blaðið - 10.07.2006, Page 10
blaðiðu
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson
Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson
Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber.
Ritstjónarfulltrúi: Janus Sigurjónsson
BLAÐIÐ
Breytingar verða á Blaðinu, það er óhjákvæmilegt að nýjum ritstjóra
íylgja breytingar. Haldið verður í sumt, það sem þykir hafa tekist
með ágætum verður áfram, sumu verður breytt og eitthvað verður
aflagt.
Dagblöðin þrjú hafa til þessa verið hvert öðru lík, mismikið milli daga, en
oftast nokkuð svipuð í efnisvali og jafnvel framsetningu. Blaðið mun beygja
af leið, hvorki til vinstri né hægri, heldur fara bara aðrar götur. Blaðið má
hafa skoðanir, en þarf þess alls ekki og þess vegna er ástæðulaust að Blaðið
hafi skoðanir. Auk þess lifir Blaðið ekki sjálfstæðu lífi, það er knúið áfram
af þeim sem þar starfa, hópi fólks sem eflaust hefur ólíkar skoðanir á flestu.
Þeir sem starfa á Blaðinu hafa möguleika á að koma skoðunum sínum á fram-
færi, en skoðanir okkar sem störfum á ritstjórn Blaðsins eru skoðanir okkar,
ekki Blaðsins og munu þess vegna aldrei sjást i fréttum þess. Blaðið mun
kappkosta að vera heiðarlegt, hófsamt og vandað blað. Til að fylgja þeim
ásetningi eftir er hægt að fara aðra leið en hin dagblöðin tvö, Morgunblaðið
og Fréttablaðið. Mannlífið er fjölbreytt; glatt, sorglegt, fagnandi, hnípið, sigr-
andi, glæsilegt og stundum vont. Þetta vita allir blaðamenn og blöðin þrjú
munu öll á hverjum degi segja fréttir af sömu atburðum, ákvörðunum, fyr-
irætlunum og öðru sem telst til frétta. Sérstaða Blaðsins mun meðal annars
koma fram í því hverjir viðmælendur Blaðsins verða, framsetningu frétta,
viðtala, upplýsinga og annars efnis. I fremur stuttri sögu Blaðsins hafa verið
ráðnir þrír ritstjórar.
Þeir sem á undan hafa verið, Karl Garðarsson og Ásgeir Sverrisson, hafa
ásamt öðru starfsfólki unnið fínasta verk. Verkefni þeirra sem í dag starfa
á Blaðinu er ekki einungis að viðhalda því sem gert hefur verið, heldur að
auka við það. Bæta Blaðið og efla. Til þess er ýmislegt hægt að gera. Meðal
þess er að skerpa og laga útlit og hönnun. Notkun mynda verður önnur og
meiri, grafísk framsetning verður aukin. Umfram allt verður áfram unnið
af heiðarleika og sanngirni. Blaðinu hefur tekist það vel og áfram verður
kappkostað að vinna með þeim hætti. f haus Blaðsins segir; frjálst, óháð og
ókeypis. Það eru orð að sönnu, ritstjórn Blaðsins hefur fullkomið frelsi og rit-
stjóra hafa ekki verið settar einar né neinar skorður eða takmarkanir í einu
né neinu. Blaðið lýtur sérstakri stjórn sem kemur ekki að öðrum fjölmiðli
eða öðrum fyrirtækjum. Það kann að þykja mikið að á aðeins rúmi einu ári
hafi þrír gegnt starfi ritstjóra á Blaðinu, það er þegar betur er að gáð svipað
og var í bernsku Fréttablaðsins. Nýju dagblaði fylgir rót á fjölmiðlamarkaði,
mótun dagblaðs tekur tíma og þegar þess er gætt er ekkert athugavert við að
tíma geti tekið að móta blað og ritstjórn.
Ég hlakka til komandi tíma og vonast til að Blaðið vaxi og dafni í sem
mestu sambandi við lesendur sína. Þess vegna munu verða birt bréf frá les-
endum og hinn almenni fslendingur verður umfjöllunarefni Blaðsins.
