blaðið


blaðið - 09.06.2006, Qupperneq 4

blaðið - 09.06.2006, Qupperneq 4
4IFRÉTTIR FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 blaóið Táknrænn sigur fremur en tímamót í hryðjuverkastríði Bandaríski herinn felldi Abu Musab al-Zarqawi, leiðtoga Al-Qaeda í írak á miðvikudag. Vonast er til að fall al-Zarqawi verði til þess að draga úr spennu milli súnníta og sjíta. Reuters (rakar skoöa rústir síðasta dvalarstaöar Abu Musab al-Zarqawi. Bandarískir hermenn felldu hryöjuverkaleiðtogann í árás á miðvikudag. Abu Musab al-Zarqawi, leið- togi Al-Qaeda-hryðjuverka- samtakanna í írak, lét lífið á miðvikudag þegar bandariskir sérsveitarmenn réðust með hjálp orrustuflugvéla á dvalarstað hans. Hann hafðist við í afskekktu húsi sem er norðarlega við bæinn Baqubah í írak. Átta menn féllu í árásinni. Á sameiginlegum blaða- mannafundi Nuri Kamal al-Maliki, forsætisráðherra, og George W. Casey, yfirmanns bandaríska her- liðsins í Irak, i Bagdad í gær var til- kynnt að fingraför og ör á líkama staðfestu að einn hinna föllnu væri al-Zarqawi. Al-Qaeda staðfestu enn- fremur dauða hryðjuverkaforingj- ans með tilkynningu sem birtist á vefsiðu sem samtökin notast við. Falli Zarqawis var fagnað af bandarískum stjórnmálamönnum og bandamönnum þeirra í gær. Mikilvægi dauða hans hefur verið líkt við þegar bandarískir hermenn handtóku Saddam Hussein, fyrrum forseta íraks, á sínum tíma. Zarqawi er talinn bera ábyrgð á fjölda árása á sjíta-múslima og helgi- staði þeirra. Þær árásir hafa magnað upp mikið ófriðarbál í landinu þannig að jaðrað hefur við borgara- styrjöld. Auk þess er hann sagður hafa skipulagt fjölda hryðjuverka- árása í gegnum tíðina, innan Iraks og utan, þar sem að þúsundir hafa látið lífið. Zarqawihefur verið einn helsti leið- togi þeirra uppreisnarmanna í Irak sem berjast fyrir stofnun íslamsks ríkis og sagður vera guðfaðir þeirrar hugmyndafræði að nota hryðjuverk til þess að kveikja upp trúarbragða- stríð á milli súnníta og sjíta i land- inu. Aðrir uppreisnarhópar eru fyrst og fremst skipaðir þjóðernissinnum og barátta þeirra snýst i meginat- riðum um að koma bandaríska her- námsliðinu úr landinu. Þrátt fyrir að þessir ólíku hópar hafi að einhverju leyti sameigin- leg markmið hefur fjarað undan áhrifum Zarqawi meðal uppreisn- armanna upp á síðkastið. Árásir hryðjuverkahópa hans á sjíta hafa orðið æ umdeildari meðal uppreisn- arhópa sem berjast gegn bandaríska hernámsliðinu. Að auki vakti árás sem hann stóð fyrir á þrjú hótel í Jórdaníu í nóvember á siðasta ári, og 57 manns féllu í, upp mikla reiði í arabaheiminum. Aðgerðir hryðjuverkahópa Zarqa- wis hafa orðið umdeildari meðal ann- arra uppreisnarhópa og fleiri færst á þá skoðun að hann hafi gert bar- áttunni gegn hernámsliðinu meira ógagn en gagn. Til marks um þetta er sú staðhæfing Mailiki, forsætis- ráðherra, i gær að íraskir þegnar hafi gefið yfirvöldum veigamiklar upplýsingar um hvar Zarqawi héldi sig. Ekki er ólíklegt að notagildi Zarqawi hafi verið uppurið í augum leiðtoga andspyrnunnar og þvi hafi hann ekki lengur notið verndar eða öryggis á öruggum svæðum s.s. í heimahéruðum súnníta. Talsmaður jórdanskra stjórnvalda sagði einnig að leyniþjónusta landsins hefði átt þátt i að finna Zarqawi. Skapar svigrúm til viðræðna Þrátt fyrir að Abu Musab al- Zarqawi sé fallinn búast fáir við að skálmöldinni í landinu ljúki við það. Hugsanlegt er að fylgismenn Zarqawi standi fyrir hrinu hefndar- aðgerða og þjóðernissinnaðir upp- reisnarmenn hafa fyrir löngu sett fram sín skilyrði fyrir viðræðum við stjórnvöld, en þau eru meðal annars þau að hernámsliðið hverfi á brott úr landinu. Slíkt er ekki mögu- legt á meðan stjórnvöld og öryggis- sveitir þeirra hafa ekki getu til þess að halda uppi lögum og reglu ein og óstudd. Hins vegar telja stjórn- málaskýrendur að fall Zarqawi geti myndað svigrúm til sátta á milli súnníta og sjíta og þar með dregið úr spennunni sem ríkir. I