blaðið - 10.07.2006, Síða 2

blaðið - 10.07.2006, Síða 2
2 I FRÉTTIR MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 2006 blaöið blaöið= Hádegismóum 2,110 Reykjavík FRÉTTASÍMI: AUGLÝSINGADEILD: 510 3799 510 3744 netfang: frettir@ bladid.net netfang: auglysingar@bladid.net Mikið um innbrot í Reykjavík: Vertíð innbrotsþjófa mbl.is | Innbrotum í umdæmi lög- reglunnar í Reykjavík fjölgaði tölu- vert í júní. Þau voru mun fleiri en undanfarna mánuði og sömuleiðis fjölgaði þeim ef miðað er við sama mánuð í fyrra. Lögreglan segirþetta vera áhyggjuefni og telur ástæðu til að hvetja almenning til að vera á varðbergi. í júní voru óvenju mörg innbrot á heimili og í bifreiðar. Vitað er að þjófar sækjast m.a. eftir fartölvum, myndavélum, símum og MP3-spil- urum og því vissara að hafa slíka hluti ekki fyrir allra augum. Lögreglan hvetur því fólk til að ganga tryggilega frá heimilum sínum þegar farið er í sumarleyfi. Vinstri grænir:: Senda ísraelum tóninn Þingflokkur Vinstrihreyfingar- innar - græns framboðs hefur sent Daliu Itzik, forseta ísraelska þings- ins, bréf þar sem fangelsun palest- ínskra þingmanna og ráðherra er harðlega mótmælt. Þar óskar þingflokkurinn eftir því að forseti ísraelska þingsins beiti sér af alefli fyrir því að þeir verði þegar í stað látnir lausir. „Við vekjum athygli á að fangelsun lýðræðislega kjör- inna fulltrúa er táknræn fyrir það virðingarleysi sem ísraelsk stjórn- völd sýna lýðræðinu á hernumdu svæðunum í Palestínu," segir í bréfinu. Panda fagnar afmæli Thai Shan, pandabjörninn sem hefur unnið hug og hjörtu gesta Þjóðardýragarðsins í Washington f Bandaríkjunum, fagnaði eins árs afmæli sínu í gær. Thai Shan barst fjöld- inn allur af afmæliskveðjum frá aðdáendum vfðsvegar um heim. A myndinni sést Shan borða kræsingar með mömmu sinni, Mei Xiang. Þúsundir á Irskum dögum á Akranesi: Ölvun og Mikið annríki var hjá lög- reglunni á Akranesi aðfaranótt sunnudagsins að sögn varðstjóra á staðnum. Irskir dagar stóðu yfir um helgina og var mikið um ölvun í tengslum við hana. Að sögn varð- stjóra var hátíðin I ár frábrugðin fyrri hátíðum, þar sem unglingar hafi fjölmennt til Akraness í ár. Fjórir gistu fangageymslur um óspektir nóttina vegna óláta og þrír voru teknir ölvaðir undir stýri. Erill var hjá lögreglunni í Reykja- vík á föstudagskvöldinu, en rólegt aðfaranótt sunnudagins. Fimm- tán voru teknir ölvaðir undir stýri í Reykjavík um helgina. I Kefla- vík keyrði maður út af vegi í gær- morgun og er hann grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Vala Andrésdóttir kynntist klappstýringum í Hong Kong Kennir íslendingum klappstýringar ■ Uppbyggileg íþrótt. ■ íslendingar hafa af henni ranga mynd. Eftir Aðlbjörn Sigurðsson „Sú mynd sem íslendingar hafa af klappstýringum eftir að hafa horft á amerískar bíómyndir er mjög skökk. Þetta snýst um íþróttamennsku, góðan lífsstíl, að koma vel fram og vera góð fyrir- mynd. Þetta er því skemmtilegt og uppbyggilegt bæði fyrir stelpur og stráka,“ segir Vala Andrésdóttir, en hún mun halda námskeið í klappstýringum í næsta mánuði. Vala segist hafa kynnst íþróttinni í Hong Kong þegar hún dvaldi þar en hafa lært hana almennilega og náð sér í þjálfunarréttindi þar sem hún stundar nú nám í Englandi. Nú ætlar hún að standa fyrir nám- skeiðum í klappstýringum sem hefj- ast í næsta mánuði. Hún segir að markhópurinn séu krakkar, bæði stelpur og strákar, á aldrinum 12 til 16 ára. „Mér finnst þetta góð leið fyrir stelpur jafnt sem stráka til að taka þátt á uppbyggilegan máta í þessum hefðbundnu íþróttagreinum. Þetta er alls ekki „skörinni lægra“ sem íþrótt eins og margir virðast því miður álíta. Þetta er íþróttagrein sem hefur verið í mikilli þróun und- anfarin ár. Þetta eru til að mynda orðnir miklu meiri fimleikar en áður var.“ „Það verður hinsvegar að segjast að klappstýringar snúast lítið um klappstýrurnar sjálfar, heldur er markmiðið að styðja við liðið á vell- inum, ef svo má að orði komast. Það mætir til að mynda enginn á fótbolta- völlinn til að horfa á klappstýrurnar. Þær eru því að vissu leyti í auka- hlutverki. Þær eru í einhverskonar almannatengslastarfi, því hlutverk þeirra er að halda góðum anda á vellinum sem og góðum tengslum milli liðs og áhorfenda. Þetta er allt saman mjög mikilvægt og áríðandi." „Það eina sem ég gæti ímyndað mér að gæti hugsanlega orðið nei- kvætt við þetta er ef mjög ungar stelpur færu að ganga um í efnis- litlum klappstýrugöllum. Ég tel hinsvegar mjög litla hættu á því hér, einfaldlega vegna þess að veðráttan hér á landi leyfir ekki slíkt.“ Ef af hverju skyldi Vala hafa ákveðið að halda þessi námskeið? „Það var í raun haft við mig sam- Ef klappstýringar verða afi veruleika hér á landi, gerir Vala ráfi fyrir afi til veröi sérís- lenskt afbrigöi af íþróttinni. Taka þurfi tillit til íslenskra aðstæðna. Mynd/Esther band að fyrra bragði og mér sagt að það væri áhugi fyrir því að halda svona námskeið. Skráningar eru reyndar aðeins nýhafnar þannig að ég veit ekki hver eftirspurnin á eftir að verða. Ég geri hinsvegar ráð fyrir að hefjast handa í ágúst með þessi námskeið. Hvert þeirra mun taka þrjár vikur og við munum æfa í 1 til 2 tíma í senn, fjórum sinnum í viku. I lokin verður síðan sýning á einhverjum íþróttakappleik, ef allt gengur upp,“ segir Vala að lokum. adalbjorn@bladid.net .4, 0 Heiðskirti— LéttskvjaS'.-A. Skyjaó AlskýiaðRlgning,litilsiiáttar^^RlgningSúld Snjókoma^íL ^ Slydda Snjóél iiUJ'jJli' Algarve 26 Amsterdam 24 Barcelona 30 Berlín 27 Chicago 19 Dublin 19 Frankfurt 28 Glasgow 17 Hamborg 24 Helsinki 27 Kaupmannahöfn 24 London 23 Madrid 37 Mallorka 31 Montreal 20 New York 23 Orlando 24 Osló 23 París 26 Stokkhólmur 29 Vín 26 Þórshöfn 12 Veðurhorfur í dag ki: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands Á morgun

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.