blaðið - 11.05.2006, Blaðsíða 2
2IFRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2006 blaöið
blaöiö________________
Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Sími: 510 3700 •www.vbl.is
FRÉTTASÍMI:
510 3799
netfang: frettir@bladid.net
AUGLÝSINGADEILD:
510 3744
netfang: auglysingar@bladid.net
Munu auðmenn Evrópu aka um á
brynvarinni útgáfu af Lödu Sport?
Ný Lada
Kalashnikov
Samkvæmt rússneska við-
skiptablaðinu Vedemosti hefur
vopnaframleiðandinn Rosobor-
onexport hafið samstarf við
bílaframleiðandinn Chemezov
um að þróa svar Rússa við
bandaríska Hummerjeppanum
og freista þess að keppa við vin-
sældir hans. Chemezov er þekkt-
ast fyrir framleiðslu á Lada-
bílnum. Freðmýratröllið mun
bera nafnið Lada-Kalashnikov,
í höfuðuð á hinum þekkta riffla-
smið, og mun vera brynvarinn
útgáfa af Lödujeppanum.
Bandaríski Hummerjepp-
inn var fyrst framleiddur
fyrir herinn en er nú vinsællt
stöðutákn meðal auðmanna á
Vesturlöndum.
Er kvíðinn að fara með þig?
Zhena's Gypsy Tea
gæti komið að gagni
Rasberry Earl Gray
Englatár - 551 8686
www.englatar.is
BlaÖiÖ/Frikki
Upphafshöggið
Kylfingum Islands fjölgaði um einn í gær en þá sló hún Fjóla Ýr sitt fyrsta högg með dyggri aðstoð föður síns, Jörundar, á ævingasvæði
Golfklúbbs Garðabæjar og Kópavogs. Golfíþróttin nýtur mikilla vinsælda meðal Islendinga og eru hinir fjölmörgu kylfingar landsins
að undirbúa sig fyrir hápunkt golfvertíðarinnar.
Dollarinn niður
fyrir 70 krónur
Gengi íslensku krónunnar styrkt-
ist um o,8% í gær á viðskiptum á
millibankamarkaði. Gengi Banda-
ríkjadollars er því komið undir 70
krónur á ný og mælist nú 69,89
krónur. Pundið er í 130 krónum
og evran 89 krónum.
Eftir lok viðskipta á
millibankamarkaði í gær
tilkynnti yfirvöld peningamála
í Bandaríkjunum um 0,25%
vaxtahækkun. Vextir bandaríska
seðlabankans eru nú 5%.
Þá hækkaði úrvalsvísitalan um
0,48% í Kauphöllinni í gær. Mest
hækkuðu bréf Bakkavarar um
2,24% og þá bréf Actavis um 1,1%.
Mest lækkuðu hins vegar bréf
Vinnslustöðvarinnar um 5,68%
og bréf Össurar um 5,4%.
Alls námu viðskipti með
hlutabréf um 2,2 milljörðum
þar af 534 milljónum með bréf
Landsbankans.
Mikil óánægja með fyrir-
hugaða flutninga í Mjódd
Starfsmenn Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíghafa efasemdir um að nýtt húsnæði
í Mjóddinni bjóði uppá viðunandi starfsaðstæður. Mómæla skorti á samráði.
Almenn óánægja ríkir meðal starfs-
manna Heilsuverndarstöðvarinnar
við Barónsstíg með fyrirhugaðan
flutning upp í Mjódd. Formaður
starfsmannaráðs segir starfs-
menn óttast að nýja húsnæðið
henti alls ekki undir starfsemi
heilsugæslunnar.
Ekkert samráð
Samkvæmt tilkynningu sem heil-
brigðis- og tryggingamálaráðu-
neytið sendi frá sér í gær mun
starfsemi heilsugæslu höfuðborgar-
svæðisins verða flutt í Mjóddina í
ágústmánuði næstkomandi.
Stöðin hefur um áratuga skeið
verið staðsett við Barónsstíg en það
húsnæði var selt fyrirtækinu Mark-
hús ehf í nóvembermánuði á síðasta
ári. í kjölfarið var leitað tilboða fyrir
nýtt húsnæði og urðu þau alls fjögur
þegar upp var staðið.
Lægsta tilboðið kom frá tveimur
eigendum húsnæðis í Mjóddinni og
var gengið frá samningum við þá að-
ila síðastliðinn mánudag. Um er að
ræða annars vegar húsnæði að Álfa-
bakka 16 þar sem Visa ísland var
áður með aðalskrifstofur og hins
vegar hæð í Þönglabakka 1 þar sem
nú er keilusalur.
Einnig barst tilboð frá núverandi
eigendum Heilsuverndarstöðvar-
innar við Barónsstíg um að leigja
það húsnæði til baka til heilsugæsl-
unnar en því tilboði var hafnað.
Á fundi starfsmanna heilsuvernd-
arstöðvarinnar í gær var lýst yfir
óánægju með hvernig heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytið og
fjármálaráðuneytið hafa ákveðið
flutninga án samráðs við starfsfólk
og stjórnendur. Töldu fundarmenn
mikinn vafa leika á því hvort nýtt
húsnæði í Mjóddinni henti starfs-
semi heilsugæslunnar.
Virtir að vettugi
Að sögn Guðrúnar Bjarnadóttur,
formanns starfsmannaráðs Heilsu-
gæslu höfuðborgarsvæðisins, ríkir
mikil óánægja meðal starfsmanna
með fyrirhugaða flutninga í Mjódd-
ina. Telja starfsmenn ráðuneytin
hafa virt þá að vettugi með því að
hafa ekki samráð við þá. „Við erum
að gagnrýna fyrst og fremst sam-
ráðsleysið. Það var ákveðið í fyrra
að selja stöðina og sú vitneskja
barst okkur án þess að við hefðum
nokkuð um það að segja.“
Guðrún segir starfsmenn einnig
vera óánægð með að þeir hafi ekki
fengið að vera með í ráðum þegar
ákveðið var val á nýju húsnæði.
Starfsmennirnir mundu frekar hafa
kosið að vera áfram í núverandi hús-
næði og að tilboði Mark-húss ehf
hefði verið tekið.
Þá segist Guðrún hafa efasemdir
um hvort að húsnæðið í Mjóddinni
henti undir starfsemi heilsugæsl-
unnar og bjóði upp á viðunandi
starfsaðstæður. „Talsverður hluti
af þessu húsnæði í Mjóddinni er
geymsluhúsnæði. Þar er mikið mið-
rými sem hentar okkur illa, Hér
er starfssemi sem byggir mikið á
litlum herbergjum þannig að við
sjáum fyrir okkur að þetta komi til
með verða meira og minna glugga-
laust. Það ríkir mikil tortryggni hér
gagnvart þessu húsnæði."
%jt Helðiklftitéttskýjaðfc*. Skýjað Alskýjaðt'5~u Rigning,lltllsháttar^ri*Rlgnlng^- -Súld * Snjðkoma-- • Slydda^Js Snjúél -- -Skúr
iiu/illr
Algarve 23
Amsterdam 23
Barcelona 21
Berlín 22
Chicago 11
Dublin 15
Frankfurt 22
Glasgow 17
Hamborg 22
Helsinki 18
Kaupmannahöfn 20
London 20
Madrid 24
Mallorka 22
Montreal 16
New York 15
Orlando 23
Osló 18
París 19
Stokkhólmur 18
Vin 19
Þórshöfn 03
Veðurhorfur í dag kl: 15.00
Veðursíminn ÍW2 0600
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands
Á morgun