blaðið - 27.06.2006, Qupperneq 14

blaðið - 27.06.2006, Qupperneq 14
22 I HEILSA ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2006 blaöið Bandar íkj amenn einangrast félagslega Fjórðungur Bandaríkjamanna segist ekki eiga náinn vin en það getur haft áhrifá andlega og líkamlega heilsu. Bandaríkjamenn eru félagslega ein- angraðri nú en þeir voru fyrir tutt- ugu árum samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar. Fjórðungur Bandaríkjamanna sem tóku þátt í rannsókninni sögðust ekki eiga neinn náinn vin sem þeir gætu rætt persónuleg málefni við. Rúmlega helmingur þátttakenda tiltók tvo eða færri trúnaðarvini sem oftar en ekki voru fjölskyldumeðlimir. Tengsl einstaklings við vinahópa sína skapa félagslegt öryggisnet sem er gott fyrir samfélagið og fyrir ein- staklinginn. Lynn Smith-Lovin, pró- fessor við Duke háskólann, segir að þessar niðurstöður bendi til þess að mikil félagsleg breyting hafi orðið í bandarísku samfélagi og þetta sé ekki jákvæð breyting. En þó verður að hafa i huga að erfitt er að segja til um hvort Bandaríkjamenn eigi raun- verulega færri vini eða hvort þeir skilgreini hugtakið vinur á annan hátt en þeir gerðu áður. Vinna meira og giftast seinna Rannsakendur notuðu gögn úr landskönnun sem hefur verið lögð fyrir 1500 Bandaríkjamenn síðan árið 1972. Smith-Lovin segir að könnunin sýni að fólk eigi töluvert færri nána vini í dag en árið 1985. Á Polarolje Selolía frá Noregi ~ Olían hefuráhrif á: - Ónæmiskerfiö - Liöi - Exem - Maga- og þarmastarfsemi Kólestról og blóðþrýsting Pc larolii Fæst i öllum apótekum og heilsubúðum Tengsl einstaklings við vinahópa sína skapa félagslegt öryggisnet sem er gott fyrir sam- félagið og fyrir einstaklinginn. þeim tíma var algengast að Banda- ríkjamenn ættu um þrjá nána vini sem þeir höfðu þekkt lengi, hittu oft og áttu með þeim sameiginleg áhugamál. Bandaríkjamenn voru allt eins líklegir til að nefna að þeir ættu fjóra til fimm nána vini árið 1982. Þátttakendur voru ekki spurðir hvers vegna þeir ættu færri nána vini en Smith-Lovin segir að hluti or- sakarinnar gæti verið að Bandaríkja- menn vinna meira, giftast seinna, eignast færri börn og ferðast lengri leiðir. „Fólk vinnur meira, býr á dreifðum svæðum í úthverfum og er í sambandi við annað fólk í gegnum tæknilegar leiðir í miklu meira mæli en á níunda áraugnum," segir Smith- Lovin. „Ef litið er til Hollands og Ungverjalands má sjá svipaðar nið- urstöður í þarlendum rannsóknum." Hætta á þunglyndi Niðurstöður rannsóknarinnar benda líka til þess að félagsleg ein- angrun endurspegli annars konar stéttaskiptingu. Bandaríkjamenn sem eru af öðrum kynþætti en hvítum og fólk með minni menntun á færri vini en þeir sem eru meira menntaðir og eru hvítir. Þessar nið- urstöður merkja að þeir sem eru með fæstar bjargir eiga færri vini til að hringja í þegar þeir þurfa á því að halda, eins og til dæmis þegar fellibylurinn Katrína rústaði fjölda bandarískra heimila. „Það er eitt að þekkja einhvern og skiptast á tölvu- pósti. Það er allt annað að biðja hinn sama um að flytja allar þínar eigur og fá að gista hjá honum í nokkra mánuði,“ segir Smith-Lovin. En af- leiðingarnar eru fleiri og afdrifarík- ari heldur en einungis þær að Banda- ríkjamenn séu einmana því það að eiga færri trúnaðarvini getur haft áhrif á líkamlega og andlega heilsu. Til að mynda er þeim sem eiga fáa trúnaðarvini hættara við að þjást af þunglyndi og háum blóðþrýstingi samkvæmt Redford William sem stjórnaði rannsókn um hjartasjúk- linga og sambönd þeirra árið 1992. í ljós kom að helmingur þeirra sjúk- linga sem voru með hjartasjúkdóm og áttu ekki maka eða trúnaðarvin dó innan fimm ára miðað við 18% þeirra sem áttu trúnaðarvin. svanhvit@bladid.net Fólk er líklegra til að lifa hundraðasta afmælisdaginn ef móðir þeirra átti þau ung.