blaðið - 11.05.2006, Blaðsíða 6
6IFRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2006 blaðið
Árbæjarsafnið ekki
í Hljómskálagarðinn
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóra-
efni Samfylkingarinnar, segir ekk-
ert óeðlilegt við að starfsfólk Árbæj-
arsafns hafi ekki verið haft með í
ráðum þegar unnið var að þeirri
hugmynd að flytja safnið út í Viðey.
Hann segir ekki koma til greina að
flytja safnið í Hljómskálagarðinn,
þar sé ekki nægt rými.
Borgarminjavörður
kemur að málinu
,Þetta erindi barst einfaldlega inn
á borð hjá borginni," segir Dagur.
,Nú er að fara í gang vinna við að
að skoða kosti og galla hugmynd-
arinnar og Guðný Gerður Gunn-
arsdóttir, borgarminjavörður, og
einn starfsmanna safnsins, verður
verkefnastjóri þess hóps sem skip-
aður hefur verið til þess að fara yfir
málið.“
Dagur segir hugmyndina um
flutning safnsins vera spennandi og
að á henni séu margar hliðar. „Ég
held að það sé engin ástæða til þess
að horfa bara á þær hliðar málsins
sem sýna einhverskonar rask eða
ógnanir. Það eru einnig fullt af
tækifærum í þessu máli, jafnt fyrir
Árbæjarsafnið á núverandi stað og
einnig fyrir Viðey og hugsanlegan
flutning húsa þangað.
Kaffihús í Hljómskálagarðinum
Þegar fréttist af hugsanlegum flutn-
ingi Árbæjarsafnsins til Viðeyjar
flaug mörgum í hug tillaga Hrafns
Gunnlaugssonar, kvikmyndagerðar-
manns, um að flytja safnið í Hljóm-
skálagarðinn til þess að gæða hann
meira lífi. Dagur segist telja að þar
sé ekki nægt rými fyrir safnið en
verið sé að vinna að því að gæða garð-
inn meira lífi. „Við erum að útfæra
skipulag í Hljómskálagarðinum
þannig að þar megi koma fyrir kaffi-
húsi, að minni tillögu. Þær tillögur
eru ekki tilbúnar ennþá en verða
það vonandi fljótlega. Þeirri hug-
mynd verður hrint í framkvæmd fái
ég einhverju um það ráðið,“
segir Dagur.
Aðspurður hvort
ekki væri tilvalið
að flytja Árbæj-
arsafnið í
Hljómskála-
garðinn
s e g i r
h a n n
þ a ð
v a r 1 a
mögu-l
1 e g t.
„ Þ a ð
kemst
e k k i
fyrirþar
v e g n a
þess að ég
tel að jafn- _
framt því
sem við
vinnum að því
að Hljómskálagarð-
urinn nýtist betur fyrir
almenning þá verðum við
einnig að standa vörð um hann
sem lystigarð þar sem hægt er að
slaka á með börnunum, afa sínum
og ömmu eða hverjum sem er.“
Háðsádeila en
ekki klofningur
Frambjóðanda F-listans í Reykjavík segist hafa skrifað umdeilda
grein sem háðsádeilu á umræðuna um Reykjavíkurflugvöll.
Umræða um staðsetningu Reykjavík-
urflugvallar hefur
ýttmikilvæg-
arikosn-
Gjaldfrjals leikskóli
er 30 þúsund króna
kjarabót ó mónuði
fyrir hvert barn
Höldum áfram á réttri leið
með Samfylkingunni ^
XS
á Keflavíkurflugvelli þar til þeir
geti sest að í Vatnsmýrinni. Þá segir
Gísli í greininni að flytja eigi bústað
forseta Islands út í Viðey til að nýta
það svæði betur.
Gísli skipar nú 15. sæti á lista Frjáls-
lyndaflokksins í Reykjavík en flokk-
urinn hefur einn flokka lýst því yfir
að hann vilji ekki flytja flugvöllinn
úr Vatnsmýrinni. Því vöktu hug-
myndir Gísla nokkrar athygli og
hafa m.a. Björn Ingi Hrafnsson,
oddviti Framsóknarflokksins
í Reykjavík, og Björn Bjarna-
son, dóms- og kirkjumálaráð-
herra, bent á að þær séu alveg
á skjön við stefnu F-listans í
þessum málaflokki.
