blaðið - 10.07.2006, Blaðsíða 29

blaðið - 10.07.2006, Blaðsíða 29
blaðið MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 2006 MENNING I 29 Listavefur á Netinu: frá hliðum Island kynnt Á menningarnótt í ágúst næstkom- andi er liðið ár síðan art-iceland. com opnaði gallerí á Skólavörðustíg ía. „Það hefur þróast á skemmtilegan hátt. f upphafi vorum við með með 16 listamenn, en í dag eru þeir 25“ seg- ir Álfheiður Ólafsdóttir, sem er eig- andi gallerísins. „Við erum með vef sem tengist galleríinu. Vefslóðin er: www.art-iceland.com. Það eru milli 200-300 manns sem heim- s æ k j a vefinn á hverjum degi. Aðallega erlendir gestir. Við leggjum rækt við að kynna Island ff á hinum ýmsu hliðum. Skrifum greinar þar sem feg- urð landsins er lýst og höfum við oft fengið skemmtileg viðbrögð frá erlendum gest- um. Það eru margir sem hafa áhuga á landi og þjóð. Ekki skaðar að það er hægt að festa kaup á listaverkum í gegnum vefinn. Auk þess er vefur- inn góð auglýsing fyrir okkur lista- mennina. Kosturinn við að reka gall- erí á Skólavörðustíg er að umferðin er góð og það má segja að verslunin auglýsi sig sjálf. Gluggarnir eru stórir þannig að það er skemmtileg mynd- listasýning fyrir gangandi fólk allan sólarhringinn. Við leggjum metnað okkar í að vera með skemmtilegar uppákomur. Arnór G. Bieltvedt hélt einkasýningu í febrúar og fjöllistamaðurinn Algea frá New York skemmti gestum með því að spila jazz, reggae og funk tón- list á trommur, flautur, afrískt ka- limba og samsláttarhljóðfæri. Hann var einnig að kynna eigin hönnun á skemmtilegum höttum. Galleríið er stöðugt með örsýning- ar í Ostabúðinni á Skólavörðustíg 8. Birna Smith var að opna sýningu þar núna fyrir helgi og stendur sú sýning yfir í tvo mánuði. Við ætlum að vera með stórar samsýningar í Mublunni í Kópavogi. Fyrsta samsýningin þar opnar þann 29. júlí. Listamennirnir sem renna á vaðið verða Árni Rún- ar Sverrisson, Helga Sigurðardóttir og Álfheiður Ólafsdóttir. Bjóðum við alla velkomna á þessa fyrstu stór- sýningu gallerísins. Við munum til- kynna næstu sýningar þegar það er komið í ljós hverjir verða næstir í röð- inni. Vð höfúm ekki minni nöfn en Kjartan Guðjónsson, Sigurð Örlygs- son og fleiri sem verða með sýningar í Mublunni í framtíðinni. Ég hef oft verið spurð að því hvort ég sé eingöngu með menntaða listamenn f galleríinu. Ér hef ekkert á móti góðri menntun, nema síður sé. Okkar ástsæh Jóhannes Kjarval var ekki hámenntaður, hann töffaði frarn litina ffá náttúrunni í gegnum fing- urna eins og fyrir eitthvað óskiljanlegt ævintýri. Eru það alltaf bestu listamenn- irnir sem eru hámenntaðir ? Ég tel að það sé ekki þann- ig og vel inn gott fólk, óháð menntun. Á menningarnótt verður galleríið ársgamalt og í tilefni af því verður heilmikil dagskrá. Hljómsveitin Hjónabandið mun kynna nýútkom- inn disk sinn og einnig ætlar María Jónsdóttir og niðjar hennar að kveða nokkrar stemmur. Það verður þjóð- leg stemning á mennigarnótt hjá okk- ur í art-iceland.com á Skólavörðustíg ia,“ segir Álfheiður. Kiljurfrá JPV: Guðbergur á kilju Nýjar bækur: Ekki nógu skotinn Steingrímur Eyfjörðfer á Feneyja-Tvíœringin: Von á milljón gestum Listamaðurinn Steingrímur Eyfjörð