blaðið - 10.07.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 10.07.2006, Blaðsíða 20
20 I TÍSKA MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 2006 blaðiö Hvemig er hægt að losna við þrjú kíló á einni viku Ertu að fara til sólarlanda? Langar þig að vera flott ínýja bikiníinu? Hvernig væri þá að gera skurk áður enúter haldið og losna við þessi leiðinda aukakíló sem eru að plaga þig? PGX eða önnur fæðubótarefni Fæðubótarefni hafa reynst mörgum ágætur kostur þegar losna á við auka- kíló. Það máýmislegt segja um fæðu- bótarefni, en ef rétt er farið með þau þá duga þau almennt mjög vel til að koma kílóum burt. Tveir „sjeikar" á dag, ásamt öðru aðhaldi og eitt kíló er farið. Hlauptu stúlka, hlauptu! Farðu út að hlaupa á fastandi maga um leið og þú vaknar. Ekki nóg með að þú njótir útiverunnar, brennir hitaeiningum og kemst í snertingu við náttúruna, heldur verður þú líka miklu hressari af öllu súrefninu. Hættu að drekka kaffi latte og láttu brauð, kökur og pasta eiga sig Það eru leyndar hitaeiningar úti um allt. Fyrir konu sem ætlar að vera æðisleg í bikiníinu eru þessar hita- einingar vondir óvinir sem liggja í leyni og reyna að bæta fitu á kropp- inn. Ef þú ætlar þér að grennast þá er nauðsynlegt að láta bakkelsi, fitu og sætmeti eiga sig. SLENDERTONE FYRIR FLOTTAN MAGA Þegar fólk léttist mikið á stuttum tíma er nauð- synlegt að húðin fái að fylgja með. Slendertone meðferðir geta gert kraftaverk fyrir slappa húð og lina magavöðva. Skelltu þér daglega í Slendertone til að ná topp-árangri! Ég nota Sterimar, það hjálpar - kvef - ofnæmi - eymabólga - ennis og kinnholusýking STÉRIMAR* Physiological Sea Water Mlcrospiay Fæst í apótekum Árangur fer eftir gæðum Hvaða Spirulina ert þú að taka? 29 vítamín og steinefni ■ 1 8 aminósýrur ■ Blaðgræna ■ Omega • GLA fitusýrur ■ SOD eitt öflugasta andoxunarensím líkamans Eingöngu lífræn næringarefni tryggja betri upptöku og nýtingu í líkamanum. Greinilegur árangur eftir nokkra daga inntöku Aukið úthald, þrek og betri líðan www.celsus.is Súrefnistæmdar umbúðir vernda næringarefnin. Lifestream þörungarnir eru ómengaðir, ræktaðir í ferskvatni eftir ströngum gæðastaöli. IS09001 • IS014001 Fæst í öllum apótekum. <^ííaOurlifandi Ekkert áfengi! Einn stór bjór inniheldur jafn margar hitaeiningar og rækjusam- loka. Afskrifaðu áfengi á meðan þú ert í átakinu. Til hvers að hamast í viku til að enda aftur á fyrsta reit eftir helgi? Ávaxtakúr Sumarið er sannarlega rétti tíminn til að fara á ávaxtakúr. Borðaðu fjórar ávaxtamáltíðir á dag, en að minnsta kosti þrjá í hvert sinn í þrjá til fjóra daga. Þetta gerir það að verkum að kílóin fjúka, húðin tekur að ljóma og þú léttist um tvö til þrjú kíló á örstuttum tíma. Auð- vitað er erfitt að fara í svona átak, en það borgar sig að reyna það. Grænmeti Ef þú sleppir mjólkurvörum og öllu feitmeti úr dýraríkinu, en borðar þess í stað ógrynnin öll af grænmeti á líkaminn eftir að taka kipp til hins betra. Meltingin fer af stað og orkan verður meiri. Gufusoðinn fiskur með sítrónu og gott salat er líka óskaplega hollur og góður matur. HLAUPTU STÚLKAI Sumarið er rétti tíminn til að fara út að hlaupa af sér hita einingarnar. PGX-LÉTTA