blaðið - 09.06.2006, Side 8

blaðið - 09.06.2006, Side 8
8IFRÉTTIR FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 blaöiö Opna Xerox mótið Hamarsvelli Borgarnesi 10. júní 2006 ole in One Leikfyrirkomulag: Punktakeppni - Hámarksforgjöf karla 24, hámarksforgjöf kvenna 28. Verðlaun: 3 efstu sætin Fyrir besta skor Nándarverðlaun á par 3 holum Teighögg næst línu á 18. braut Allir fá teiggjafir Skráning á golf.is eða í síma 437-1663 Tæknival XEROX Litlar líkur á harðri lendingu f nýju vefriti fjármálaráðuneyt- isins kemur fram að ráðuneytið telji litlar líkur á að íslenska hag- kerfið verði fyrir harðri lend- ingu. „Vissulega eru einhverjar líkur á að íslenska hagkerfið verði fyrir harðri lendingu, rétt eins og það alþjóðlega. Hins vegar er það mat fjármálaráðu- neytisins að þær líkur séu harla litlar," segir í vefritinu. Ráðuneytið ítrekar þar með þessa niðurstöðu sina, sem birt- ist í endurskoðaðri þjóðhagsspá á vormánuðum. í vefritinu segir að lífleg umræða hafi verið að undanfórnu um líkur á harðri lendingu í íslensku efna- hagslífi í kjölfar þess að Stand- ard & Poors hafi breytt horfum fyrir skuldbindingar ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar. Ráðuneytið bendir hins vegar á að undirstöður íslenska hagkerfisins séu sterkar en eignir heimilanna séu þrefaldar á við skuldir þeirra og að staða ríkissjóðs sé með eindæmum góð. Einnig er bent á að stór hluti tekna íslenskra stórfyr- irtækja sé í erlendri mynd sem dragi úr gengisáhættu. Sömuleiðis er eiginfjárstaða bankanna góð og að þeir þoli umtalsverðar breytingar á gengi og vanskilum. „Það skiptir máli að alþjóðlegt efna- hagslíf er í blóma um þessar mundir og fjármálamarkaðir hafa upp á nægt lánsfé að bjóða. Að lokum má nefna að tals- verðar líkur eru á frekari stór- iðjuframkvæmdum á komandi misserum," segir i vefritinu. Þrátt fyrir að drekka lítið af bjór miðað við aðra stuðningsmenn eru aðdáendur brasH-,ff' íska landsliðsins fremur kátir. Tékkar sigra HM í bjórdrykkju Brasilíumenn eru ekki alltaf sigur- stranglegir þegar kemur að HM í knattspyrnu. Þýskt dagblað birti í gær könnum á því hvaða keppnis- -þjóðir á HM í Þýskalandi sem hefst í kvöld eru líklegastar til þess að drekka mestan bjór meðan á keppn- inni stendur. Allar líkur eru á því að Tékkar sigri þá keppni en sam- kvæmt blaðinu er meðalársneysla á bjór á mann 161 líter. Þjóðverjar verma annað sætið með 116 lítra á mann og Englendingar eru í því þriðja með rétt rúma hundrað lítra á mann á ári. Brasilíumenn eru neðarlega á listanum en meðalneysla þeirra er aðeins 49 lltrar á ári. Þeir geta þó huggað sig við það að þeir eru í öðru sæti meðal þeirra þjóða sem koma frá rómönsku-Ameríku og taka þátt á HM. Ro* tWtyCrcam Drilauáchka Rmc D*yC/ra» Lífrœnt ræktuö Rósablóm og rósaber hjálpa til viö að varðveita rakann í húöinni. Það gerir húðina silkimjúka og veitir henni sérstaka vernd. Rósakremiö inniheldur einungis hrein náttúruleg efni og lífrænt ræktaðar lækningajurtir. Það er án allra kemiskra rotvarnarefna og ilmefna. Imurinn er úr hreinum ilmkjarnaolíum. Þetta á einnig við um allar aðrar vörur frá Dr.Hauschka. dreifing: Útsölustaðir: Yggdrasill Skólavöröustíg 16, Fræið Fjaröarkaup, Lífsins Lind Kringlunni, Lyfja, Maður Lifandi, Blómaval og Heiisuhornið Akureyri. Hefur ekki áhyggjur af framtíö Framsóknarflokksins Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði telur hvorki stjórnarsamstarfið né framtíð Framsóknarflokksins í hættu. Dr.Hauschka Náttúrulegar snyrtivörur Rósakrem fyrir þurra og viðkvæma húð Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur ekki