Sigurjón M. Egilsson
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingan Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Aöalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifíng: íslandspóstur
SERBLAD
HÚSBYGGJANDANS
~blaöió
10 I ÁLIT
MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 2006 bla6iö
• á fundi á Svalbarða. Sól, 6
hiti ©og alveg geðveikt flotttr
hjá helv. norsurunum
ps. Et
stiga
vegir
Holóttur vegur 3,5 km
Til þess að bjarga
Aefnahagsástandinu
á íslandi
b.kv. Geir H. Haarde
Stjórnað með hræðslu
Ég hef aldrei hvorki fyrr né síðar
séð jafn mikið af byssum á einum
stað og á Reykjavíkurflugvelli um
árið. Þá var ég á leið frá Reykjavík
til Egilsstaða um miðjan september-
mánuð. Rjúpnaveiðitímabilið var
nýlega hafið og nánast allir ferða-
félagar minir voru greinilega á leið
á rjúpnaveiðar á austanverðu land-
inu. Allir höfðu með sér a.m.k. eina
byssu í tösku eða byssupoka sem af-
greiðsludama flugfélagsins skellti á
farangursfæribandið eins og ekkert
væri sjálfsagðara í heiminum.
Þrátt fyrir að bannað sé að taka
skotfæri með sér í handfarangri
leyfi ég mér að fullyrða að flestir,
ef ekki allir veiðimennirnir, höfðu
ákveðið að virða fullkomlega að vett-
ugi þetta litla bann flugfélagsins.
Það var því talsvert magn af skot-
færum með í för.
Með alvæpni
Sjálfum fannst mér nákvæmlega ekk-
ert athugavert við að hver veiðimað-
urinn á fætur öðrum skyldi skunda
inn í flugstöðina með alvæpni. Ég
velti því reyndar fyrir mér stutta
stund hvort það væri ekki öruggt
að kapparnir hefðu munað eftir að
tæma skot úr byssum sínum, en held
að ég hafi ekki dvalið lengi við þær
vangaveltur. Líklega hef ég hugsað
meira um það hvort flugvélin kæm-
ist ekki örugglega á loft með allt
þetta blý í farteskinu.
Eftir að búið var að bóka alla
ferðalanga inn í véiina, og starfs-
menn voru búnir að raða farangri og
byssum inn í farangursrými vélar-
innar var mannskapurinn kallaður
út í vél. Eins og beljur á leið í hús
að loknum löngum degi úti á engi
streymdu ferðalangar í einfaldri
röð út í vél og komu sér fyrir. Beltin
voru spennt, tímaritið Ský tekið upp
úr sætisvasanum og menn bjuggu
sig undir klukkutíma flug.
Aðalbjöm Sigurðsson
Forsetinn fékkfar
Þar sem allir sátu og biðu eftir að
flugvélin tæki sig á loft birtist hins-
vegar allt í einu einn farþegi í viðbót.
Þar var kominn enginn annar en
forsetinn okkar, hr. Ólafur Ragnar
Grímsson. Hann gekk sallarólegur
inn í vélina, heilsaði ferðafélögum
sinum og veifaði áður en hann sett-
ist. Ég geri ráð fyrir að eins og aðrir
hafi hann spennt beltið, dregið Ský
úr sætisvasanum og búið sig undir
flugið framundan.
Eg sat hinsvegar talsvert aftar í vél-
inni og hugsaði um það hvar annars
staðar í heiminum slíkt gæti gerst.
Að flugfélag myndi hlaða tugum
skotvopna inn í flugvél - eins og
ekkert væri sjálfsagðara - hleypa
síðan mörgum misjafnlega trylltum
veiðimönnum um borð með skot-
færi - og þegar því væri lokið kæmi
forseti landsins og fengi far.
