blaðið - 11.05.2006, Blaðsíða 21
‘Margír árgangar afgóðu víní
Barinn á Hereford er sérstaklega kyns gæðavíni. Eins er hægt að valið fyrir matargesti að taka
huggulegur, húsgögnin eru þægi- setjast við barinn eftir að mat- kvöldið snemma og njóta þess
leg enda bólstruð með þykkri arins hefur verið notið og fá sér að sitja að spjalli. Látið þjónana
nautshúð. Á barnum er tilvalið kaffi og koníak. dekra við ykkur og slappið af í ró-
að fá sér fordrykk eða velja á Þar sem andrúmsloftið á Here- legu umhverfi.
milli fjölmargra árganga af hvers ford er þægilegt og létt þá er til-
Á matseðli Hereford er ekki að- fyrsta flokks. Eins geta gestirnir
eins að finna gæða steikur heldur byrjað á ljúffengri sjávarrétta-
má þar líka fá grillaða túnfisk- súpu sem er full af góðu sjávar-
steik, humar og grillaðan kónga- fangi og bragðast einstaklega vel
krabba en sjávarfangið á Here- enda hráefnið það besta sem völ
ford kemur frá Snæfiski og er erá.
SérvaCíð ísCenskt
nautaidöt
Gestir Hereford sérpanta steikina og
uppáhalds meðlæti.
Hereford býður upp á úrvals
nautakjöt. Hvort sem það eru
nautalundir, fillet eða entrecote
þá er hægt að vera viss um að
aðeins sé verið að nota besta hrá-
efni sem völ er á. Únnið er sam-
kvæmt ströngum gæðastöðlum
þegar kjötið er steikt til þess að
tryggja að útkoman verði eins og
best verður á kosið og í samræmi
við þær grillhefðir sem hafðar
eru í fyrirrúmi á steikhúsum
Hereford.
Nautakjötið sem kemur frá
Ferskum kjötvörum hf. er úr
vörumerkjunum íslands lamb og
íslands naut en Hereford notar
eingöngu íslenskt kjöt. Ungnauta-
kjötið er sérstaklega valið úr
bestu gripunum og er það vöðva-
fullt og fitumikið. Kjötið er látið
meyrna í ákveðinn tíma og er svo
skorið í sérstaka bita eftir óskum
yfirmatreiðslumeistara Hereford.
Kjötið er einstaklega meyrt, safa-
mikið og bragðgott.
Kvöldgestir á Hereford fá í hend-
urnar lítinn pöntunarseðil með
matseðlinum þar sem þeir taka
fram hversu stóra nautasteik þeir
vilja fá á diskinn sinn, hversu
mikið steikta og hvaða meðlæti
þeir kjósa sér. Þar sem viðskipta-
vinurinn getur valið sér sína
stærð á kjötinu þá er þess gætt að
vinnsluaðferðin sé slík að gestur-
inn fær það sem hann pantar en
kjötið er unnið í einingar sem
eru vigtaðar nákvæmlega upp á
gramm þannig að sá sem pantar
sér 300 gr. steik getur verið viss
um að fá eina slíka.
(gæcfavín á aóBu verðí
Hereford steikhús býður upp á mikið úrval af góðum vínum.
Á Hereford er lögð mikil áhersla
á gæði bæði matar og drykkjar.
Þess vegna er boðið upp á stór-
glæsilegan vínseðil þar sem hægt
er að velja á milli hundrað vínteg-
unda frá öllum helstu vínframleið-
endum heimsins. Þar má nefna
vín frá Argentínu, Ítalíu, Spáni,
Frakklandi, Suður-Afríku, Chile
og Bandaríkjunum. Allt eru þetta
úrvals vín í öllum verðflokkum.
Þjónarnir á Hereford hafa góða
þekkingu á vínunum og geta því
aðstoðað við val á besta víninu
með matnum.
Á Hereford eru ekki aðeins góð
léttvín í boði heldur er líka gríðar-
legt úrval af sterkum vínum en þar
má nefna Armagnac sem kemur
frá samnefndu héraði í suðvestur-
hluta Frakklands en Armagnac
er elsta brennda vín Frakka og
hefur verið framleitt síðan á 16.
öld. Hereford býður upp á marga
árganga af þessum sögulega eðal-
drykk sem ilmar af karamellu og
viðarkeim.
Vín hússins
Vín hússins er sérpantað frá fram-
leiðendum fyrir Hereford steik-
hús og fæst ekki annars staðar hér
á landi. Það kemur frá Argentínu
og er því sérstaklega ljúft með
nautasteikinni. Sérstök aðferð er
notuð við framreiðslu vínsins sem
dregur fram bestu eiginleika þess.
Vínið er látið renna í gegnum sér-
staka víndælu sem samanstendur
af nokkrum rörum. Við það
loftar vel um það líkt og það hafi
staðið um tíma eftir umhellingu í
karöflu.
Hannes Halldórsson annar eig-
enda Hereford hannaði „öndunar-
vélina” sérstaklega fyrir veitinga-
staðinn og njóta gestirnir góðs af.
Vín mánaðarins
Vín mánaðarins hjá Hereford er
að þessu sinni frá Carmen en fyr-
irtækið hefur sjö sinnum verið
valið sem víngerð ársins í Chile.
Vina Carmen er eitt þekktasta
vínfyrirtæki Chile og stendur á
traustum grunni þar sem það
hefur að mörgu leyti verið braut-
ryðjandi í víngerð í Chile. Vina
Carmen var stofnað árið 1850 af
Christian Lanz sem nefndi fyrir-
tækið í höfuðið á ástkærri eigin-
konu sinni, Carmen. Árið 1992 var
fyrirtækið endurbyggt og nýjum
vínvið plantað með það í huga að
ná fótfestu í útflutningi og í dag
eru vín frá Carmen seld í yfir 50
löndum.
í Vínbúðum fást fjölmörg vín
frá Carmen á góðu verði. Grunn-
línan kostar 1.090 kr. og fást vín
úr þrúgunum Chardonnay, Carm-
inére og Cabernet Sauvignon.
Einng má nefna reserve vín, Mer-
lot sem kostar 1.390 kr., Cabernet
Sauvignon og Carmenére/Ca-
bernet Sauvignon á 1.490 kr. Síð-
astnefnda vínið fékk í fyrra fimm
stjörnur í hjá hinu virta tímariti
Decanter en tímaritið var með sér-
staka úttekt á vínum frá Chile.
Heinekenjs
ENGAR MÁLAMIÐLANIR, NJÓTUM LÍFSÍNS TIL FULLS!