftir hvorri bók. Tökur
hefjast í haust og munu verða i stíl
bresku „Inspector Morse“ þáttanna.
Sitenging
Út er komin ljóðabókin Sítenging
eftir Sigurbjörn Þorkelsson. Um er
að ræða 90 ljóð sem flest ef ekki öll
hafa einhvern trúarlegan tón. Síteng-
ing er fjórtánda bók Sigurbjörns Þor-
kelssonar og jafnframt hans þriðja
ljóðabók. Áður hafa komið út eftir
hann ljóðabækurnar Aðeins eitt
líf árið 2000 og Lífið heldur áfram
2002.
SU DOKU talnaþrautir
Su Doku þrautin snýst um
aö raða tölunum frá 1-9
lárétt og lóörétt í reitina,
þannig að hver tala komi
ekki nema einu sinni fyrir
í hverri línu, hvort sem er
lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu
má aukin heldur aðeins
nota einu sinni innan hvers
níu reita fylkis. Unnt er að
leysa þrautina út frá þeim
tölum, sem upp eru gefnar.
Gáta dagsins
3 8 2 9
4 3 2 5 8
1 4 9
2 8 7 3 6
7 4 9 6
1 3 6 9 4
7 4 2 3 1 5
6
BUOOKL SHOP IS (©6610015
Lausn siðustu gátu
1 3 8 4 6 2 5 7 9
9 4 7 5 3 1 8 6 2
5 6 2 7 8 9 1 3 4
2 1 6 3 4 7 9 5 8
7 5 9 6 1 8 2 4 3
3 8 4 9 2 5 6 1 7
6 2 1 8 7 4 3 9 5
4 9 3 2 5 6 7 8 1
8 7 5 1 9 3 4 2 6