blaðið - 11.05.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 11.05.2006, Blaðsíða 8
Betra verð 8IFRÉTTIR FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2006 blaðiö Góð með kjúklingi, svínakjöti, reyktum laxi, graflaxi, salatsósa og í kalt pastasalat hverskonar. sem "'■■T VOGABÆR Frábær köld með kjúklingi og lambakjöti og út á pizzuna. Góð á saltkexiö meö rifsberjahlaupi og sem idýfa. Hunangs innepssi Gráðcstasésa Sarkozy hyggst afhjupa „samsærismennina" Innanríkisráðherrann Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra Frakklands, blés á þriðjudag til sóknar gegn þeim sem hann vænir um að hafa sett blett á mannorð sitt í því augnamiði að spila fyrir mögu- leikum hans á að verða næsti forseti landsins. Sarkozy lýsti yfir því að hann myndi gera allt sem honum væri unnt til að leiða í ljós sannleikann að baki tilraunum til að tengja hann við spillingarmál sem rekja má aftur til ársins 1991. Þar ræðir um uppdikt- aðar ásakanir þess efnis að hann hafi tengst mútugreiðslum vegna sölu á herskipum til Taívan. Stuðningsmenn innanríkisráðherr- ans segja að Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, kunni að hafa átt þátt í því að tengja nafn sSarkozy spillingarmálinu. Telja þeir hinir sömu að forsætisráðherranum beri að segja af sér. Sarkozy lét þessi orð falla í borginni Nimes í Suður-Frakklandi og hafa sumir fréttaskýrendur sagt að ræðu hans megi túlka sem upphaf baráttu hans fýrir því að hreppa forsetaemb- ættið á næsta ári. Ræðan var sýnd í beinni útsendingu í sjónvarpi og við- staddur var fjöldi stuðningsmanna innanríkisráðherrans. Vill endurheimta traust alþýðu á stjórnmálum Ráðherrann kvað ýmislegt hafa farið úrskeiðis í Frakklandi. Nefndi hann efnahagslífið og almannaþjónustu en bætti við að hann vildi leitast við að sannfæra alþýðu manna að ástæðu- laust væri með öllu að snúa baki við stjórnmálum og stjórnmálamönnum. Sarkozy vék í ræðu sinni að Cle- arstream-málinu svonefnda sem hann hefur verið bendlaður við að undirlagi forsætisráðherrans að því er stuðningsmenn hans telja. Sagði innanríkisráðherrann ótækt með öllu að slíkum aðferðum væri beitt í hefur baráttuna fyrir forsetakosningarnar. Reuten Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra Frakklands, ávarpar stuðningsmenn sína.Talið er víst að hann bjóði sig fram í forsetakosningunum á næsta ári. frönskum stjórnmálum til að koma höggi á pólitíska andstæðinga. Sagðu hann samsærismenn hafa verið að verki og hét því að afhjúpa þá. „Ég mun halda á lofti kröfunni um að sannleikurinn verði leiddur í ljós vegna þess að slík hneykslismál mega aldrei á ný koma upp í lýðveldinu,“ sagði ráðherrann. Fyrr um daginn hafði Sarkozy svarað spurningum rannsóknardóm- ara vegna ákæru sem hann hefur lagt fram í þeim tilgangi að leiða í ljós hverjir það voru sem reyndu að sverta nafn hans í tengslum við Clearstream- málið. Dominique de Villepin forsæt- isráðherra hefur staðfastlega borið til baka fréttir þess efnis að Jacques Chirac forseti hafi farið þess á leit við hann að hugsanleg aðkoma Sarkozy að Clearstream-hneykslinu yrði tekin Reuters Dominique de Viilepin, forsætisráðherra Frakklands til rannsóknar. Hefur forsætisráð- herra, líkt og Sarkozy, vænt samsæris- menn um að vilja koma höggi á sig. Hamas veitt frestur til ársloka ísraelar og kvartettinn þrengja að palestínskum stjórnvöldum. Reuters Ehud Olmert, forsætisráðherra fsraels, og Símon Peres, 1 ísraelska þinginu í gær. ísraelar hafa gefið Hamas-samtök- unum, sem leiða ríkisstjórn Palest- ínumanna, frest til loka þessa árs til þess að hefja viðræður um endan- lega lausn á deilunni milli þjóðanna. Ef leiðtogar Hamas fallast ekki á tilboðið munu ísraelsk stjórnvöld skilgreina einhliða landamæri ríkis- ins fyrir árið 2008. Þetta kom fram í yfirlýsingu Haim Ramon, sem er dómsmálaráðherra ísraels og náinn bandamaður Ehud Olmert, forsætis- ráðherra, í gær. Áður hafði Olmert lýst því yfir að Israelar myndu draga endnaleg landamæri fyrir árið 2010. Skilyrði Israela fyrir samningaviðræðum er að Hamas viðurkenni tilverurétt ísra- elsríkis og láti af ofbeldisaðgerðum. Talsmaður ríkisstjórnar Hamas, Ghazi Hamad, sagði í kjölfar yfirlýs- ingar ráðherrans að ísraelar hefðu engan áhuga á viðræðum. Hann sagði að fresturinn sem Israelar settu Palestínumönnum væri marklaus brella. Hamad sagði einnig að settust Palestínumenn að samningaborðinu myndu Israelar aldrei fallast á kröfur þeirra. Einn helsti samningamaður Palestínumanna, Saak Erekat sem stendur nærri Mahmoud Abbas forseta palestínsku heimastjórnar- innar, tilkynnti í gær að forsetinn væri reiðubúinn að hefja viðræður án aðildar ríkisstjórnar Hamas. Isra- elsmann hafa áður lýst því yfir að samningaviðræður við Abbas séu tilgangslausar nema komi til stefnu- breytingar hjá Hamas. Kvartettinn á móti einhliða ákvörðun um landamæri Hinn svokallaði alþjóðalegi kvartett í friðarferlinu milli Israela og Palest- ínumanna, en hann skipa fulltrúar Bandaríkjanna, Rússlands, Evrópu- sambandsins og Sameinuðu þjóð- anna, hafnar því að ísraelsmenn geti ákvarðað landamæri sín einhliða. Eftir fund kvartettsins í New York á þriðjudag sagði Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að endanleg landamæri á rnilli ísra- els og Palestínu þyrftu að hljóta sam- þykki allra málsaðila. Á fundi kvartettsins var ákveðið að hefja á ný fjárhagsaðstoð við Pal- estínumenn. Áðstoðin mun standa yfir í þrjá mánuði og er talið líklegt að Alþjóðabankinn muni hafa yfir- umsjón með henni. Peningunum verður veitt beint til Palestínumanna og mun ríkisstjórn Hamas ekki hafa neitt um ráðstöfun þeirra að segja. Eftir að Hamas-samtökin kom- ust til valda í Palestínu ákváðu flest vestræn ríki að láta af fjárhagsaðstoð þangað til að samtökin viðurkenndu tilverurétt Ísraelsríkis. Þetta hefur gert að verkum að nijög hefur þrengt að getu ríkisstjórnar Hamas til þess stjórna landinu. Stjórnmálaskýr- endur telja að markmið kvartettsins með því að veita Palestínumönnum fjárhagsaðstoð næstu þrjá mánuði sé tvíþætt. 1 fyrsta lagi til þess að koma f veg fyrir að palestínska ríkið hrynji sökum fjárskorts og í öðru lagi til þess að veita ríkisstjórn Hamas ákveðið svigrúm til þess að endur meta stefnu sína gagnvart ísrael.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.