blaðið - 10.07.2006, Page 9
blaðið MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 2006
FRÉTTIR I 9
Á myndinni sést stél vélarinnar þar sem að hún staðnæmdist.
Vélin sem fórst í gær var í eigu
S7-flugfélagsins, en það er næst-
stærsta flugfélag Rússlands á eftir
Aeroflot.
Á myndinni sést stél vélarinnar þar sem
að hún staðnæmdist.
«a?
Stuðningsmenn Manuels Lopes Obradors söfnuðust saman á Zocalo-torgi í Mexfkóborg á laugardag. Obrador, sem telur að brögð hafi
verið í tafli við talningu atkvæða í kosninguuum f síðustu viku, boðar áframhaldandi mótmæli.
Fjöldamótmæli í Mexikóborg vegna úrslita í forsetakosningunum:
Vilja telja aftur
Fjöldamótmæli fóru fram í mið-
borg Mexíkóborgar um helgina. Þar
er talið að hátt í 300 þúsund manns
hafi safnast saman á laugardag til
að styðja Manuel Lopes Obrador, for-
setaframbjóðanda vinstrimanna, í
baráttu sinni fyrir því að öll greidd
atkvæði í kosningunum fyrir viku
verði talin aftur.
Obrador tapaði fyrir íhalds-
manninum Felipe Calderon í kosn-
ingunum en munurinn var aðeins
um hálft prósent. Obrador heldur
því fram að brögð hafi verið í tafli
og ætlar að kæra úrslit kosning-
anna til sérstaks dómstóls, sem
úrskurðar um lögmæti kosninga,
og til hæstaréttar landsins. Dóm-
stóllinn sem tekur afstöðu til lög-
mætis kosninganna hefur frest til
sjötta september til þess að taka
lokaákvörðun um niðurstöðu kosn-
inganna. Frambjóðendur hafa frest
til dagsins í dag til þess að kæra
kosningarnar. Dómstóllinn hefur
umboð til þess að breyta niður-
stöðum kosninga eða jafnvel að
boða til nýrra.
Á mótmælafundinum á laugar-
dag boðaði Obrador fleiri mótmæla-
fundi og sagði að stuðningsmenn
sínir víðsvegar um Mexíkó myndu
fylkja liði og halda til höfuðborgar-
innar næstkomandi miðvikudag
Stuðningsmenn Obradors fagna komu
hans á fjöldamótmælin.
til þess að krefjast endurtalningar.
Þrátt fyrir að Obrador hafi ítrekað
að mótmælin yrðu friðsöm er óttast
að upp úr geti soðið milli stuðnings-
manna hans og þeirra sem styðja
Calderon. Fylkingarnar að baki
frambjóðendunum tveim eru ólíkar.
Obrador nýtur mests fylgis hjá fá-
tæku fólki í landinu og þykja stjórn-
málaáherslur hans minna um margt
á þá pópúlísku leiðtoga sem hafa
komist til valda í Rómönsku Amer-
íku á undanförnum árum. Felipe Cal-
deron nýtur hinsvegar hylli efnaðra
fólks. Hann er talsmaður frjálsra við-
skipta og náins samstarfs við Banda-
ríkin á mörgum sviðum.
Mexíkóar bjuggu lengi við land-
lægt kosningasvindl og einn stjórn-
málaflokkur, Stofnanavæddi bylt
ingarflokkurinn, fór með öll völd í
landinu frá árinu 1929 til 2000. Þessi
staðreynd útskýrir að einhverjuleyti
hversu litla trú stuðningsmenn Obra-
dors hafa á lögmæti kosninganna.
Kosningarnar í síðustu viku
voru þær fyrstu eftir að þingið sam-
þykkti sérstök lög sem koma eiga í
veg fyrir að kosningasvindl fyrri
ára endurtaki sig. En þrátt fyrir
ásakanir Obradors um að brögð
hafi verið í tafli lýstu kosningaeft-
irlitsmenn frá aðildarríkjum Evr-
ópusambandsins (ESB) því yfir á
föstudag að þeir hafi ekki tekið
eftir neinu athugaverðu við fram-
kvæmd kosninganna. Auk þess
hafa þjóðarleiðtogar víðsvegar um
heim, þar á meðal George Bush,
forseti Bandaríkjanna, og Steven
Harper, forsætisráðherra Kanada,
óskað Calderon til hamingju með
að hafa náð kjöri. Yfirvöld lýstu
yfir sigri Calderons á fimmtudag
og er verðandi forseti byrjaður að
útlista áherslur forsetatíðar sinnar.