blaðið - 10.07.2006, Side 12
12 I BÍLAR
MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 2006 blaAÍA
Hjálpaðu að hanna Fiat 500
iat 500 eða Cinquecento eins og hann er jafnan kallaður var ekki slorlegur þegar hann
var kynntur til sögunnar.
Á næsta ári má vænta nýrrar út- unar er það einmitt þannig bíll, sem
gáfu af Fiat 500, bílsins sem nánast sjá má Omar Ragnarsson þeysa um
bílvæddi Ítalíu einn síns liðs á eft- göturnar á þessa dagana.
irstríðsárunum. Til nánari glöggv- Enþóhönnuninsévitaskuldlangt
Og nýi Fiat 500 lofar góðu, Iftill, stflhreinn og notadrjúgur. Verðugur arftaki hins sfgilda
Cinquecento.
komin hjá Fiat vill framleiðandinn
allt til vinna, svo bíllinn uppfylli
þarfir neytandans og hefur sett upp
sérstakan vef (www.fiat500.com)
þar sem hægt er að koma á fram-
færi snjöllum hugmyndum. Þegar
hefur urmull góðra athugasemda
borist og nokkrar hafa þegar verið
samþykktar. Og mönnum er launað
fyrir hugarflugið ef hugmyndin er
notuð.
Ford hefur undirritað samning
við Diar um samvinnu við smíði
nýja bílsins, en Ford hyggst fram-
leiða eigin gerð hans - óbreytta fyrir
utan yfirbygginguna - til þess að
leysa Ford Ka af hólmi.
Fjöldi bfla á hvert hundrað manna
.
590 milljónir bíla í heiminum,
en dreifingin er misjöfn
Árið 2002 voru um 590 milljónir
fólksbíla á jarðarkúlunni eða einn
á hverja tíu íbúa jarðar. Dreifing
þeirra er hins vegar ærið misjöfn
milli þjóða heims og á þessu sér-
kennilega heimskorti má sjá hvernig
heimurinn lítur út þegar horft er til
bílafjölda ríkja heims.
Ef til vill kemur mörgum á óvart
að bílaþjóðin í Vesturheimi er engan
veginn jafnoki Vestur-Evrópu,
hvorki hvað varðar fjölda bíla né
hlutfallslegan fjölda miðað við höfða-
tölu. Bandaríkjamenn bera þó höfuð
og herðar yfir alla aðra þegar litið
er til einstakra ríkja, en þar í landi
voru 140 milljónir fólksbíla, en næst
á eftir kemur Japan með 55 milljónir.
Á sama tíma eru aðeins níu milljónir
fólksbíla í Kína, fjölmennasta rikis
heims, og sex milljónir á Indlandi,
hinu næstfjölmennasta.
Þegar litið er til fjölda bíla á hvert
hundrað manna, trónir Nýja-Sjá-
land á tindinum, en þar í landi eru
61,3 bílar á hvert hundrað. íslend-
ingar voru aftur á móti í þriðja sæti
með 56,1 bíl á hundraðið. f ljósi þess
að um fjórðungur íslendinga er
undir 17 ára aldri og um 5% yfir 75
ára aldri lætur því nærri að á Islandi
sé bíll á mann. Þegar litið er til van-
þróaðri hluta heimsins, landa eins
og Mið-Afríkulýðveldisins, Bangla-
desh og Tadjíkistan er minna en
hálfur bíll á hvert þúsund.
Mestu bílaþjóðir heims
- bílar á hundraðiö
1 Nýja-Sjáland 61,3
2 Lúxemborg 57,6
3 (sland 56,1
4 Kanada 55,9
5 (talía 54,2
6 Þýskaland 51,6
7 Sviss 50,7
8 Malta 50,5
9 Austurríki 49,4
10 Astralía 49,3
* WWWfAB VARAHLUTmm *
EIGUM ÁVALLT Á LAGER VARAHLUTI í FLESTAR GERÐIR BÍLA
VIÐ ERUM YKKAR BÓIUUS! ^ f p,
ng_»rn p n i/r rfTrp BODDVHLUrifi - GRIHDUR ■ UOS - SPLGLAR - SLIIHLUTIH VAIHSKASSAR OG FLLIRA
Bildshöfda 18 - Simi: 567 6020 - ab@abvarahlutir.ls - www.abvarahlutir.is OPIÐ FRÁ; 8.00 - 18.00
Þotan rétt
marði Audi
Á Englandi fór nýverið fram
hátíð fyrir alla bíladellukarla,
en það var Festival of Speed í
Goodwood, þar sem finna mátti
alla heimsins bestu bíla. Stutt
er síðan Ford GT atti kappi við
flugvél á Akureyrarflugvelli, en
á Englandi ákvað Audi að ganga
alla leið og skoraði konunglega
breska flugherinn á hólm. Audi
stillti upp Rio TDI, sem nýverið
vann Le Mans, en flugherinn
ræsti eina af Harrier-þotum
sínum, sem flogið getur jafnt
lóðrétt sem lárétt.
Það var tilraunaökumaður-
inn Allan McNish, sem fékk
heiðurinn af því að þenja hin
650 hestöfl í dísilskrímslinu frá
Audi og keppnisvegalengdin
var einn kílómetri. Á hinn bóg-
inn er Harrier GR7 þotan með
15.000 hestöfl. Audi-bíllinn náði
strax í upphafi góðu forskoti, en
þotan dró hann uppi er á leið og
varð sjónarmun á undan í mark.
Um 5.000 manns fylgdust með
keppninni.
Nýrþriggja
dyra Civic
á leiðinni
Verið er að kynna nýja þriggja
dyra útgáfu af Honda Civic í
Evrópu. S-týpan er afar svipuð
fimm dyra Civic, en er talsvert
sportlegri að sjá og fyrstu fregnir
herma að aksturstilfinningin sé
í samræmi við það. Búast má
við nýja bílnum í sölu þegar um
næstu áramót.
Þessi útgáfa hins síunga Civic
á sérstaklega að höfða til ungra
kaupenda, sem sækjast eftir
góðri hönnun og krafti í 3-dyra
bíl. Að utan er hönnunin í fjör-
legra lagi og minnir í raun að
mörgu leyti á coupé.
Mikið hefur verið lagt í að
bæta aksturseiginleika með því
að fínstilla fjöðrunina, en stýr-
isviðbragðið er mun betra fyrir
vikið og bíllinn er sagður stein-
liggja í beygjum.
Hægt verður að velja á milli
1,8 lítra i-VTEC bensínvélar eða
2,2 lítra dísilvélar.
Honda gerir ráð fyrir því að
hirða allar Euro NCAP stjörn-
urnar fimm hvað öryggi áhrærir
fram á við og til hliðar, þrjár
stjörnur fyrir öryggi gagnvart
gangandi vegfarendum og fjórar
stjörnur fyrír barnaöryggi, sem
mun þá gera þennan nýja Civic
einn hinn öruggasta í sínum
flokki.
Með S-týpunni verður þó ekki
látið staðar numið, því Honda
hyggst byggja á þeim grunni
við gerð nýrrar R-týpu, sem á
að sigla í kjölfarið nokkrum
mánuðum síðar. Hún á að vera
enn frekar að skapi þeirra, sem
kunna að meta kraft og góða
verkfræði undir húddinu.