raun var mikilvægt skref stigið í þá átt eftir að fall Zarqawi var til- kynnt. Þá samþykkti íraska þingið tilnefningu Maliki í embætti inn- anríkisráðherra og varnarmálaráð- herra, en erfitt hafði verið að ná sam- stöðu um hverjir ættu að skipa þær stöður, ekki síst vegna þess að ráðu- neytin tvö stjórna öryggissveitum landsins. Mikið verk er án efa óunnið til þess að lægja þær öldur tortryggni milli trúarhópanna sem Zarqawi reyndi að magna, en með hvarfi hans af sjónarsviðinu er um leið horfinn helsti talsmaður slíkra bræðravíga í Irak. Dauða hans telja margir fyrst og fremst tákn um að geta íslamskra öfgamanna til þess að hafa áhrif á þróun mála í Irak fari þverrandi og að framundan kunni að vera hefðbundin valdabarátta í landinu. Helios Verðdæmi: á mann m.v. tvo í stúdíói eða 4 í íbúð m/1 svefnherbergi í eina viku. *lnnifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting Í7 nætur og ísiensk fararstjórn. Barnaafsláttur er ekki veittur. Verðið er netverð. Bóka þarf og greiða staðfestingargjald, eða fullgreiða ferð á netinu. Ef bókað er símleiðis eða á skrifstofu, greiðist bókunar- og þjónustugjald, sem er J 2.000 kr. á mann. $ > i Fardþú MasterCara ferfadtHsun? aw. * Sumartilboð i júní og júlí Fleiri eða færri? Finndu verð á þinni ferð á: www.urvalutsyn.is Hver var al-Zarqawi? Fátt er vitað um Abu Musab al- Zarqawi. Hann fæddist í Jórdaníu árið 1966. Samkvæmt óljósum heim- ildum frá jórdönsku íeyniþjónust- unni sat hann í fangelsi árið 1980. Hann var í hópi hinna svokölluðu mujahedeen sem börðust gegn sov- éska hernum í Afganistan á níunda áratugnum. Talið er að hann hafi komið seint til Afganistan og þar er talið að hann hafi komist í kynni við hryðjuverkaleiðtogann Osama bin Laden. Þrátt fyrir baráttu gegn sameiginlegum óvini í Afganistan er sagt að litlir kærleikar hafi verið með þeim. Reynsla Zarqawi á níunda ára- tugnum hafði mótandi áhrif á hann. Eftir að hann sneri frá Afganistan er talið að hann hafi dvalið í Evrópu. Þar reyndi hann að koma á laggirnar hreyfingu til þess að berjast gegn kon- ungsveldinu í heimalandi sínu. Árið 1992 var hann handtekinn í Jórdaníu og dæmdur i sjö ára fangelsi fyrir m.a. að reyna að velta konungi lands- ins úr sessi. Tvennum sögum fer af al-Zarqawi í fangelsi. Sumir segja að hann hafi verið mikill leiðtogi meðal fanga sem báru óttablandna virðingu fyrir honum. Aðrir sem sátu inni með honum sögðu hann skorta bæði vit og dirfsku til að geta borið ábyrgð á skipulagningu þeirra illvirkja sem honum var síðar kennt um. Stuttu eftir að honum var sleppt úr haldi flúði hann land. Næstu árin var hann í Pakistan og Afganistan. Heim- ildir herma að þar hafi hann stjórnað æfingabúðum hryðjuverkamanna við bæinn Herat, nálægt írönsku landamærunum. Hann er sagður hafa Iagt sérstaka áherslu á kennslu í meðferð og notkun eiturefna. Þegar Zarqawi dvaldi í Afganistan endurnýjaði hann kynnin við Osama bin Laden og A1 Qaeda-samtökin. Bandaríska leyniþjónustan telur að það hafi verið bin Laden sem hafi fengið hann til að koma sér fyrir í Irak, en þangað komst hann áður en Bandaríkjamenn réðust inn í landið árið 2003. Er talið afar ólíklegt að hann hafi komist óhultur yfir írösku landamærin án þess að stjórnvöld hafi vitað af því. Bandaríkjamenn bentu þrálátlega á þessa staðreynd þegar þeir reyndu að sannfæra al- menning og umheiminn um tengsl milli Saddam Husseins og Al-Qaeda. Aðrir telja að Zarqawi og bin Laden hafi ekki hafið samstarf fyrr en eftir innrásina í írak. I írak leiddi Zarqawi uppreisn þeirra sem vilja koma á íslömsku ríki í landinu og í öðrum löndum í heims- hlutanum. Þá er vitað að hann stóð fyrir gíslatökum í írak og talið er að hann hafi í einhverjum tilfellum sjálfur tekið gísla sína af lífi. Hann hefur verið talinn í hópi hættuleg- ustu hryðjuverkamanna heims frá því að innrásin var gerð og eftirlýstur um allan heim.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.