blaðið - 27.06.2006, Page 12

blaðið - 27.06.2006, Page 12
12 I ÁLIT ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2006 blaðiö Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Ritstjóri: ÁsgeirSverrisson Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. AFSTAÐA TIL GRUNNSKÓLANS Athyglisverðar upplýsingar komu fram í ræðu sem Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla fslands, flutti við brautskráningu kand- ídata frá skólanum á laugardag. Ljóst er að umræða um kenn- aramenntun og skólakerfið þarf að vera mun víðtækari og markvissari en tíðkast hefur hér á landi. Sérstaklega sýnist full þörf á því að málefni grunnskólans komist á dagskrá þjóðmálaumræðunnar. í ræðu sinni sagði Ólafur Proppé að kennaramenntun á fslandi hefði ekki þróast áfram með sama hætti og hjá öðrum þjóðum. ítrekað hefði verið reynt að vekja athygli yfirvalda á þessari staðreynd. Fyrir nær 20 árum hefði Alþingi samþykkt að lengja kennaranám úr þremur árum í fjögur. Þessi ákvörðun hefði á hinn bóginn aldrei komist í framkvæmd þar sem stuðning og fjármagn af hálfu hins opinbera hefði vantað. Ólafur Proppé gat þess að árið 1991 hefði starfsfólk Kennaraháskólans lagt mikla vinnu í að skipuleggja lengra nám og hefði það verið auglýst. Tíu dögum áður en kennsla átti að hefjast hefði stjórnendum skólans borist bréf frá menntamálayfirvöldum þar sem beinlínis var lagt bann við því að hafin yrði kennsla á grundvelli nýrrar kennsluskrár. Sagði rektor að „skortur á skilningi stjórnvalda, almennings og jafnvel ann- arra háskólamenntaðra starfsstétta á störfum kennara í nútímasamfé- lagi” hefði verið ástæða þess að kennaranámið var ekki lengt árið 1991. Nú er stefnt að því að bjóða frá og með haustinu 2007 upp á endurskoðað samfellt fimm ára nám til meistaraprófs á öllum námsbrautum. Ólafur Proppé vísar til skilningsleysis yfirvalda í ræðu sinni en hann nefnir einnig að almenningur hafi ekki reynst sérlega áhugasamur um framfarir á þessu sviði kennaramenntunar á Islandi. Og ef til vill er ástæða til að staldra við einmitt þetta atriði. Sýnir almenningur á íslandi grunnskólanum stuðning og ríkir sérstakur áhugi á því starfi sem þar fer fram? Hvernig sýnir samfélagið í verki stuðning sinn við konurnar sem bera uppi starfið í grunnskólum landsins? Á síðustu árum hefur orðið grundvallarbreyting á grunnskólakerfinu. Það viðhorf er ríkjandi í samfélaginu að skólinn sé í senn geymslustaður og uppeldisstofnun. Ábyrgð á uppeldi hefur án nokkurrar umræðu verið vísað til grunnskólans. Sífellt stærri hluti af þeirri vinnu sem fram fer í grunnskólanum snýst um viðbrögð við margvíslegum félagslegum vanda nemenda og foreldra þeirra. Skólinn fær ekki sem áður næði til að sinna því hlutverki sínu að mennta unga íslendinga. Samfélagið sýnir síðan stuðning sinn í verki með því að hunsa kröfur kennara um kjarabætur. Afstaða fslendinga til grunnskólans nálgast að geta talist „þjóðarvandi”. Ásgeir Sverrisson Auglýsingastjórl: Steinn Kári Ragnarsson Rltstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréfá auglýsingadeild: 5103711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: fslandspóstur TILBOÐ gorenje þvottavél 1200snúninga Verð kr. 59.900 Áður kr. 74.500 RÖNNING Borgortúni 24 | Reykiavík | Sími: 562 4011 | Óseyri 2 | Akureyri | Sími: 460 0800 \íALt\J ^Tr5T foRcUK.. ÉG fcTU -------------------------LLJóbl kVótifl r^i Sírenurnar sungu ekki fyrir mig Það er kunnara en frá þurfi að segja að á íslandi er til yfrið nóg af pen- ingum. Við vitum ekkert hvað við eigum að gera við þá. Við erum bók- staflega að drukkna, náum varla andanum í daunillu flóðinu. Byltum okkur svefnvana og óhamingjusöm, misjafnlega meðvituð um hið innan- tóma líf sem við höfum ánetjast. Við reynum hvað við getum að losna við þessa ofgnótt til þess að einhvern dag í fjarlægri framtíð getum við mögulega hafið einfaldara líf. Þar til það markmið næst höldum við áfram að fara með alla fjölskyld- una í Kringluna eða Smáralind um helgar. Við eyðum til að gleyma. Valdið er vandmeðfarið Krúttkynslóðin sem alin er upp í allsnægtum síðkapítalismans hefur að einhverju leyti uppgötvað töfra einfaldleikans og er mikið í mun að láta líta svo út sem peningar skipi ekki stóran sess í lífi hennar. Krakk- arnir drekka sitt soya-latte, íklæddir fötum af ömmu og afa, og leita að sjálfum sér í Listaháskólanum hvern einasta dag. Peningar eru öðru fremur valdatæki. Með þá að vopni getum við breytt viðhorfum, selt vörur, veitt sálir og þaggað