‘'M//"9<’ Ungarmœður eign ast langlíf börn Lykillinn að langlífi getur verið aldur móður við fæðingu. Nýleg rannsókn gefur til kynna að fólk er líklegra til að lifa hundraðasta afmælisdaginn ef móðirin var ung. Aldur móður þegar hún fæðir barn hefur því mikil áhrif á hve lengi barn hennar mun lifa samkvæmt rannsakendum við öldrunardeild Háskólans í Chicago. Möguleikinn á að lifa í hundrað ár og lengur tvöfaldast ef móðir barns- ins er yngri en 25 ára. Samkvæmt rannsóknum Dr. Leonids Gavrilovs og Dr. Nataliu Gavrilovu skiptir aldur föðurins ekki eins miklu máli, þegar litið er til langlífis. I eldri rann- sókn töldu hjónakornin Gavrilov og Gavrilova að fæðingarröð gæti sagt til um langlífi. Þau fundu út að frum- burður hjóna, sérstaklega ef það er stúlka, er líklegri til að lifa lengi. Ný rannsókn þeirra bendir hins vegar til þess að það sé ungur aldur móður frekar en fæðingarröðin sem hafi áhrif á langlífi. Langlífir alast upp í sveit Með því að nota gagnaskrár og ætt- fræðileg gögn fundu hjónin 198 ein- staklinga sem voru 100 ára eða eldri og höfðu fæðst á árunum 1890-1893. Gavrilov og Gavrilova endurbyggðu fjölskyldusögu þessara einstaklinga til að reyna að finna mögulegar breytur sem spáðu fyrir um lang- lífi. Leit þeirra leiddi til þess að þau ályktuðu að jafnvel þó sú stað- reynd að ung móðir væri mikilvæg breyta til að ná 100 ára aldri voru aðrir þættir sem höfðu líka áhrif á langlífi. Þessir þættir voru meðal annars að alast upp á vesturströnd Bandaríkjanna, að alast að hluta til upp á sveitabýli og vera frumburður. „Aldurshópurinn 100 ára og eldri vex hraðar en nokkur annar aldurs- hópur í iðnríkjunum, samt sem áður er ekki fyllilega búið að skýra þætt- ina sem spá fyrir um langlífi,“ segja Gavrilov og Gavrilova. Félagslegar afleiðingar I yfirlýsingu sem Gavrilov gaf kom fram að sú niðurstaða að börn sem eiga ungar mæður séu líklegri til að verða 100 ára eða meira gæti haft fé- lagslegar afleiðingar vegna þess að margar konur fresta barneignum vegna frama síns. Rannsakendurnir leggja þó áherslu á að rannsaka þurfi betur af hverju börn sem eiga ungar mæður eru líklegri til að ná 100 ára aldri. Hollusta í hverjum bita! Auknar líkur á dauðs- falli eftir uppsögn Samkvæmt nýlegri rannsókn getur það verið banvænt að vera rekinn úr vinnu, sérstaklega ef einstak- lingurinn er miðaldra. í rannsókn sem gerð var við Yale háskólann voru 4301 einstaklingur á aldr- inum 51-61 sem voru útivinnandi árið 1992 rannsakaðir. Á tíu ára tímabili fengu 23 hjartaáfall og 13 heilablóðfall af þeim 582 sem var sagt upp. Dr. William Gallo stjórn- aði rannsókninni og hann segir að það að missa vinnuna geti valdið mjög miklu álagi hjá miðaldra fólki. „Samkvæmt okkar niðurstöðum er raunverulegur kostnaður atvinnu- leysis meiri en efnahagslegur kostn- aður auk þeirra afleiðinga sem það hefur á heilsu.“ 2,5% líkur á hjartaáfalli Það voru alls um 202 einstaklingar sem fengu hjartaáfall og 140 sem fengu heilablóðfall af þeim hópi sem var rannsakaður og í honum var fólk sem hafði verið rekið, farið á eftirlaun, tekið sér tímabundið leyfi eða voru enn í vinnu. Þegar búið var að reikna með áhættu- þáttum eins og reykingum, offitu, sykursýki og háum blóðþrýstingi áfall og 2,4% líkur á að það fengi voru 2,5% líkur á að miðaldra heilablóðfall. fólk sem var rekið fengi hjarta-

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.