hefur verið valinn fulltrúi fslands á Feneyja-Tvíæringnum á næsta ári. Á síðasta ári komu tæplega milljón sýningagestir á sýninguna en hún er talin vera ein mikilvægasta sýn- ing á nútímalistaverkum í heimin- um. Steingrímur er einn þeirra lista- manna sem leitar f íslenskan menn- ingararf og vinnur með undirmeð- vitundina. í myndlist Steingríms er allt ferlið við listsköpunina hluti af listaverkinu og spilar undirbúnings- ferlið ekki síður veigamikinn þátt í sýningum hans. Áhugavert verður að fylgjast með því hvað hann sýnir á Feneyja-Tví- æringnum að ári. JPV útgáfa hefur sent frá sér í kiljuút- gáfu Sú kvalda ást sem hugarfylgsn- in geyma eftir Guðberg Bergsson. f kjallaraherbergi úti í bæ kúrir mið- aldra maður og bíður þess að félag- inn berji að dyrum. Þar leita þeir nautnar sem er ósýnileg heimin- um, rammflæktir í íslenskum hnút, innst í völundarhúsi ástarinnar. Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin geyma kom fyrst út árið 1993 og var tilnefnd til íslensku bókmennta- verðlaunanna sama ár. Bókin hlaut afar góða dóma á f slandi og víða um heim. JPV útgáfa hefur sent frá sér The Lodger and Other Stories eftir Svövu Jakobsdóttur. f bókinni er að finna enskar þýðingar á skáldsög- unni Leigjandanum, auk úrvals af smásögum Svövu. Julian Meldon D'Arcy þýddi Leigjandann og allar sögurnar nema tvær sem Alan Bouc- her og Dennis Auburn Hill þýddu. Inngang að bókinni ritar Ástráður Eysteinsson. Svava Jakobsdóttir var einn fremsti rithöfundur íslendinga á 20. öldinni. Hún var auk þess baráttu- kona fyrir jafnrétti og hafði mikil áhrif á sinn samtíma með sögum sínum, leikritum og fræðiskrifum. Hún braut blað í íslenskri sagna- gerð og fáir deila um þær nýjung- ar sem hún innleiddi varðandi söguefni og frásagnahátt. Hún var frumkvöðull og hefðarbrjótur bæði á sviði skáldskapar og skáldskap- Guðberg Bergsson arfræða en á seinni árum vöktu fræðilegar ritgerðir hennar um bók- menntir mikla athygli. Svava var í hópi þeirra rithöfunda sem komu með nútímann inn í ís- lenskar bókmenntir. Hún leiddi til sögunnar konur og tókst með ein- att ögrandi og írónískum furðustíl sínum að fletta ofan af hefðbundn- um hlutverkum karla og kvenna og beina spjótunum að viðjum þess vana sem beislar manneskjuna. Sög- ur Svövu segja frá venjulegu fólki en með því að brjóta upp tíma, rúm og aðstæður og skapa þannig eins kon- ar furðuveröld, kryfur Svava inn að beini óréttlæti og mismunun. Hún segir jafnt frá aðstæðum kvenna og karla, þótt konur séu oftast í aðal- hlutverkum í sögum hennar. Hjá Vöku-Helgafelli er komin út bókin Hann er ekki nógu skotinn í þér eftir Greg Behrendt og Liz Tucc- illo. Þóra Sigurðardóttir þýddi. Öld- um saman hafa konur komið saman yfir kaffi og kokkteilum og talað sig hás- ar um karlmenn og furðulegt háttalag þeirra. Höfundar þessar- ar bókar halda því fram að karl- menn séu ekki mjög flókin fyrirbæri. Hjá Máli og menningu eru komn- ar út tvær skemmtilegar bækur fyrir yngstu bókaormana, Max fer á leik- völlinn og Max fer í feluleik. Bæk- urnar eru eftir belgíska listamann- inn Guido van Genech- ten og þýddar af Kristínu S t e i n s - dóttur.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.