blaðið - 01.06.2006, Síða 10
FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2006 blaöið
10
TT 'jr r| »1
fululiAii
Sumarstarf
Árbœjar-
safns
Mikið verður um að vera í Ár-
bæjarsafni í sumar að venju. í
dag hefst sumarstarf safnsins
og verður það opið alla daga
frá klukkan ío til 17. Alla sunnu-
daga í sumar verður boðið uppá
sérstaka viðburði og má m.a.
nefna fornbíladag, harmóniku-
hátíð og heyannir að gömlum
sið.
Næstkomandi sunnudag
koma Fáksmenn í heimsókn á
safnið og þá verður guðsþjón-
usta í gömlu torfkirkjunni
klukkan 11.
Þann 16. júní næstkomandi
opna tvær nýjar sérsýningar í
safninu. Annars vegar- „Hús-
gerð höfuðstaðar - Saga bygg-
ingartækninnar" og hins vegar
sýningin „Diskó og pönk“.
Aðgangseyrir er 600 kr. fyrir
fullorðna en ókeypis er inn á
safnið á föstudögum.
Nýtt upphaf
- ný ævintýri
Viðopnum 2. júní
Bjartir dagar i Hafnarfirði
Listahátíð Hafnarfjarðar verður settformlega í dag. Boðið verður uppá fjölbreytta dagskráfyrir alla aldurshópa.
Lögð verður áhersla á börn, ung-
linga og fjölmenningu á Björtum
dögum, lista- og menningarhátíð
Hafnarfjarðar. Hátíðin verður sett
formlega í dag en þá verður einnig
útnefndur bæjarlistamaður Hafnar-
fjarðar þetta árið.
Fjórða árið í röð
Boðið verður upp á fjölbreytta dag-
skrá fyrir alla aldurshópa á Björtum
dögum, lista- og menningarhátíð
Hafnarfjarðar. Hátíðin verður sett
formlega í Hásölum klukkan 16 í
dag og mun hún standa í tíu daga
eða til sunnudagsins 11. júni. Þetta
er fjórða árið í röð sem boðið er uppá
sérstaka listahátíð í Hafnarfirði.
1 þetta sinn verður sérstök áhersla
lögð á börn, unglinga og fjölmenn-
ingu. Tekur dagskráin mið af
þessum áherslum ogmá t.a.m. finna
mikið af efni sem höfðar beint til
barna og taka þau einnig virkan þátt
í mörgum atburðum. Þannig munu
leikskólabörn í Hafnarfirði skreyta
fyrirtæki og stofnanir með verkum
sínum og þá munu þrír hafnfirskir
söngvarar sýna barnaóperuna
Bastien og Bastienne eftir Mozart í
Hafnarfjarðarleikhúsinu á morgun
svo fátt eitt sé nefnt.
Laugardagurinn 3. júní verður
sérstaklega helgaður fjölmenningu
en þá verður m.a. opið hús hjá ný-
búadeild Lækjarskóla þar sem boðið
verður upp á fjölmörg skemmtiat-
riði. Um kvöldið verður svo haldin
söngvakeppni hinna mörgu tungu-
mála í Hafnarfjarðarleikhúsinu.
Keppnin er haldin í samstarfi við
Alþjóðahúsið en í henni mega þátt-
takendur hvorki syngja á móður-
máli sínu né ensku. Hefst keppnin
klukkan 20.
Á setningarhátíð lista- og menningarhátfðar Hafnarfjarðar í dag mun blokkflautukór Áslandsskóla leika nokkur lög undir stjórn Rann-
veigar Hafberg. Dagskrá listahátíðarinnar tekur sérstakt mið af börnum og unglingum.
Sinna öllum aldurshópum
Að sögn Marínar Hrafnsdóttur, dag-
skrástjóra listahátíðarinnar, höfðar
dagskráin til allra aldurshópa. Hún
segir markmiðið að skapa skemmti-
lega hátíð þar allir geta fundið eitt-
hvað við sitt hæfi. „Við erum að
sinna öllum aldurshópum. Augljós-
lega með tilliti til þema hátíðarinnar
er mikið af dagskráratriðum fyrir
börn.“
Marín segir mikið af innflytj-
endum í Hafnarfirði og því hafi verið
ákveðið að leggja sérstaka áherslu á
fjölmenningu í þetta skiptið. „Um
6% íbúa Hafnarfjarðar eru innflytj-
endur. Þetta er hærra meðaltal en
á landsvísu. Þar sem þetta á að vera
menningarhátíð fyrir alla bæjarbúa
fannst okkur því eðlilegt að leggja
áherslu á fjölmenninguna.“
Þá segir Marín ókeypis inn á
flesta viðburði hátíðarinnar. „Það
er undantekning ef það kostar inn.
