blaðið - 09.06.2006, Síða 21
blaðið FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006
Verslunin Úti-
vist og veiöi seld
Olíuverslun íslands gekk í vikunni
frá kaupum á versluninni Útivist og
veiði, sem rekin hefur verið síðustu
fimm árin i Síðumúla n. Útivist og
veiði mun verða sameinuð verslun-
inni Ellingsen en í sumar mun þó nú-
verandi verslun í Síðumúla einnig
verða starfrækt. Útivist og veiði
hefur á undanförnum árum sérhæft
sig í verslun með vörur til stang- og
skotveiði og hefur meðal annars
yfir að ráða umboðum fyrir Loop
stangveiðivörur, Maximaefni, auk
þess að bjóða gott úrval af flugum,
fluguhnýtingarefni, ýmsar vörur til
skotveiði og útivistarfatnað.
Áhersla á Loop
Að sögn Benedikts Ragnarssonar,
fyrrverandi eiganda Útivistar og
veiði og núverandi sölustjóra stang-
veiðideildar Ellingsen, er ætlunin
með kaupunum að efla markaðs- og
kynningarstarf á Loop stangaveiði-
vörum og öðrum vörumerkjum sem
verslunin hefur selt fram til þessa.
„Veiðibúð Útivistar og veiði fer undir
hatt Ellingsen og þar verður starfrækt
mjög öflug verslun með vörur til úti-
vistar og veiði. Við munum halda
áfram að leggja áherslu á markaðssetn-
ingu á Loop veiðivörum og erum ein-
mitt á leið út til að hitta forsvarsmenn
fyrirtækisins um hvernig staðið verði
að markaðssetningu á vörum þeirra á
næstu misserum," segir Benedikt.
Engar uppsagnir verða í kjölfar
kaupanna og jafnvel verður starfs-
mönnum fjölgað.
„Þetta er í raun kaka sem á eftir að
setja rjómann á, því þó búið sé að
skrifa undir samninga er framhaldið
að einhverju leyti óráðið. Verslunin
í Síðumúlanum verður starfrækt
áfram, allavega fram á haustið. Það
mun koma í ljós síðar hvernig starf-
seminni verður háttað til framtfðar,"
segir Benedikt ennfremur.
SVFR.IS er vinsælasti veiðivefur landsins.
úr hvaða nettenadu tölvu sem er oq prentað bau út að loknum viðskiptum.
Á svfr.is finnnur þú: Úrval veiðileyfa i lax og silung - Upplýsingar um öll
helstu veiðisvæði landsins - Fréttir og greinar - Veiðistaðalýsingar - Myndir
- Upplýsingar um félagsstarf SVFR - Veiðikort og margt fleira
Veiöivefurinn SVFR.IS
r R.L
( WlNSTON
^ROD C<J.
ORVI^
patagonia
Ari 't Hart International
Tilboð
Vorum aðfá
nýjar vörur frá
patagonia
öndunarvöðlur
vöðlur, vöðlujakkar
flíspeysur,undirföt
og margt fleira
Erum komnir með
hin vinsælu
Ross hjól til sölu hjá okkur
veiðibúðin við Lækinn
Strandgötu 49 - 220 Hafnarfjörður
Sími 555 6226 - www.veidibudin.is
Allt fyrir veiðimanninn á einum stað
á meðan birgðir endast