blaðið - 27.06.2006, Qupperneq 10
10 I NEYTEMDUR
ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2006 blaAÍÖ
eru ódýrastir?
Samanburður á verði 95 oktana bensíns
Sprengisandur
124,8 kr.
Kópavogsbraut
124,8 kr..
Óseyrarbraut
124,8 kr..
eGO
Vatnagarðar
124,8 kr..
Fellsmúli
124,8 kr.
Salavegur
124,8 kr..
Álfheimar
126,1 kr.
Ánanaust
126,1 kr.
Gultinbrú
125,9 kr.
Eiðistorg
124,7 kr.
Klettagörðum
124,7 kr.
Skemmuvegur
124,7 kr.
Arnarsmári
124,8 kr.
Starengi Snorrabraut
124,8 kr. 124,8 kr.
Gylfaflöt
125,9 kr.
Bústaðarvegur
125,9 kr.
SERBLAÐ
Sumarið & garðurinn
Miðvikudaginn 28. júní
blaöió
Auglýsendur, upplýsingar veita
Kolbrún Ragnarsdót
Magnús Gauti Hauk
afsláttur
Hœðasmára 4 • s. 544-
Að þekkja sinn rétt
Þekking seljenda á kvörtunarfresti
neytenda er mjög takmörkuð eftir
því sem kemur fram í nýiasta tölu-
blaði Neytendablaðsins. I blaðinu
má finna grein sem fjallar um
endingartíma á dýrari vörum og
ábyrgð seljenda. 1 neytendalögum
frá árinu 2003 er regla sem segir
til um að vörum sem er ætlaður
langur endingartími fylgi kvört-
unarfrestur í allt að fimm ár. Neyt-
endasamtökin ákváðu að kanna hve
vel seljendur þekktu þessa reglu og
hringdu í 20 fyrirtæki og spurðust
fyrir um ábyrgð. í aðeins tveimur
fyrirtækjum af 20 könnuðust selj-
endur við regluna þrátt fyrir að hafa
haft rúmlega þrjú ár til að kynna
sér málið. Verður það að teljast óvið-
unandi út frá sjónarmiði neytenda.
Undir þessa reglu um tæki með
meiri endingartíma falla t.d. bilar
og stærri raftæki á borð við ísskápa.
Hafa ekki kynnt sér málin
Iris Ösp Ingjaldsdóttir, lögfræðingur
Neytendasamtakanna, segir að al-
mennt virðist seljendur lítt kannast
við fimm ára regluna. „Það er ekki
gott að segja hvers vegna seljendur
kannast ekki við þessar reglur, þeir
hafa greinilega ekki kynnt sér málið
nægilega vel. Þessi regla hefur verið
í gildi í þrjú ár og því nægur tími til
að kynna sér málin en ég get ekki
svarað því af hverju þeir hafa ekki
gert það,“ segir Iris Ösp.
Þó að neytendaverndin ætti að
vera borðleggjandi í þessu sam-
bandi þá er enn ekki komin reynsla
á regluna. Til að byrja með er ekki
nákvæmlega skilgreint hvaða tæki
og tól það eru sem myndu falla
undir regluna. Það er ákveðin við-
miðun en hún er alls ekki tæmandi.
Flokkunin er því óljós og hlýtur að
torvelda neytendum að sækja rétt
sinn. Reglan er til staðar en ekki
hefur reynt á túlkun hennar fyrir
dómstólum. „Það hefur lítið reynt á
þetta ennþá. Það hefur einungis eitt
mál komið fyrir Kærunefnd lausa-
fjár- og þjónustukaupa og þar var
ísskápur látin falla undir fimm ára
regluna. Að öðru leyti veit ég ekki
um nein dæmi þess að reynt hafi
á þessa reglu hér heima og ekki er
sérstaklega talið upp í lögunum
né neinum skýringargögnum með
þeim, hvaða hlutir það nákvæm-
lega eru sem falli þarna undir. Eðli
málsins samkvæmt eru þetta lausa-
fjárkaup en ekki fasteignir sem falla
þarna undir, ísskápar, frystikistur
og bílar, þetta sem maður kaupir og
ætlast til að endist í langan tíma,“
segir Iris.
