blaðið - 11.05.2006, Blaðsíða 14
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: ÁsgeirSverrisson.
Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber.
GÖMUL HÚS í
STÆRRI MIÐBÆ
Framfarahugur einkennir baráttuna fyrir borgarstjórnarkosning-
arnar í höfuðstaðnum síðar í þessum mánuði. Því ber að fagna, jafn-
framt því að menn sýnast nú skyndilega tilbúnir til að kynna stórar
hugmyndir sem hafa myndu mótandi áhrif á Reykjavík framtíðarinnar.
Kosningabaráttu eiga menn að nýta til að kynna sýn sína til verkefna og
veruleika í stað þess að gleyma sér í þreytandi og lítt áhugaverðum deilum
um tækniatriði.
Á þessum stað hefur m.a. verið spurt hvað orðið hafi um metnaðarfulla
og um margt heillandi áætlun um byggð við sund og í eyjum sem Sjálf-
stæðisflokkurinn í Reykjavík kynnti ekki alls fyrir löngu. Nú hefur gefist
tækifæri til að taka það mál á dagskrá á ný þar sem rætt er um hvort flytja
beri Árbæjarsafn í Viðey.
Skondið er það hversu mjög umræðan snýst nú um að flytja beri hluti og
fyrirbrigði til innan borgarlandsins. Allgóð samstaða hefur skapast um að
flytja beri Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni. Nú hefur þeirri hugmynd
verið komið á framfæri að flytja beri Árbæjarsafn í Viðey. Einhverjir hafa
síðan lagt til að embættissetur sameiningartákns þjóðarinnar verði flutt
og hefur Viðey einnig verið nefnd í því viðfangi.
Flutningur Árbæjarsafns gæti reynst hið ágætasta kosningamál og væri
óskandi að einhver flokkanna tæki það upp á arma sína með afgerandi
hætti. Viðey hentar á hinn bóginn ekki sem geymslustaður fyrir þessi
gömlu og fallegu hús. Hvaða not eða gaman hefðu borgarbúar af þeim þar?
Til hvers ættu menn að þurfa að leggja á sig bátsferð til að njóta „sjarma”
þessara gömlu húsa?
Miðbær Reykjavíkur er úr hófi fram lítill. Með því að flytja gömlu húsin
úr Árbænum í Hjómskálagarðinn mætti stækka miðbæinn til muna og
teygja í átt til flugvallarsvæðisins þar sem byggð mun rísa. Hljómskála-
garðurinn er lítið sem ekkert notaður vegna þeirrar einföldu ástæðu að
þar er ekkert. Með því að koma þar fyrir gömlum, fallegum húsum mætti
skapa umgjörð um mannlíf og margvíslega starfsemi. Gömul hús á vitan-
lega að nýta svo sem frekast er kostur. f Hljómskálagarði mætti leigja (jafn-
vel selja) áhugasömum húsin undir veitingarekstur og atvinnustarfsemi
margvíslega t.a.m. listasmiðjur, gallerí, verslanir og fleira. Þar mætti og
skipuleggja skemmtanir og garðurinn myndi vísast henta ágætlega fyrir
útimarkað.
Gömlu húsin í Árbænum eru ekki dauðar minjar um horfna tíma; þau
eru lifandi hluti menningarsögunnar. Húsin ber að nýta til að stækka mið-
borgina og auka aðdráttarafl hennar.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík.
Aðalsími: 510 3700. Símbréf áfréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: Islandspóstur.
frá kr. 29.995
17. og 24. maí
Síðustu sætin
Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð til Rimini í ma(.
Njóttu lífsins á þessum vinsælasta sumarleyfisstað (talíu.
Bókaðu sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar
þú gistir.
Verð kr. 29.995
Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, (íbúð í
viku. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn.
Aukavika kr. 10.000.
Verð kr. 39.990
Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/stúdíó/íbúð í viku. Flug,
skattar, gisting og íslensk fararstjórn.
Aukavika kr. 10.000.
www.heimsferdir.is
Skógarhlið 18-105 Reykjavik - sfmi 595 1000
Heimsferðir
Auglýsinga ir 510 37i ;4
ft K H £ mmmmmmmmm
14 I ÁLIT
FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2006 blaöið
ÍÁRJB/EJARWN í
VATNSMYRlNA
Ox
e»
-tíHlIPR.