niður það sem okkur þykir óþægi- legt. Stjórnmálaflokkar með fylgi við frostmark geta borgað Hvíta hús- inu eða annarri auglýsingastofu hér í borg fyrir að búa til mynd af sér sem fólk er mögulega tilbúið til þess að kaupa í nokkra daga - þar til kjör- seðillinn lendir í kassanum góða. Peningar eru skaðræði í höndum þeirra sem ekki kunna með þá að fara og geta komið hverjum sem er til valda. Lýðræðið er rotnandi hræ. Hilma Gunnarsdóttir Óðurtil allsnægta Ein dýrasta auglýsing Islandssög- unnar leit dagsins ljós á dögunum og hefur líklega orðið mörgum umhugsunarefni á siðustu vikum. Hún var frumsýnd í sjónvarpi allra landsmanna í sömu viku og Orku- veitan undirritaði viljayfirlýsingu um raforkusölu til fyrirhugaðs ál- vers í Helguvík. Auglýsingin er sæt- beiskur óður til allsnægtanna sem við búum við. Henni er ætlað að kenna okkur fáfróðum lýðnum að vera þakklát fyrir það ljúfa líf sem við lifum, umlukin nýjustu tækni og frábærum aðbúnaði. Við erum börn sem eigrum um I myrkrinu uns við tökum í útrétta hönd sem leiðir okkur fram í ljósið. Höndin sú útrýmir fáfræðinni og sótsvörtu myrkrinu. Hún færir okkur upplýs- ingu og ljós í anda átjándu aldar. Landsfaðirinn ryksugar undir fótum okkar meðan við höldum þeim sakleysislega uppi og spyrjum í forundran hvernig þetta sé nú hægt. Hann svarar blíður á mann- inn, setur upp gleðisvip yfir því að geta frætt blessað barnið um undur nútímans. Þökkum þeim sem þetta land leiða, nýta náttúruna til þess að drífa upp hinn rómaða hagvöxt og verja peningunum til þess að kaupa blíðu þegnanna í sjónvarpinu. Forpokað viðhorf til kvenna og karla Kynjahlutverkin virðast í augum for- svarsmanna Orkuveitu Reykjavíkur lítið hafa breyst síðan á átjándu öld. Auglýsingin samanstendur af full- klæddum, fræðandi karlmönnum og fáklæddum, tælandi konum sem líta út fyrir að hafa sprottið út úr Rauðu myllunni á góðu kvöldi um þarsíðustu aldamót. Faðir og sonur ræða saman um undur visindanna og klæðast búningum geimfara til þess að rannsaka ókunnar slóðir og svala þekkingarþránni á meðan brosmildar stúlkur á sundbolum stíga trylltan dans. Skipstjórinn í brúnni er karlmaður á hvítum jakka- fötum - þannig er það bara í raun og reynd. Auglýsingin færir okkur fullkomleikann á fati. Svona viljum við hafa það. Ekkert vesen og allt í góðu lagi. Höfundur er blaðamaður. Klippt & skorið Ossur Skarphéðinsson, alþingismaður og ofurbloggari, er öðrum þing- mönnum dug- legri við að skrifa á heima- síðu sína. Björn Bjarnason er einnig samviskusamur á þessum vettvangi en aðrir , eru ekki eins áhugasamir < um að deila hugleiðingum sínum um daginn og veginn með kjósendum sínum, með fáum undantekningum þó. Heimasíða Össurar hefur það reyndar fram yfir síðu Björns að þar geta menn tjáð sig um pistla þingmannsins í þar til gerðu kommentakerfi. Nú hefur ðssur þó þurft að taka sig til og skrifa um mannasiði á heima- síðum. Þar talar hann um hinn lýðræðislega rétt lesenda að fá að tjá skoðun sína á sama vettvangi og ðssur setur fram skoðanir sínar. Hann hvetur lesendur sína tll þess gæta hófs í orðum og biður þá um að hlífa fjölskyldumeð- limum sínum fyrir skömmum. „Þessvegna bið ég menn sem senda athugasemdirvið skrif mín að gæta hófs í orðum. Þeir mega skamma mig og aðra stjórnmálamenn undir drep, en ekki fjölskyldumeðlimi mína - sem ekki eru stjórn- málamenn - og helst vil ég að menn gæti kurt- eisi," segir Össur. Lesendur á heimasíðu Marðar Árnasonar mættu kannski taka þetta til sin en þar hefur rignt inn kvörtununum vegna skrifa hans um auglýsingar Umferðarstofu. Kastljósviðtal á sunnudagskvöldið við trúleysingjann Richard Dawkins hefur vakið nokkra athygli. Á vefsíð- unnni www.kirkju.net er hneykslast á því að heill þáttur skuli hafa verið lagður undir skoð- anir heiðingjans og á Vef-Þjóðviljanum taka menn í svipaðan streng. Þar er réttilega bent á að fátt nýtt hafi komið fram í máli Dawkins, enda séu sjónarmið trúlausra vel þekkt. Því er spurt hvort tekið yrði viðtal við erlendan biskup sem segja myndi frá helstu atriðum kristindómsins, ræki hann á fjörur okkar (slend- inga. Andríkismenn segja þó frá því að Dawk- ins hafi upplýst um eitt: Að engar vísindalegar sannanir væru fyrir tilvist Guðs. Þessar upplýs- ingar ættu þó að koma fáum á óvart, skrifa Vefþjóðviljamenn, því frá því „Tómas fékk að þreifa á naglaförum Jesú hafa slík sönnunar- gögn ekki verið borin fram af réttum aðilum, svovitaðsé." gunnar@bladid.net

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.