Kærunefnd einungis ráðgefandi
Það stendur reglunni svolítið fyrir
þrifum hversu lítið hefur reynt á
hana. „Hugsanlega þarf að láta reyna
á fleiri mál, til dæmis fyrir kæru-
nefndinni. Lögin eru þannig að það
þarf að túlka þau og kærunefndin
því sett á fót til að hjálpa til við það.
Það getur komið upp sú staða að
neytandinn vilji láta fimm ára regl-
una gilda en seljandinn ekki. Það er
fsskápar falla undir svokallaða fimm ára reglu.
(ris Ösp Ingjaidsdóttir, lögfræðingur Neyt-
endasamtakanna
reyndar tekið fram í skýringargögn-
unum varðandi fimm ára regluna að
ef vafi kemur upp þá eigi fimm ára
reglan að njóta hans. Þá á frekar að
láta regluna gilda en ekki. Þó verður
að taka fram að kærunefndin er ein-
ungis ráðgefandi og í henni sitja þrír
lögfræðingar. Þeirra álit er ekki bind-
andi á neinn hátt,“ segir íris Ösp.
íris segir að vegna þess hvað lítið
hefur reynt á þessa reglu fyrir kæru-
nefnd, hvað þá dómstólum, þá eigi
eftir að koma í ljós hvað sé í rauninni
hægt að fella undir hana. „Mér finnst
enginn vafi leika á því að þessir hlutir
sem við töldum upp á heimasíðunni
okkar falli undir skilgreininguna og
við vorum ekkert smeyk við að halda
því fram. En það er auðvitað fullt af
hlutum sem meiri vafi leikur á um,“
segir Iris Ösp.
Ljóst er af þessari könnun Neyt-
endasamtakanna að taka verður
betur á kynningum á reglum sem á
endanum hljóta að vera til hagsbóta
bæði fyrir neytendur og seljendur.
„Við ætlum að halda áfram að vekja at-
hygli á þessu og reyna að fá stjórnvöld
í lið með okkur. Eg hef heyrt að fólk
sé farið að hringja til þess að kynna
sér málin en það hafa líka verslan-
irnar verið að gera, hringja og fræð-
ast meira um þetta. Það er af hinu
góða en það hlýtur að vera slæmt
þegar hvorki neytandinn né seljand-
inn er meðvitaður um réttindi sín og
skyldur,“ segir Iris Ösp.
Það hefur frekar loðað við íslenskt
þjóðfélag að vera fremur rólegt yfir
sveiflum á neytendamarkaði. Nánast
allt virðist þannig ganga yfir Islend-
inga þegar kemur að verðlagi og þjón-
ustu við neytendur. Iris Ösp telur að
þetta sé að breytast til hins betra þó að
það gerist mjög hægt. „Fólk er orðið
meðvitaðra um rétt sinn og er til í að
ná honum fram en við stöndum samt
mun aftar en nágrannaþjóðir okkar
sem eru býsna harðir neytendur og
hafa mjög öfluga neytendavitund,“
segir Iris Osp.
Hvar eru lyklarnir?
Margir kannast við það að vera drlfa
sig út úr húsi en finna ekki lyklana
sína. Það getur verið streituvaldandi
og leiðir til pirrings sem ekki er gott
veganesti fyrir daginn. Þar fyrir
Er þér heitt?
Skrifstofu-
og tölvukœiar
líshúsið ehf S: 566 óoool
utan getur það sett stundaskrá fólks
i nokkurt uppnám. Fyrir þá sem
geta aldrei munað hvar þeir settu
lyklana er komin þægileg lausn,
Sharper Image lyklaleitir.
Pípt til lífsins
Sharper Image lyklaleitir er fjarstýr-
ing sem búin er mismundi lituðum
tökkum. Sendar fylgja með tækinu
og eru þeir festir á þá hluti sem vilja
oft týnast, eins oglyklakippur. Efvið-
komandi týnir lyklunum sínum þarf
hann einungis að ýta á þann takka
sem tilheyrir litnum á sendinum.
Tækið pípir þegar ýtt er á takka og
gefur til kynna staðsetningu hlutar-
ins. Hægt er að merkja með þessum
hætti allt að því fjóra hluti.
Það verður þó að gæta þess að
týna ekki fjarstýringunni en von-
andi er þess ekki langt að bíða að
hægt verði að kaupa fjarstýringu
sem segir til um hvar hin fjarstýr-
ingin er sem gefur upp staðsetningu
hlutarins. Sharper Image fæst hjá
Hans Petersen.