blaðið - 10.07.2006, Blaðsíða 4
4IFRÉTTIR
MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 2006 blaðiö
Fáklæddur á ferðalagi:
í sundskýlu
og sokki
Lögreglan í Borgarnesi fann
ungan mann á gangi á þjóðveginum
við Reykholt aðfaranótt laugardags-
ins. Að sögn lögreglu var hann á
vesturleið, í mjög annarlegu ástandi
og einungis klæddur sundskýlu og
einum sokki. Eftir að hafa reynt
að gera grein fyrir sjálfum sér var
manninum ekið á tjaldsvæði í Reyk-
holti þar sem gestir könnuðust við
kauða.
Trúðar geta valdið ógleði og óreglulegum
hjartslætti
Tónleikar í uppnámi:
Óttast trúðs-
búninga
Aðstandendur rokktónleika sem
eiga að fara fram á Wight-eyju við
suðurströnd Englands í september
hafa þurft að endurskipuleggja
tónleikana vegna ótta við að ofsa-
hræðsla muni gripa gestina. Tón-
leikarnir áttu að vera tileinkaðir
fjölleikahúsum og voru allir þeir
sem ætluðu að mæta hvattir til
þess að klæða sig í trúðsbúning En
í kjölfar þess að fjöldi fólks setti sig
í samband við tónleikahaldarana og
benti þeim á að ótti við trúða væri al-
gengt vandamál hjá fullorðnu fólki
ákváðu þeir að breyta um þema.
Trúðafælni er vandamál meðal
heilbrigðisstétta og eru einkennin
stuttur andardráttur, svitaköst,
óreglulegur hjartsláttur og ógleði.
Stór rauð nef, andlitsmálning og
bældar neikvæðar minningar um
trúðalæti í bernsku eru líklegust
til þess að kalla fram einkenni
trúðafælni.
BlaíiS/Eslher
Jón Stefánsson leigubílstjóri segir leigubílastöðvar beita ólöglegum aðferðum:
Rekinn frá BSR og þá varð
atvinnuleyfið gagnslaust
■ Bílstjórar verða að vera á leigubílastöð ■ Breyta þarf reglunum, segir umboðsmaður Alþingis
Eftir Atla Isleifsson
„Mér var sagt upp störfum eftir
að ég ræddi við stjórnendur BSR
um að þeir hafi verið að misnota
akstursleyfi leigubílstjóra. Þær
ástæður sem voru upp gefnar voru
að það þjónaði ekki viðskipta-
legum hagsmunum að hafa mig í
starfi þar og að kvartanir hefðu
borist frá viðskiptavinum. Hins
vegar kemur hvergi fram hvaða
viðskiptahagsmuni var átt við
og ég fékk aldrei kvartanir frá
viðskiptavinum BSR meðan ég
starfaði þar,“ segir Jón Stefánsson,
leigubílstjóri.
Jón segir að eftir að honum hafi
verið sagt upp störfum hjá BSR hafi
hann sótt um stöðu hjá Hreyfli. „Ég
fékk ekki stöðvarpláss þar. Astæðan
var sögð vera tölvuleysi og að þeir
myndu ekki taka inn fleiri í bili. Þeir
hleyptu þó inn fjölda manna næstu
misserin svo að tölvuleysi var ekki
að hrjá þá. Ég veit að stjórnendur
Hreyfils og BSR höfðu samband sín
á milli og höfðu samráð um að taka
mig ekki í afgreiðslu."
Eins og lögin eru nú þá eru leigu-
bílstjórar skyldaðir til að hafa af-
greiðslu á leigubifreiðastöðvum.
„Eftir stóð ég með rétt til að keyra
leigubíl, en átti í mestu vand-
ræðum með að nýta réttinn vegna
lagaumhverfisins. Leigubílstjórar
eru undir náð og miskunn stjórn-
enda leigubílastöðvanna komnir.
Þeir sem hafa réttindin geta verið
hindraðir eða jafnvel útilokaðir frá
því að nýta sér atvinnuréttindi sín,
eftir geðþótta þeirra sem stjórna
stöðvunum. Þeir hafa öll tromp á
hendi,“ segir Jón.
