blaðið - 11.05.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 11.05.2006, Blaðsíða 22
‘IsCensiza CamCa- (tíötíð Cest í Ceímí Hereford steikhús býður upp á sérvalið íslenskt lambakjöt. Aðeins besta fáanlega kjötið er matreitt á Hereford steikhús en Ferskar kjötvörur hf. sérvelja allt kjöt og sker það eftir kúnstar- innar reglum fyrir steikhúsið. íslenska lambakjötið hefur vakið sérstaka athygli víða um heim. Rannsóknir hafa verið gerðar bæði hérlendis og erlendis á landbúnaðarvörum og hefur ís- lenska lambið komið langbest út úr öllum þessum könnunum. Almenningur hefur á und- anförnum árum farið að gera auknar kröfur um hollustu og hreinleika matvæla. Fólk vill fá ferskt og gott kjöt sem hefur ekki verið mengað með óæski- legum efnum eins hormónum en hormónagjöf er ekki leyfð í sauðfjárrækt á íslandi. Kannanir á lambakjöti hafa staðfest gæði íslenska lambsins en samkvæmt niðurstöðum samanburðarrann- sóknar sex Evrópuríkja á sam- setningu og gæðum lambakjöts er íslenska lambakjötið meyrast og ríkast af Omega 3-fitusýrum. (slenska lambakjötið ber keim af hreinni náttúru landsins Hin geysivinsælu svínarif á Hereford steikhúsi eru látin marinerast í hinni frábæru 66 Motel sósu frá Hot Spot og síðan pensluð með henni áður en þau eru borin fram. Þetta gerir þau ómótstæðilega góð Ýmsir þættir hafa áhrif á bragð og gæði lambakjöts en þar má nefna kyn lambsins, aldur þess og fæðan sem það hefur nærst á. íslenskt lambakjöt er þekkt um allan heim fyrir hreinleika og einstakt bragð. Ástæðan fyrir þessum einstöku gæðum er að sjálfsögðu sú að íslensk lömb hafa flest öll gengið frjáls í ómenguðu umhverfi á fjöllum og heiðum, drekkandi hreint og tært vatn og nærst á grænum grösum og berjum en þetta skilar sér í ljúf- fengu og bragðmiklu kjöti. íslenska lambakjötið þykir fremur bragðmilt og það er að hluta til vegna þess að íslensku lömbin eru mun yngri þegar þeim er slátrað. Erlendis eru lömbin sem leidd eru slátrunar gjarnan eldri og af þau sökum verður kjötið ekki eins gott. Mörgum finnst erlent lambakjöt of bragðsterkt en það getur líka stafað af því fóðri sem þau hafa fengið enda verða útlendingar margir hverjir undrandi þegar þeir bragða íslenska lambakjötið og tala um hve bragðgott og milt það sé. Ekki má gleyma því að íslenskt lambakjöt er laust við hormóna og sýklalyf, öfugt við lambakjöt í ýmsum öðrum löndum. Allt kjöt er skoðað af dýralæknum og síátrun og kjötvinnsla er undir ströngu gæðaeftirliti. Því er ekki furða að íslenska lambakjötið sé alltaf jafn vinsælt. Hereford steikhús býður að sjálf- sögðu upp besta á lambakjötið og dýrindis meðlæti með og því frá borðum eftir að hafa snætt ís- ætti enginn að fara vonsvikinn lenska lambið. HEREFORD FRÉTTIR

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.