Ekki klofningur
Gísli Helgason segir grein sína
alls ekki vera tákn um klofning
innan F-listans í Reykjavík. Hann
segist hafa skrifað þessa grein
meira í gríni en alvöru og með henni
hafi hann viljað gagnrýna þá mikla
áherslu sem umræðan um flugvöll-
inn hafi fengið í aðdraganda kosn-
inga. „ Þessi grein mín er háðsádeila
á alla þessa umræðu. Mér finnst
umræðan orðin svo yfirgengileg að
hún er byrjuð að skyggja á mikilvæg-
ari málaflokka. Það hefur t.d. ekki
verið mikið fjallað um velferðarmál
í þessari kosningarbaráttu."
Þá segist Gísli persónulega vera
þeirrar skoðunar að flugvöllurinn
eigi heima á Álftanesi en hann
sé engu að síður sammála stefnu
flokksins í flugvallarmálinu. „Mín
sannfæring er sú að flugvöllurinn
væri best kominn á Álftanesi. Veður-
farslega og landfræðilega er Álftanes
besti kosturinn. Hins vegar er lang
ódýrast að hafa flugvöllinn áfram í
Vatnsmýrinni og úr því sem komið
er best að hafa hann þar áfram. Ég
er því ekkert á skjön við flokkinn í
því samhengi."
SJONARÉffiLL
konur
stúlkur
piltar
börn
karlmenn
eldri konur
eldri karlmenn
STÓRIR karlmenn
STÓRAR konur
bfont.
Gleraugnaverslun
Reykavíkurvegur 22
220 Hafnarfírði
565-5970
STÆRRI VERSLUN
MEIRA ÚRVAL
MiNiMA
Þar sem gæðagleraugu..
....kosta minna
mga-
málum
til hliðar að
mati Gísla Helgasonar, varaborg-
arfulltrúa F-listans. Hann segir
umdeilda grein sína um tilfærslu
flugvallarins á Álftanes hafa verið
skrifaða meira í gríni en alvöru og
alls ekki tákn um klofning innan
F-listans.
Forsetabústaður í Viðey
Gísli Helgason, varaborgarfulltrúi
F-listans, lagði fram þá hugmynd
í grein sem birtist í Fréttablaðinu
á dögunum að Reykjavíkurflug-
völlur yrði fluttur úr Vatnsmýrinni
á Álftanes. í greininni kemur fram
að á meðan á framkvæmdum stæði
yrði íbúum á Álftanesi boðið bráð-
arbirgðarhúsnæði á varnarsvæðinu
Gísli Helgason, varaborgarfulltrúi F-listans,
Myndasafn Morgunblaðsins
Sýndu meiftðratðkta við ^rillið!
Steikar- og grillsmjör ásamt grillsósum
frá meistarakokkum Argentínu
kóróna ljúffenga máltíð.
+
imumgmmi/
KR^DNAN
KOSTAR MINNA
Fílar á grassléttu eru marktækt
öruggari en fílar á sænskum þjóð-
vegum.
Fílar í umferða-
róhappi í Svíþjóð
Fjórir fílar sem starfa fyrir
sænska þjóðarsirkusinn lentu
í umferðaróhappi norðan við
Stokkhólm í gær. Fílarnir voru
í bíl sem var að flytja þá milli
staða en ökumaður missti
stjórn á honum með þeim
afleiðingum að bíllinn fór utan-
vegar. Kalla þurft i út þrjá sjúkra-
flutningabifreiðar og eina þyrlu
vegna slyssins. Einn fílanna,
Indy, slasaðist lítillega en hann
lenti undir bílnum. Það tók á
aðra klukkustund að losa fílinn.
Á meðan á því stóð notuðu
hinir þrír fílarnir, þeir Madras,
Tokney og Mosely, tímann og
tuggðu gras við vegarkanntinn.
Búist er við að fílarnir verði
komnir aftur til starfa fljótlega.