Við reyndum að hafa ókeypis inn
á sem flesta viðburði og það kostar
ekkert inn á barnaviðburði. Það eru
aðeins á einstaka viðburðum í Hafn-
arfjarðarleikhúsinu þar sem krafist
er aðgangseyris og í einstaka öðrum
undantekningartilvikum.“
1 dag eru einnig 98 ár síðan Hafn-
arfjarðarbær fékk kaupstaðarrétt-
indi. Tekið verður sérstakt tillit til
þess á setningarhátíðinni í dag þegar
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri, setur
hátíðina formlega. Bæjarlistamaður
Hafnarfjarðar verður útnefndur og
veittir verða tveir hvatningarstyrkir
til listamanna.
LAGERHILLUR
Til sölu notaðar lagerhillur úr stáli. Um er að ræða hillur á ca 150
ferm gólffleti á tveimur hæðum ca 220 cm á hæð x 2. Hentar fyrir
varahluti eða alls konar vörur í þeim dúr. Selst á staðnum til
niðurtektar eða niðurtekið. Verðtilboð óskast í allann pakkan.
Upplýsingar í síma 896 0599 eða 899 2844.
Hægt að skoða á staðnum.
www. n uddpottar. is
Glæsilegir rafhitaðir nuddpottar frá Californiu
verð frá 399.000 til 490.000
Rúmgóðir og djúpir nuddpottar frá 13001. til 17001.
Njóttu sumarsins í nuddpotti frá nuddpottar.is
Hvað er betra en að liggja í heitum nuddpotti
og njóta sumarkvöldsins
Við hjá nuddpottum.is viljum óska öllum okkar
viðskiptavinum til hamingju með sína glæsilegu potta
KÍKTUÁ HEIMASÍÐU 0KKAR www.nuddpottar.is
Fastagestir frumflytja
Baróperu á Grand Rokk
Björgúlfur Egilsson er einn af þremur höfundum óperunnar Baróperan sem frumflutt
verður á listahátíð Grand Rokks næstkomandi laugardag. Um sextán leikendur taka þátt
í verkinu og leikið verður undir á kontrabassa, gítar, mandólín og banjó.
Boðið verður uppá frumsamda
óperu á listahátíð Grand Rokks sem
hefst í dag. Verkið verður frumflutt
á laugardaginn en það eru fasta-
gestir barsins sem sömdu óperuna
sérstaklega fyrir listahátíðina.
Franskur listamaður
Listahátíð Grand Rokks hefst form-
lega í dag klukkan 18 með uppá-
komu franska Fluxuslistamannsins
Robert Filliou. Fjölmargir listamenn
úr ólíkum listgreinum taka þátt í
hátíðinni en henni lýkur næstkom-
andi sunnudag með stórtónleikum
hljómsveitarinnar Hjálma á efri
hæð Grand Rokks.
Þetta er í fimmta skiptið sem
Grand Rokk blæs til listahátíðar en
hátíðin einkennist af fjölbreyttri
dagskrá þar sem blandað er saman
ólíkum listgreinum. Á morgun
föstudag mun m.a. jasshljómsveitin
Flosason Koppel Quintett spila og á
laugardaginn verður frumflutt ný
ópera sem fastagestir Grand Rokks
hafa sérstaklega samið fyrir lista-
hátíðina. Um er að ræða verkið Bar-
óperan eftir þá Jón Benjamín Eiríks-
son, Björgúlf Egilsson og Magnús
Einarsson. 1 verkinu taka þátt 16
leikendur en það fjallar á gaman-
saman hátt um lífið á barnum. Hefst
sýningin klukkan 16. Strax á eftir
mun Inferno 5 svo fremja gjörning-
inn Sársauka óperan.
Á meðan á listahátíðinni stendur
verður boðið uppá lifandi list á
neðri hæðinni. Þar munu listamenn
smám saman skapa listaverk en
hægt verður að kaupa endanleg verk
á sérstöku uppboði sem fer fram á
sunnudaginn.
Ókeypis aðgangur
Að sögn Þorsteins Þórsteinssonar,
verta á Grand Rokk, er hátíðin fyrst
og fremst haldin til að skapa tilbreyt-
ingu. „Við erum að þessu til að hafa
gaman af og skapa tilbreytingu. Þá
leiðist fastagestum okkar ekki að fá
tækifæri til að gera eitthvað annað
en drekka bara bjór. Hátíðin er að
mestu unnin af þeim og þeir standa
á bak við flestar uppákomur.“
Þorsteinn segir aðgang ókeypis á
alla viðburði nema tónleika Hjálma
á sunnudaginn. Frekari upplýsingar
um dagskrá listahátíðar Grand
Rokks má finna á vefsíðunni www.
grandrokk.is.