áhyggjur af framtið Framsókn- arflokksins. „Auðvitað er flokkur- inn að fara í gegnum ákveðið erfið- leikatímabil núna, en hann stendur djúpum rótum í íslensku þjóðlífi og mun ekki líða undir lok. Fram- sóknarflokkurinn er fulltrúi fyrir ákveðin sjónarmið og ákveðna sögu á íslandi sem munu ekki víkja. Fram- sóknarflokkurinn réttir alltaf úr kútnum," segir Hannes Hólmsteinn í samtali við Blaðið. Hannes segir að yfirlýsing Hall- dórs Ásgrímssonar um að segja af sér sem forsætisráðherra hafi ekki komið sér á óvart. „Yfirlýsingin kom mér ekki á óvart í þeim skilningi að ég bjóst ekki við því að hann myndi leiða Framsóknarflokkinn í næstu þingkosningum. Ég reiknaði með að þetta yrði hans síðasta kjörtíma- bil. Halldór er búinn að sitja lengi á þingi og hefur setið á ráðherrastóli síðan 1983, ef frá er talið kjörtíma- bilið 1991-95. Það er því eðlilegt að hann hafi verið farinn að hugsa til þess að hætta í stjórnmálum. Það er alveg ljóst að það verður mikill sjónarsviptir af Halldóri þegar hann hverfur afvettvangi stjórnmálanna," segir Hannes. Lögreglan kannar grun- samlega auglýsingu SmáauglýsingsembirtistíFréttablað- inu á þriðjudaginn hefur vakið at- hygli en þar er auglýst eftir óskráðri haglabyssu, riffli eða skammbyssu. Einnig er sú krafa sett fram að skot- færi verði að fylgja með. Hörður Jóhannesson, yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík, segir að þar á bæ hafi menn rekið augun í auglýsing- una og að vitað sé hver auglýsand- ínn er. „Þetta er hugsanlega eitthvað grín,“ segir Hörður, en vill hins vegar ekki staðfesta að svo sé. Hann segist ekki vita til þess að sambærileg auglýs- ing hafi birst áður í dagblaði hér á landi. Hörður segir að ólöglegt sé að vera með óskráð skotvopn undir höndum en bætir við að ekki sé sak- næmt að auglýsa á þennan hátt. Farsímanúmer fylgir auglýsing- unni en þegar Blaðið gerði tilraun til að hringja í það var ekki svarað. Þar sem uppgefið númer er ennfremur óskráð reyndist ómögulegt að hafa uppi á þeim sem að baki auglýsing- unni stendur til að fá upplýsingar um hvað honum hafi gengið til. Klæðskerasaumaðar prentlausnir fyrir þitt fyrirtæki Átökin óheppileg Hannes segir átökin innan Fram- sóknarflokksins vera óheppileg fyrir flokkinn,. „Það er alveg ljóst að hefði ég verið í sporum forystumanna flokksins hefði ég sparað stóru orðin. Ég held að það gildi í öllum flokkum að menn eigi að vera orðvarir og gæta sín að segja ekki of mikið. Sökudólg- arnir á því ástandi sem skapaðist eru helst þeir sem hafa sagt of mikið við fjölmiðla. Menn eiga að tala minna op- inberlega og leysa vandamálin sjálfir,“ segir Hannes. „Aðrir stjórnmálaflokkar hafa ekki háð orðastríð fyrir opnum tjöldum með þessum hætti. Davíð Oddsson, fyrrum formaður Sjálfstæðisflokks- ins, leysti slíka ágreininga í kyrrþey og ég held að það sé vettvangur slíka mála,“ segir Hannes. Framsóknarflokkurinn stjórntækur Formenn stjórnarandstöðuflokk- anna hafa bent á að Framsóknarflokk- urinn sé ekki í ástandi til að stjórna landinu en Hannes er ekki sammála þeim. „Ég tel þetta ekki rétt hjá þeim. Framsóknarflokkurinn er bæði sam- starfshæfurogstjórntækur.Égersann- færður um að stjórnarsamstarfið er ekki í neinni hættu. Mér finnst menn vera að mikla þetta fyrir sér. Þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem átök verða um forystu í stjórnmálaflokki." Hannes segir að nú verðum við einfaldlega að bíða og sjá hvað ger- ist. „Framsóknarflokkurinn mun nú halda þennan miðstjórnarfund og flokksþing til þess að kjósa sér nýja forystu."

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.