íhaldið og kellingin í Atómstöðinni
I Atómstöðinni eftir Halldór Lax-
ness lendir aðalpersónan Ugla upp á
kant við góðborgarafrúna sem hún
er vinnukona hjá því þær greinir á
um hvort eigi að opna dagheimili í
Reykjavík. Frúin - sjálfstæðiskona
að sjálfsögðu - áleit „vöggustofur"
vera kommúnisma og fyrirbauð allt
tal um slíkt í sínum húsum.
Atómstöðin er að sjálfsögðu skáld-
saga og hún olli miklum deilum, en
engum datt samt í hug að gera at-
hugasemdir við þann samfélagslega
bakgrunn sögunnar að vinstri- og
hægrimenn höfðu ólíkar skoðanir í
lykilmálum; vinstrimenn á árunum
uppúr seinna stríði vildu leikskóla
en hægrimenn ekki - hægrimenn
aðhylltust Keflavíkursamninginn
við Bandaríkin en sósíalistarnir
ekki. Og þetta er rifjað upp nú án
þess að fella dóma um hvorir höfðu
réttar fyrir sér.
Dagvist og jafnaðarstef nan
Næstum fjörutíu árum eftir útkomu
Atómstöðvarinnar bjó ég í Kaup-
mannahöfn með dætur á leikskóla-
aldri. Og það var ekki flókið mál að
fá fyrir þær góða vistun - maður
þurfti bara að útfylla tilheyrandi
eyðublöð og svo fékíc maður tilkynn-
ingu um hvar þær ættu rétt á plássi.
Þetta var enginn séstakur lúxus og
ekki alveg ókeypis, en hentaði for-
eldrunum fínt og krakkarnir voru
þarna í glaðværð og öryggi á daginn,
að leika við jafnaldra og gott fólk leit
til með þeim og sá um að þeim liði
vel.
Kunningjar sem voru við nám í
nágrannalöndum höfðu sömu sögu
að segja; þar var yfirleitt gott að vera
með börn. Og hví er verið að rifja
þetta upp? Jú, vegna þess að sums-
staðar á Vesturlöndum var ástandið
algerlega glatað í þessum efnum; til
dæmis í bandarískum borgum - og
í Reykjavík.
Munurinn lá í því að annars-
staðar i Norður-Evrópu höfðu jafn-
aðarmenn komist í valdaaðstöðu
og orðið leiðandi afl, á meðan skoð-
anabræður atómstöðvarfrúarinnar
réðu öllu i Reykjavík og víðast hvar
í Bandaríkjunum. Á þeim stöðum
fékk enginn „sósíalismi" að vaða
uppi.
Einar Kárason
íhaldið í atómstöðinni
Ég flutti svo heim og fór að reyna
að útvega daggæslu fyrir stelpurnar.
Og ástandið var ídjótískt; formlega
átti að vera hægt að fá fjögurra tíma
pláss, en það kostaði langa bið á biðl-
istum. Helst þurfti að beita klækjum,
leggja pressu á embættisfólk með
stöðugum hringingum ef eitthvað
átti að gerast; sumir voru að innrita
sig í skóla að nafninu til því að náms-
menn höfðu einhvern forgang, hjón
og sambýlisfólk voru að skrá sig
til heimilis á sitthvorum staðnum
til að eiga betri möguleika sem ein-
stæð foreldri. Og vei þeim sem fluttu
á milli borgarhluta - þeir voru óðar
komnir neðst á lista i nýja hverfinu.
Og þessi della, sem gerði Reykja-
vík að viðundri meðal evrópskra
borga, var við lýði til 1994. Næstum
hálfri öld frá Atómstöðinni.
Stundum eru menn kaldhæðnir
og tala eins og allir pólitíkusar séu
eins og það skipti engu máli hvað
maður kjósi. En skoði menn þessi
mál má sjá hvílík stakkaskipti urðu
með kosningasigrinum 1994, þegar
núverandi formaður Samfylkingar-
innar var kjörinn borgarstjóri.