Hið saklausa ísland
Líklega var ég einn um þessar hugs-
anir því enginn virtist kippa sér upp
við þessa stöðu mála. Ég man líka að
mér fannst þetta hughreystandi. Að
forseti landsins gæti ferðast á slíkan
hátt, fullkomlega afslappaður án
þess að hafa hjörð lífvarða í kring
um sig og án þess að hafa af því sér-
stakar áhyggjur að verða skotinn
eða sprengdur í loft upp er einhver
besta vísbending um að hlutirnir
hér á landi séu að mestu leyti í lagi.
Þennan dag var ég sáttur.
Mér sýnist hisvegar að nú vilji
menn fara að ala meira á ótta en áður
var. Stofna á einhverja illskilgreinan-
lega „leyniþjónustu" hér á landi til
að bregðast við mögulegum hryðju-
verkum og öðrum illvirkjum. Það
er kannski óábyrgt að halda þessu
fram en í þessu tilfelli tel ég að það
eigi ekki að byrgja brunninn fyrr en
barnið er dottið ofaní. Að sjá skratt-
ann í hverju horni næstu árin og bú-
ast stöðugt við hinu versta er hrein-
lega ekki hollt fyrir þjóðarsálina.
Höfundur er fréttastjóri Blaðsins
Klippt & skorið
IViðskiptablaðinu síðasta föstudag má
lesa lærða nærmynd af Kristni Björns-
syni (sem með eign sinni í Árvakri,
útgáfuféiagi Morgun-
blaðsins, á hlut í þessu
blaði). Athygli vekur að
Haligrímur Geirsson,
framkvæmdastjóri Morg-
unblaðsins, segir um
frænda sinn, að hann sé
„duglegur, kraftmikill og
skjótur til ákvarðana og hefurþá oft ekki mikla
þolinmæði. Hann viil láta hlutina ganga hratt
og ætlast þá líka tii þess sama af öðrum." Þetta
vekur nokkra athygli í Ijósi þess, að Hallgrímur
sagði starfi sfnu lausu fyrír tæplega fjórum
mánuðum, en féllst á að gegna því þar til stað-
gengill fyndist, en Kristni var einmitt ætlað að
finna hann.
Vinstri-grænir eru hreint ekki hressir
með að ísraelsher skuli hafa hneppt
nokkra þingmenn Hamas f fangelsi.
Þö vinstri-grænir séu þjóðernissósíalistar að
upplagi er stutt í alþjóða-
hyggjuna og af því tilefni
skrifaði þingflokkur þeirra
harðort bréf til þingforseta
Knesset, Daliu Itzik. Dalia er
merkiskona,fyrrverandiþing-
maður Verkamannaf lokksins
í israel, en hún gekk til liðs við Kadima, flokk
Ariels Sharons, f fyrrahaust. En það er erfitt
aðverjast þeirri hugsun, að Ögmundur Jónas-
son - sem undirritar bréfið - og félagar hans
f þingflokknum séu ekki nægilega kunnugir
stöðu mála fyrir botni Miðjarðarhafs. Dalia er
þar ávörpuð sem Dalia Itzik Kadima, líkt og
hún hafi tekið sérflokksnafnið að eftirnafni!
Bandaríska athafnaskáldið Kenneth L.
Lay varð bráðkvaddursfðastliðinn mið-
vikudag, en hann varð alræmdur fyrir
svikamylluna Enron. Þar kom alls kyns óþverri
í Ijós, en það sem flestum blöskraði sjálfsagt
mest var hvernig stjórnendur Enron höfðu farið
með lífeyrissjóði starfsmanna, notað þá að vild
í alls kynsfjárfestingarævintýri og í raun brennt
upp ævisparnað þúsunda starfs-
manna sinna, sem stóðu uppi
slyppir og snauðir. En er það ekki
merkilegt, að Ken Lay hefur
ekki fengið að kólna í nema einn
sólarhring, þegar fregnir berast
afþvíað FLGroup og Baugurvilji kynna sérstarf-
semi lífeyrissjóða og séu að kanna möguleikann
á stofnun nýs lífeyrissjóðs fyrir starfsfólk sitt?
andres.magnusson@bladid.net