Jón leitaði þá til samgönguráðu-
neytisins, en fékk þau svör að
ráðuneytið gæti ekkert gert þar
sem málið væri ekki kæranlegt til
ráðuneytisins. „Ég skrifaði því bréf
til umboðsmanns Alþingis. I svar-
inu til mín, sem barst í lok síðasta
mánaðar, tók hann undir að laga-
umhverfinu væri ábótavant. Um-
boðsmaður hefur af þvi tilefni sent
bréf til samgönguráðuneytisins þar
sem hann kom þeirri ábendingu á
framfæri að ráðuneytið taki til at-
hugunar hvort tilefni sé til þess að
settar verði reglur sem tryggi betur
réttaröryggi leigubílstjóra gagnvart
leigubifreiðastöðvum og eftirlit
stjórnvalda með þeirra málum.“
Umboðsmaður vakti í bréfinu
athygli á því að hann telji mikil-
vægt að þegar ríkisvaldið hafi séð
ástæðu til að hafa afskipti af og
leggja hömlur á tiltekið atvinnu-
svið, í þessu tilviki á akstur leigu-
bifreiða á tilteknum svæðum með
því að skylda leigubílstjóra til að
hafa afgreiðslu á leigubifreiðastöð,
þá sé þess samhliða gætt að þær
takmarkanir leiði ekki til þess að
þeir sem þegar hafa fengið útgefin
atvinnuleyfi til að rækja viðkom-
andi starfsemi verði hindraðir eða
jafnvel útilokaðir frá því að nýta sér
atvinnuréttindi sín, eftir geðþótta
þeirra sem stjórna leigubifreiða-
stöðvum, án nokkurra möguleika
á að fá slíkar ákvarðanir metnar af
stjórnvaldi.
atlii@bladid.net
Bjóðum þessar heimsþekktu þýsku kamínur í
mörgum stærðum og gerðum á hreint
frábæru verði\
ORMSSON
SIÐUMULA 9 • Sími 530 2800 | SMARALIND • Sirni 530 2900
AKUREYRI • Sími 461 5000 I Sjá nánar: www.ormsson.is
Björn Bjarnason dómsmálaráöherra hunsaði álit nefndar:
Skipaði ekki hæfasta dómarann
Við skipun í embætti
héraðsdómara við héraðs-
dóm Suðurlands nýverið,
var það álit matsnefndar
um hæfi umsækjenda, að
tveir þeirra sköruðu fram
úr hinum, látið liggja milli
hluta. Alls sóttu sex um
embættið og taldi nefndin
þá alla vel hæfa til þess að
gegna embættinu, en tók
jafnframt fram að tveir
þeirra hefðu meira til brunns að
bera. Ástríður Grimsdóttir, sýslu-
maður í Ólafsfirði, var síðan skipuð,
en hún var í hópi hinna fjögurra.
Ekki hefur verið hreyft mót-
mælum við skipuninni, en heim-
ildarmenn Blaðsins í dómskerfinu
segja að sumir telji skipunina
óheppilega í ljósi álits nefndar-
innar. Björn Bjarnason, dómsmála-
ráðherra, sem skipaði i embættið,
segir hins vegar að um ein-
falda ákvörðun hafi verið
að ræða. „Nefndin taldi
alla umsækjendur vel hæfa
og ég skipaði Ástríði með
vísan til reynslu hennar
og fyrri starfa." Spurður
að því hvort vanalegt væri
að skipa í embætti þvert á
álit nefndarinnar, kvaðst
Björn ekki þekkja um-
sagnir nefndarinnar frá
fyrri tíð.
Heimildarmenn Blaðsins telja,
að fleira en mat á hæfi umsækjend-
anna kunni að hafa ráðið ákvörð-
uninni. Bent er á að Ástríður hafi
hlotið skipun í embætti sýslu-
manns árið 2001 til fimm ára og
sé nýbúið að endurnýja hana. Fyrir
dyrum standi hins vegar að afnema
sýslumannsumdæmið í Ólafsfirði
og hefði hinu opinbera þá borið að
Björn Bjarnason
bjóða Ástríði sambærilegt starf, en
þau séu hreint ekki á hverju strái.
Skipan hennar i dómaraembætti
hafi því verið forvirk lausn á upp-
rennandi vanda.
Umsækjendur auk Ástríðar
voru þau Ásta Stefánsdóttir, Hall-
dór Björnsson, Kristinn Halldórs-
son, Sandra Baldursdóttir og
Sigurður Gísli Gíslason. Þau Krist-
inn og Sandra þóttu hæfust til
þess að gegna embættinu að mati
nefndarinnar.
Ástríður er fædd 13. mars 1955.
Hún lauk lögfræðiprófi frá laga-
deild Háskóla Islands árið 1993 og
hlaut málflutningsréttindi fyrir
héraðsdómi ári síðar. I kjölfarið
stofnaði hún lögmannsstofuna
Lögbæ i Mosfellsbæ. Ástríður hefur
starfað sem sýslumaður í Ólafsfirði
frá 1. júlí 200, en áður var hún m.a.
settur sýslumaður á Seyðisfirði.