Eftir kosningahrakfarir D-list-
ans í Reykjavík undanfarin tólf ár
tekur hann nú þann kost að fela sig
á bakvið stjórnmálastefnu jafnaðar-
manna; reynir að yfirbjóða. En það
er mikilvægt að menn sjái í gegnum
það. Þegar Ihaldið réði ríkjum í borg-
inni var hans eina stolt að hér voru
menn duglegri að malbika en þeir
í Kópavogi, og að hafa alltaf nægi-
legt framboð af einbýlishúsalóðum.
Allir máttu byggja sem það vildu, í
hverfum þar sem reyndar ekkert
var; engin dagheimili að sjálfsögðu
og varla búið að hrófla upp nema
einni barnaskólaálmu, sem auð-
vitað var tví- eða þrísetin
Breytingarnar urðu þégar R-list-
inn undir forystu jafnaðarmanna
náði völdum í Reykjavík. Nú bjóða
þeir fram glæsilegan lista undir
merkjum Samfylkingarinnar, og
vilji menn halda áfram að búa í líf-
vænlegri höfuðborg er eina ráðið að
kjósa hana í komandi kosningum.
Höfundur er rithöfundur.
Klippt & skoríð
Eina lífsmarkið, sem sést í kosningabar-
áttu Samfylkingarinnar i Reykjavík,
eru pistlar ofurbloggarans Össurar
Skarphéðinssonar. Hann
er greinilega pirraður vegna
dvínandi gengis Dags B. Egg-
ertssonar og skrifar dýrvitlaus
gegn Sjálfstæðisflokknum. (
gær brá Össur sér út fyrir borgar-
mörkin og birti illyrtan pistil um bæjarstjórann
í Mosfellsbæ, Ragnheiði Ríkharðsdóttur,
og ásakar hana um „ítalskar kosningaaðferðir".
Ástæðan er sú að Ragnheiði
hugkvæmdist það þjóðráð að
lækka fasteignagjöld um 15%
og senda ávísun á fasteignaeig-
endur. Össur kallar þetta blygð-
unarlaus atkvæöakaup korteri fyrir kosningar
og telur að svona aðferðir haf i ekki þekkst utan
bæjarins Corleone á Sikiley. Minnugir rifja hins
vegar upp að ekki er svo langt síðan Össur var
sjálfur talsmaður skattalækkana.
Ohætt er að segja að umfjöllun Kast-
Ijóss Ríkisútvarpsins (RÚV) um Baugs-
málið hafiýft einhverjar
fjaðrir og hafa Baugsmenn haldið
uppi stórskotahrið á annan hvern
starfsmann RÚV og frú undan-
farna daga. Þórhallur Gunnars-
son sendi af því tilefni frá sér yfirlýsingu, þar
sem hann sallaði niður mótbárurnar lið fyrir lið.
Sigmar Guðmundsson, sem sá um þessar at-
hyglisverðu fréttaskýringar, vill greinilega ekki
vera eftirbátur Þórhalls að þessu leyti og birti
hann eftirfarandi yfirlýsingu á blogg sínum:
,Einhverra hluta vegna erþessa stundina
nokkur áhugi fyrir bátsferdum og siglingum
umsjónarmanna Kastljóssins. Iþvi Ijósi er rétt
klipptogskorid@vbl.is
að taka fram að einu siglingarnar sem ég hef
fariö I á lífsleiðinni voru ekki meöThee Viking
ó Florida, heldurmeð Akraborginni á áttunda
áratugnum. Jón Gerald Sullenberger fórekki
meðméríþessarferðir, helduramma Ragga.
Vonandi aðþetta valdi ekkiruglingi."
SlGMAft GUOMUNDSSON, 9.V.200Ö, SIGMARG.8lOGSftOI.COM
Vinur klippara er á því að Morgunbiaðið
hafi ekki sinnt samráðsmálum olíufé-
laganna af sömu áfergju og Baugsmál-
inu. Ekki er hins vegar vist að sá grunur sé á
rökum reistur, því þegar málunum erflett upp
í gagnasafni Mogga og aöeins gáð að frétta-
skrifum undanfarna 12 mánuði má finna 56
fréttiraf Baugsmálinu en 267 af samráði olíufé-
laganna. En leitarvélin er dyntótt, svo sjálfsagt
vantar inn einhverjar fréttir af Baugsmálinu
meðan fréttir af samhliða verðhækkun olíufé-
laganna hækka þann bunka.