blaðið - 10.07.2006, Blaðsíða 19

blaðið - 10.07.2006, Blaðsíða 19
blaðið MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 2006 TÍSKA i 19 Svortur á leik Sígild og flott tíska I okkar vestræna menningarheimi hefur svartur lengi verið táknrænn fyrir sorg og dauða og því klæðumst við honum í jarðarförum til þess að túlka sorgina. En þrátt fyrir þessa túlkun er svarti liturinn algengasti liturinn í dag við hin ýmsu tilefni og er nú notaður án þess að tákna hið fyrrnefnda eingöngu. Svarti lit- urinn hefur náð að skjóta föstum rótum í tískunni og fellur aldrei úr móð, hvort sem er einn og sér eða ásamt öðrum litum. Um þessar mundir er svarti litur- inn sérstaklega vinsæll ásamt hvíta litnum og eru báðir þessir litir ríkj- andi, þrátt fyrir að nú sé sumar. Þetta kann að hljóma einkennilega ef tekið er mið af árstíðinni, en engu að síður er þetta raunin og þessir litir tróna á toppnum. En konur mega að sjálfsögðu nota aðra liti samhliða þessum klassísku og búa þannig til vel tónað dress með öllu tilheyrandi. Á meðfylgjandi myndum gefur að líta nýlega hönnun frá Gucci, An- tonio Berardi, Lanvin og Carolina Herrera, sem öll virðast leggja ríka áherslu á svarta og hvíta litinn. halldora@bladid.net Elie Saab Svart og hvítt passar virkilega vel saman og gerir heildarútlitið stilhreint og fágað. Þetta dress er gott dæmi um klassíska blöndu þessara tveggja lita. Christian Lacroix Þetta dress er kannski aðeins of mikið af því góða og eflaust mætti klæðast einhverju innanundir, en engu að sfður skemmtiiegur kjóll og stelpulegur. Antonio Berardi Virkilega flott samsetning frá Antonio Ber- ardi. Kannski ekki fyrir alla, en óneitanlega fyrir þær sem þora að vera svolítið spes. Carolina Herrera Dressið er bæði kvenlegt og klassískt, auk þess að undirstrika kvenlegan vöxtinn og glæsileikann. Svona kjól ættu allar konur að eignast. Louis Vuitton Frábær samsetning frá Louis Vuitton.Takið eftir skónum, veskinu og hattinum sem skreyta dressið til muna. Luca Luca Þessi sumarlegi kjóll frá Luca Luca myndi passa við öll tilefni; í veisluna, á veitingastað- inn eða partíið. Lanvin Stígvél, svartar buxur og jakki sem setur punktinn yfir i-ið. Getur ekki klikkað. BRÚNT OG KLASSfSKT Flott veski sem passar við hvað sem er. Þægi- leg stærð og nóg af hólfum fyrir varalitina og símann. Verð; 8.495 kr. GULLJAKKI Skemmtilegur gulljakki sem fer vel með gallabuxum, pilsi eða kjól. Verð: 8.990 kr. GRÆNN OG SUMARLEGUR Sætur, stelpulegur og tilvalinn (sólarlanda- ferðina. Flott að krydda hann með brúnum hálsmenum, armböndum eða eyrnalokkum. Verð: 9.495 kr. Fallegar flíkur í Whistles íversluninni Whistles í Kringlunni kennirýmisso graso og þar er hægt að kaupa ýmislegt klæðilegt fyrir sumarið. Hvort sem um ræðir kjóla, veski, toppajakka eða annað er ábyggilegt að allar konur geta fundið sér fallegar flíkur sem verða vafalaust teknar ósjaldan út úr fataskápnum. Þessa dagana stenduryfir útsala í versluninni, en hægt er að fá allt að 70% afslátt á vörum. GRÆNT LEÐURVESKi Allarkonureiga aðeiga góð veski í öðrum litum en bara svörtum og hvítum. Þetta veski gerir mikiö fyrir heildarútlitið og setur mikinn svip á konuna. Verð: 6.995 kr DRAPPLITAÐUR KJÓLL Kvenlegur kjóll sem gerir mikið fyrir línurnar. Með skemmtilegu rósóttu mynstri sem lífgar upp á kjólinn. Verð: 8.495 kr. RÖNDÓTTUR HLÝRAKJÓLL Sumarlegur kjóll sem hentar bæði hversdags og við ffnni tilefni. Flottur einn og sér eða undir klassískan jakka. Verð: 7.495 kr. >/' W' 'l LILLABLEIKUR Á BALLIÐ Fallegur en sérstakur kjóll sem passar vel í matarboðln eða á ballið. Verð: 9.995 kr. LJÓSTOG RÓSÓTT Sætur sumarkjóll með skemmtilegum litum. Hentar við öll tilefni og fallegur með Ijósum jakka eða gallajakka. Verð: 9.995 kr.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.