blaðið

Ulloq

blaðið - 01.06.2006, Qupperneq 26

blaðið - 01.06.2006, Qupperneq 26
26 I FJÖLSKYLDAN FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2006 blaðið Sjálfsstyrkingarnámskeid fyrir börn á aldrinum 10 - 12 ára J Foreldrahúsi fer fram námskeiðið Börnin okkar, en því er ætlað að hjálpa krökkum að skilja tilfinningar stnar og undirbúa sigfyrir hin erfiðu unglingsár. Á námskeiðinu eru sex til átta krakkar saman í hóp. í gegnum margskonar vinnu og með aðstoð fagmanna, læra þau að skilja sjálf sig og heiminn í kring. Aldurinn 10-12 ára getur oft verið mjög viðkvæmur og ef rétt er að málum staðið ætti að vera hægt að reyna að fyrirbyggja það að börnin fari út í vitleysu þegar gelgjuskeiðið tekur við. Börn á þessum aldri þurfa athygli og alúð líkt og öllum öðrum aldri, en þau verða líka að kunna að þekkja sjálf sig og eigin viðbrögð, til- finningar o.fl. „Við fermingu, annaðhvort á undan eða eftir, verða oft gífurlegar breyt- ingar á lífi og tilveru barna og þá er um að gera að vera vel undirbúinn,“ segir Ólöf Ásta Farestveit, uppeldis og afbrotafræðingur sem er umsjón- arkona þessara námskeiða. „Þetta námskeið byggist fyrst og fremst á því að byggja sjálfsvirðing- una upp í gegnum t.d. leikræna tján- ingu, teikningar og fleira en með þessu læra börnin hver þau eru og hversu mikils virði þau eru. Þau fá að vita að fólk er ekki allt eins, en mikil- vægt engu að síður og að allir einstak- lingar skipta heilmiklu máli.“ Hvað er best fyrir mig? ,k námskeiðinu læra börnin líka að vinna með eigin tilfinningar og skilja þær. Þetta er mjög sterkur und- irbúningur fyrir það sem koma skal, því þegar börn fara inn í unglings- árin þá mæta þeim alltaf einhverjar uppákomur þar sem miklu skiptir að þau geti tekið sjálfstæðar ákvarðanir. Til dæmis þegar farið er að pressa á þau að gera eitthvað eða taka þátt í einhverju sem þau vilja kannski ekki gera. Þá eiga þau að kunna að hugsa út frá sjálfum sér og spyrja-Hvað er best fyrir mig? Ef krakkarnir eru að fara að gera eitthvað af sér, er það þá best fyrir mig að taka þátt í því? Eða er betra að ég segi nei? Börnin læra að skilja þarna á milli og hversu mikilvægt það er að geta sagt nei með það fyrir augum að vernda eigin hagsmuni. Það hefur sýnt sig að krakkar sem eru sjálfstæðir og ákveðnir eru miklu sterkari leiðtogar og forystusauðir í vinahópum. Það er yfirleitt litið upp til þeirra sem hafa sjálfstæðar skoðanir, jafnvel þó að það sé ekki gert á því augnabliki sem þau neita að taka þátt í einhverju vafasömu. En yfirleitt er það reyndin eftir á.“ Deila reynslu „Við kennum börnunum líka að vinna með, læra og skilja eigin tilfinn- ingar og hvernig er best að bregðast við þeim. Tilfinningar eins og reiði, sorg, gleði, eftirvæntingu og allt þar á milli. Þau læra hvernig þau eiga að sættast við eigin tilfinningar og hve- nær er eðlilegt að upplifa hina eða þessa tilfinninguna. Þau læra líka að tala um tilfinningar sínar innan hópsins og geta oft leiðbeint hvort öðru í ákveðnum stöðum. Oft upplifa þau að þau séu einu manneskjurnar í heiminum sem líður svona, en þegar þau tala saman þá kemur oft í ljós að þau hafa mörg verið í sömu sporum og geta þannig deilt reynslu og styrk með hvort öðru. Við þetta getur myndast gott traust á milli barnanna sem er mjög uppbyggilegt fyrir þau.“ Kenna sjálfum sér um ófarirnar Hvernig börn eru það sem korna helst á þetta námskeið? „Þetta eru oftar en ekki börn sem eru svolítið til baka eða eru óörugg og mörg hafa lent í einhverskonar einelti. Þegar slíkt á sér stað þá brotnar sjálfsvirðingin oft niður og við reynum að hjálpa til við að byggja hana upp að nýju. Við fáum þau líka til að skoða ein- eltið út frá krökkunum sem ráðast á þau. Að sjá að það hlýtur eitthvað að vera að hjá krökkum sem finna það í sér að ráðast á önnur börn. Þannig tökum við ábyrgðina af þeim þar sem þau hafa tilhneigingu til að kenna sjálfum sér um ófarirnar," segir Ólöf Ásta að lokum og bendir um leið á að mjög hæft fagfólk komi að þessum námskeiðum. Hvert námskeið varir í um tíu vikur og er einu sinni í viku, í eina og hálfa klukkustund í senn. margret@bladid.net Stúlkur sem verða fyrir einelti líklegri til