LEIÐIN TIL AÐ LOSNA VIÐ KlLÓIN Þetta fæðubótarefni hefur virkilega slegið í gegn hjá fólki sem hefur það mark- mið að missa nokkur (eða mörg) kíló. PGX gefur langvarandi mettunartilfinningu sem kemur í veg fyrir löngun í sælgæti og bita á milli mála. vanillubragði sem blandað er út í vatn og í töfluformi. Lífrænt, hollt og dúndurgott! Sjö kíló af á fimm vikum Hrafnhildur Viðarsdóttir, starfs- maður hjá Símanum, byrjaði í átaki í lok maí. Á einum mánuði hafa sjö kíló rokið af henni, en markmið hennar var að missa ío kg. Blaðamaður fékk að heyra nokkur góð ráð hjá þessum dugn- aðarforki, sem fer yfirleitt á þrek- stigann á morgnana og þrammar í hálftíma til klukkutíma. „Ég hætti algjörlega að borða nammi. Það fór bara af listanum. Reyndar borða ég það einu sinni í viku því það er nauðsynlegt að „sjokkera" lík- amann til að auka brennsluna. Til að koma í veg fyrir nammi- löngum hef ég skál af döðlum á sófaborðinu, sem ég narta svo í þegar þörfin kemur yfir mig. Ég fæ mér líka tvo herbalife drykki á dag. Byrja á því þegar ég kem í vinn- una. Svo borða ég venjulega máltíð í hádeginu, en passa mig samt á að Hraf nhildur Viðarsdóttir hún sé ekki LÖÐRANDI í fitu. Ég fæ mér próteinstöng kl ío og aftur klukkan 15 og svo aftur hristing um kvöldið. Áð sjálfsögðu fer ég líka í ræktina en mér finnst skipta miklu máli að mæta á morgnana, kannski er það sálrænt, en mér finnst ég ná meiri árangri ef ég er ekki búin að vera að borða áður en ég fer,“ segir Hrafnhildur. Hvað með brennslutöflur? „Ég nota Hydroxycut töflur en svo finnst mér líka virka rosalega vel að nota Spirulina grænþörungatöflur. Eftir þetta átak, sem hefur staðið núna í 5 vikur, er ég búin að endur- heimta 6 buxur og 3 pils sem er alveg ótrúlega skemmtilegt. Svo er ég að fara til Spánar eftir nokkrar vikur og þá verður nú gaman að máta sundfatnaðinn," segir Hrafnhildur að lokum, ánægð með árangurinn. margret@bladid.net Farðar fyrir allar konur Farðar frá Rifka hafa verið vinsælir hér á landi, enda er úrvalið mikið. Hægt er að fá létta farða og þykka, fljótandi eða þétta og ógrynni lita, svo að hver kona getur fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér gefur að líta nokkra afvinsælustu förðum Rifka, en allir hafa þeir eitt- hvað til síns ágætis og prýða íslenskar konur vel. FLJÓTANDI FARÐI Light Diffusing farðinn frá Rifka er léttur, fínlegur og fallegur á húðinni. Farðinn endurkastar Ijósi svo að húðin virðist sléttari, auk þess sem hann inniheldur vörn gegn sólargeislum. Flott er að þekja andlitið vel með farðanum og setja svo sólarpúður yfir allt andlitið. Passar vel þæði sem dag- og kvöldfarði. rifka ca#m«rlc*i Mmvr m’» STIFT FARÐI LÉTTUR PÚÐURFARÐI Púðurfarðinn frá Rifka er góður einn og sér eða yfir aðra farða. Flott púður sem fæst í mörgum litum og virkar náttúrulegur á húðinni. OLfULAUS FARÐIITÚPU Mineral SheerTint er góður olíulaus farði sem hentar ungum stúlkum sérstaklega, en farðinn er mjög léttur og gefur gyllta áferð. Inniheldur sólarvöm númer 20. Foundation stift er gott púðurmeik sem þekur vel án þess að verða of áberandi. Til í flottum litum sem henta flestum húðgerðum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.