að eiga í sambandserfiðleikum Á síðasta ári gerði breski sálfræð- ingurinn, Valerie Besag, rannsókn á einelti ellefu ára barna i grunn- skólum. Rannsóknin fór aðallega þannig fram að Valerie kvikmynd- aði börnin á skólalóðinni og rann- sakaði með því hegðun þeirra. Rann- sókn þessi stóð yfir í tæplega eitt og hálft ár. í viðtali við The Daily Mail sagði Valerie niðurstöðurnar hafa verið áhugaverðar „Strákar sýna fremur líkamlegan styrk sinn þegar þeir hrekkja en stúlkur leggja meiri stund á andlegt ofbeldi". Rannsóknin leiddi enn fremur í ljós að þegar stúlkur verða fórnar- lömb eineltis þá leiðir það oft til sam- bandserfiðleika síðar á ævinni. Þær ofvernda eigin börn og eru sjálfar í enn meiri hættu á að verða lagðar í einelti á vinnustað. Þegar stelpur leggja hver aðra í einelti þá snýst andúðin fremur um öfund og þannig verður hún persónulegri og brýtur sjálfstraust fórnarlambanna enn frekar niður. Dr Valerie Besag er fyrrum kennari sem er núna ráðgjafi í kennslusál- fræði. Hún hefur öðlast mikla virð- ingu fyrir rannsóknir sínar á þessu sviði og í dag starfar hún sem al- þjóðlegur ráðgjafi hvað varðar þessi mál. Hún er sérfróð um forvarnir gegn einelti, lausnir og greiningar á andfélagslegri hegðun skólabarna í ýmsum þjóðfélögum. margret@bladid. net Börn Herdís L. Storgaard Sérfræðingur islysavörnum barna Trampólín Það er ærin ástæða til þess að rifja upp öryggistriði er varða trampólín því síðasta sumar urðu mjög mörg slys vegna trampólín leikja og sum þeirra alvarleg. Margir halda að það sé algeng- ast að börnin detti af tramp- ólínunum og fjárfesta því í örrygisneti. Þetta er mikill mis- skilningur því sannleikurinn er sá að flest slys urðu vegna þess að fleiri en einn var að hoppa á trampólíninu í einu. Dæmi voru einnig um það að öryggis- netin voru fest svo illa á að börn duttu á milli nets og trampólíns. Hitt er annað mál að ekki má gleyma því að notkun trampólína er góð fyrir börn. Þau fá mikla og góða hreyfingu með því að hoppa á trampólíni. Á heimasíðu Lýðheilsustöðvar www.lydheilsustod.is, nánar til- tekið undir Slysavarnir barna Árvekni, er að finna ýtarlegar upp- lýsingar um öryggi trampólína, staðsetningu, viðhald og rétta notkun. Ég hvet foreldra og aðra til að kynna sér þessi atriði vel áður en trampólínið er tekið í notkun á ný. Sum þeirra hafa verið úti í allan vetur og gætu verið orðin ónýt eða skemmd og slík tramp- ólín er ekki æskilegt að nota. Hér eru nokkur atriði sem hafa ber í huga við notkun trampólína: 1. Trampólín er ekki leikfang, þess vegna fylgja þeim ýmsar hættur ef ekki er farið eftir leiðbeiningum. 2. Það er ekki æskilegt að börn undir 6 ára séu að leika sér á stórum trampólínum. Hægt er að fá minni trampólín fyrir yngri börnin. 3. Það er afar mikilvægt að það sé alltaf einhver fullorð- inn sem hefur eftirlit með börnum þegar þau eru að leika sér á trampólínum. Þrátt fyrir tilmæli foreldra um örugga notkun þeirra getur leikurinn farið úr böndum og það er einmitt þá sem slysin verða. 4. Mikilvægt er að virða þá reglu að einungis sé eitt barn í einu á trampólíninu. Flest trampólín sem eru í notkun eru ekki gerð fyrir tvo og öll trampólín eru með hámarks burðarþol. Allar þessar upp- lýsingar er að finna í leiðbein- ingum frá framleiðanda. 5. Mikilvægt er að hoppa alltaf á miðju trampólíninu. 6. Mikilvægt er að börn séu ekki að fara heljarstökk eða snúninga. 7. Ekki hoppa niður af tramp- ólíninu, hættið að hoppa og gangið að brún og rennið ykkur niður af því. 8. Mikilvægt er að börn séu ekki að skríða undir tramp- ólínið þegar að einhver er að hoppa. 9. Mikilvægt er að hoppa ekki á blautu trampólíni. Sé farið eftir þessum reglum þá minnka líkurnar á alvarlegum slysum til muna. Munið að slys eru ekki náttúrulögmál heldur eitt- hvað sem við viljum forðast. Herdís L. Storgaard Sérfræðingur í slysavörnum barna SJONARHOLL Gleraugnaverslun Reykavíkurvegur 22 Oliver Goldsmith kynnir 220 Hafnarfirði umgjarðir sínar 565-5970 fimmtudaginn l.júní og föstudaginn 2. júní frá kl. 10:00 til 18:00 ALLIR VELKOMNIR w w w . s j o n a r h o l l Þar sem gæðagleraugu.... ....kosta minna

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.